Sagnir - 01.06.1997, Síða 62

Sagnir - 01.06.1997, Síða 62
Stórmemiið (tlic bigfellow) gcttgitr utii stræti Dyjlinnar án þess aðfólk bcri ketinsl á liaiin. — Úr kvikmyndinni. þykktu að setjast að samningaborði í London síðla árs 1921 .'2 Vitaskuld hlutu þessir samningar að fela i sér málamiðlun en hana var Michael Collins tilbúinn til að sætta sig við enda vissi hann sem var að her IRA var að niðurlotum kominn og ekki myndi reynast unnt að vinna hernaðarsigur á Bretum. Hann gerði sér ljóst að samningar við Breta gætu aldrei falið í sér ýtrustu kröfur þjóðernissinna og þar að auki hélt hann því fram að samningarnir væru mikilvægt þrep, sem hægt yrði að byggja á í framtíðinni, á leiðinni til fulls sjálfstæðis.13 Samningarnir gerðu ráð fyrir að Irar fengju fullveldi en yrðu áfram undir bresku krúnunni og þyrftu að sverja kon- ungi eið þess efnis. Þeir fólu einnig í sér staðfestingu á skiptingu Irlands í tvennt þar sem Norður-Irland varð sérstakt heimastjórnarsvæði. Þessi niðurstaða átti reyndar ekki að koma nokkrum manni á óvart því hún hafði legið fyrir nokkru áður. Samningarnir ollu samt sem áður klofningi innan Sinn Féin og blóðugri borgarastyrjöld á Irlandi. Skipting írlands fór auðvitað mest í taugarnar á róttækari þjóðernissinnum en af því að þeir vissu ef til vill innst inni að við henni var ekkert að gera, þar eð ekki hafði reynst unnt að þvinga sambandssinna í Ulster til að vera með, deildu þeir um eiðstaf þann sem sverja þurfti konungi Bretaveldis. Sjálfum sér töldu þjóðernissinnar trú um að hægt yrði að endursameina Irland seinna.14 Samingurinn við Breta var samþykktur á írska þinginu með sjö atkvæða mun í janúar 1922 og andstæðingar hans gengu þegar á dyr með leiðtoga Sinn Féin, Eamon de Valera, í broddi fylkingar og hafði hann með sér marga helstu banda- menn Michaels Collins (svo sem Harry Boland, sem er keppinautur Collins unt ástir Kitty Kiernan í kvikmyndinni Michael Collins). Arthur Griffith var kosinn forseti i stað deValeras en Collins tók raunverulega við stjórnartaumunum sem nokkurs konar forsætisráðherra. Andstæðingar samnings- ins gerðu sig hins vegar ekki liklega til að hlíta þessari löglega fengnu niðurstöðu og i borgarastyijöldinni sem fylgdi í kjölfarið féllu fleiri en i stríðinu við Breta. Collins hikaði lengi við að takast á við róttækl- ingana en lét loks undan kröfum Griffiths og annarra enda varð uppgjör á endanum óumflýjanlegt. Stuðningsmenn samnings- ins höfðu sigur og lýðræðið sigraði því að lokum en var dýru verði keypt, næstum því 4000 manns féllu á því eina ári sent stríðið varði.15 Sannaðist þar hið forn- kveðna að bræður munu berjast. Þessir atburðir klufu Irland í herðar niður og skildu eftir sár í írskri þjóðarsál sem ekki eru enn að fullu gróin. Klofn- ingur þessi hefur mótað stjórnmál á Ir- landi alla þessa öld. Stærstu stjórnmála- flokkarnir Finc Gael og Fianna Fáil eru til dæmis bein afsprengi stuðningsmanna og andstæðinga samningsins við Breta árið 1921 .u’ Þessi klofn- ingur sem enn eimir af er einmitt ein af ástæðum þess að myndin um Micha- el Collins vakti enn frekar athygli á Ir- landi en ella enda tekur hún á um- brotatímum sem ekki ríkir sátt um í þjóðarsálinni. Unt Michael Collins er það að segja að hann spáði því eftir undirritun samningsins við Breta í London árið 1921 að hann fengi að gjalda fyrir með lífi sínu enda vissi hann vel að ungir aðdáendur hans og fyrrum lærisveinar myndu nú fyrirlita hann sem verstu bleyðu. Collins reyndist sannspár um eigin afdrif því hann féll fyr- ir byssukúlu úr launsátri við Béal na mBláth í Cork-sýslu 22. ágúst 1922.17 Gerry Adams líkt við Michael Collins Alla tíð hafa verið sagðar þjóðsögur af Michael Collins. Hann þótti allt í senn, hugaður, hrífandi og harður í horn að taka. Frægar eru sögurnar af honum á reiðhjólinu sem hann ferðaðist á um stræti Dyflinnar og skipti þá engu þótt varðlið breska hersins stæði á hverju götuhorni. Þessari mýtu eru gerð góð skil í kvikntyndinni Michael Collins; bæði fær reiðhjólið verðskuldaðan sess sem og hugrekki Collins þegar hann heldur inn i gin ljónsins, sjálfar höfuðstöðvar breskra yfirvalda í Dublinar-kastala. Kvikmyndin er þannig í takt við þjóðsögurnar og styrkir þá trú að hér hafi verið sannkallað „stórmenni" á ferð, réttnefnt „the big fellow". Það gefur hins vegar auga leið að þrátt fyrir að Michael Collins lifi í ntinningu Ira sent glæst hetja varð kvikmyndin Michael Collins fyrst og fremst að þrætu- epli vegna ástandsins sem ríkt hefur á Norður-írlandi undanfarin 29 ár og í því sambandi verður ekki horft fram hjá þeir- ri staðreynd að Michael Collins var þrátt fyrir allt forfaðir IRA nútímans. Myndin er því afar áhugaverð sagnfræðilega séð fyrir þær sakir að meta má tilurð hennar sem innlegg í þá baráttu sem enn er háð á Norður-Irlandi, útkjálkanum sem ekki fýlgdi með í hrossakaupum þeim er gerð „Alla tíð hafa verið sagðar þjóðsögur af Michael Coll- ins. Hann þótti allt í senn, hugaður, hrífandi og harður í horn að taka." 60 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.