Sagnir - 01.06.1997, Page 59

Sagnir - 01.06.1997, Page 59
faðmlög þín, enginn má bera þig á brjósti sér nema ég. Æ, langur er tírninn Skafti, langt er að biða, guð minn góður. O, að ég hefði aldrei farið frá þér! Því hraktirðu mig líka frá brjósti þínu? Því lofaðirðu mér ekki að lifa þar og deyja án þess að skilja nokkurn tíma? ... Stundum ímynda ég mér að þú komir hingað um nótt svo enginn viti af og komir svo i land snemma um morgun áður en ég er búin að klæða mig. Þá kemur þú og bankar á gluggann hjá mér og ég lyfti gardínunni frá að sjá hvað þetta er og sé þá blessað elskaða andlitið mitt brosa til mín. Þá er manima nú ekki lengi á fætur að ljúka UPP °g svo cg get varla komist lengra með hugann svo sæl er þessi hugsun. Þeg- ar ég kom hingað þá vantaði lykla að báðum hurðunum á herberginu mínu en eg dreif upp lykla og bar það fyrir að ég þyrfti að loka af þegar ég þvæi á mér skrokkinn á morgnana. En ég gjörði það einungis með tiliiti til þess þegar þú kem- ur i sumar að við þá getum lokað að okk- ur því þú sefur hjá mér í mínu rúmi þó það sé mjótt. Ég skal ekki kvarta um þrengsli þó þú komir nálægt mér. Er ég ekki ósköp barnaleg að vera núna að búa niig undir komu þína að 8 mánuðum liðnum? O, það er þó svo náttúrlegt þvi tnín einasta hugsun er og verður þú, þú sem ert mestur og bestur allra, þú mitt hjartans líf, minn dlbeðni elskaði eigin Skafti, elsku pabbinn minn.“ Hann .,Hvað er fjarvera foður og móður, vina °g vandamanna? Hvað er útlegð? Hvað er veraldleg mæða og andlegar þjáningar hjá því að vera sviptur sambúð þinni? Allt gott og fagurt, allt indæli lífsins safnar sér, fyrir aumingja drenginn þinn, sem sólar- geislar í stækkunargleri í einn einasta hrennipunkt, í orðið Sigríður. Það hefur fengið svo óumræðilegt vald yfir huga minum og hjarta að mig næstum ógnar það á stundum. Ég finn það máske of vel að mér er gjörsamlega ómögulegt að lifa an þín og þinnar himnesku elsku. Aðeins umhugsunin unt hið ómögulega getur fengið mér óþolandi sálarkvala en sem eru þó svo súrsætar af þvi þær sýna mér hve ósegjanlega heitt ég elska þig af því Þ*r sýna mér hversu þú ert órjúfanlega fastgróin hjarta minu og anda. Á þess konar stundum spyr ég sjálfan mig hvers vegna þú unnir mér og ég rná með þungu skapi svara mér að það sé helst of Étið sem ég hafi til þess að bera þá sé ég hversu óelskulegur ég hefi verið við þig í sumar eða hve langt ég hefi verið frá þvi að vera jafn elskulegur og ég vildi nú hafa verið. ... Fyrirgef þú mér því elskulega elsku Siggan mín hafi ég sært þig nokkru sinni i sumar og trú þú mér að það var ei af elskuskorti. Því á meðan ég naut þinnar elskulegu sambúðar, meðan ég hvíldi í faðmi þínum, meðan ég drúpandi við elsku hjartað þitt og þín undurfríða sála lék við mig var sem á mig væru lagðir einhverjir töfrafjötrar. Ég vissi ei af mér en nú þá ég er varinn fundi þinum fer eins og að rifjast upp fýrir mér hvað mig hafi dreymt því að þetta líf geti átt sér stað í þessum heinii finnst mér enn því nær ótrúlegt. O, hvað ég elska samræður þínar og það ei alleina vegna þinna elskulegu ástríku orða. ... Frá fyrstu samfúndum vorum hefi ég fundið til þessa en aldrei hefi ég þó gjört mér hugmynd urn þvílíkt ofurefli ástarinnar sem ég má finna svo glöggt. ... Ég er nú búinn að skrifa þér ei all lítið og þó hefi ei minnst enn á ferðina hingað og er það af þvi hún byrjar á skilnaðinum við þig hjartkæra Sigríður, elskulegasta unnustan mín. Hjarta mitt er sem særður maður sem ei má hreyfa við því þá brýst sárið upp og því máske blæðir til ólífis. En vertu ei hrædd það hefir þann sáralækni sem aldrei bregst þína eilífu dýr- mætu elsku, hún leggur ætíð bindið aftur svo hvílir við það að eigi sakar. Við hittumst síðast á Bakka, þar færði gæfan einu sinni til okkar hvort í annars ástarfaðm en þar gátum við ei verið útaf fyrir okkur ... Ég hafði þá svo harla margt að segja þér en hin nálæga skilnaðarstund deyfði líka huga minn. En hvert djúpt elskandi hjarta getur í þvílíkri hryggðar- stund verið margort. Hugur manns talar einungis gegnum augun, í þeim hefur mér jafnan fundist liggja hið dýpsta mál ástar- innar og ég vona að við höfum skilið vel hvort annað, hjartað mitt besta! Þú fýlgdir mér út á skip og við lofuðum hvort öðru að við skyldum sýnast róleg við skilnaðinn en þá ég sá þína fölu ásjónu og las sorgina í þínu heitt elskaða hjarta. Þá var málið of fullt og eg snéri mér sem snöggvast undan og þá ég leit við varstu komin frant um stafninn, þú fjarlægðist mig meir og meir. Þá var sem hjarta mitt skyldi sprynga, ég hélt mér við kaðlana svo ég dytti ei útbyrðis. Þá fann ég glöggt að ást þín var mér jafn ómissandi sem sjórinn fiskunum og loftið mönnunum. Eins og maðurinn má ei vera án loftsins eins fann ég að ég gat ei lifað án þess að elska og elskast af þér. Þaðan vissi ég nú að ég dreg allan kraft, alla lífsnæringu, i þessurn orð- um er öll mín tilvera fólgin. I þeim býr og öll mín gleði sem þá hvoru tveggja eru mér svo innilega kærar. Hverja æð, hveija taug hafði ást mín og sári söknuður gagn- tekið. Mér heyrðist mitt sárpínda hjarta æda anda út elsku að eilífu nafnið Sigríður. Við skrifuðum til ykkar urn kveldið en mér var jafn ómögulegt að skrifa sem tala og allra síst að finna orð handa þér sem ég elskaði þó svo ógn innilega. Nú var ég enn á ný sviptur samveru þinni um langan tíma. Ég fæ ei lengur hlustað á ástarróm- inn þinn, sú himneska blíða, er skýr! Elsku augunum þínum, sem sól í uppgöngu á vordegi breiðir ei lengur elskulegasta faðminn sinn á móti mér þá ég vakna. Ég fæ ei lengur hallað þínu fagurlokkaða höfði upp að rnínu heitt elskaða hjarta. Ég veit ei nema þú sért sjúk og ég fæ ei vakað yfir þér, ei hlustað eftir hveiju þinu andar- taki, ei gætt að hveiju þínu spori. Ég sem þó álít það fullsælu að ntega búa fýrir þig torfærur lífsins með mínum eigin líkama. Og þó ertu mitt líf, mitt allt....“ Kristrún Halla Helgadóttir tók saman og færði til nútímastafsetningar ■ /■ ./ /’j ú-y/ J/Ji ,y /« oÚ/ •r/j'i'/. "Yy//' t/.'//)~/7t,/, /// Uyyt yf" 'tt'f tt'" f/ /,'/tC-f a_f ,,,,/f ."*/// y,,-/ ,t" ,,J~ //'"Y*- yiJ/f //J/CY"'y") /?/?/ h" ’/> ""// "»J'f/-•"Y"'/''')' /y t/./ /'""y'-/ // /y/ t/ '•"ýty ///f"* y /f,.,y/y'ftf "•■/ "Yf' /;<' ,, /í." , fy/í',f,yy ,'/// J/ff t ,,, J/j yf'/ '- ^"' -ftr/," /, / r, í' )//,"' J'J/•' '""" '•/ /ý"‘'• /t') •'y, y-tf y'y fý/ /t/Sf 'rCTy' ý " • • /'•'/"' ./■■ • / y /JL /"•"' ' yj, /fr/f' '"'/// ., \,1 mS ‘/f" Aí ■' C/Í*-./,, Ý* y", 'yýJ //f/'Jý ////' '"• t/f, f, /Ú Y' '•' }' /f/íiyy., , •,,'■«t -■ .'... Jé". —' /'t' , ' y/l" /t • • -• / ■ t-"t . 'Zf/t / ,.,- '- ,, t/ /y *•* />t'J '•" /c" /V '' ^ /y/Á' ty/./.,/ y.j, /<£ - '/f-f-' /“■ T/f-"/,. y ///f , /, ///. /"<./'•>’ /'/'/•/• •■.' f <t /,"/,/•„ y (l-C.-, f/, Y ^ .f/vCiJ- • • -- S ‘ A ---í_L------, Í? 7^*/^ ý Brot af ituiilegu bréfi Sigriðar til sins heittclskaða Skafta. - Landsbókasafn Islands — Háskólabókasafn. SAGNIR 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.