Sagnir - 01.06.1997, Page 63

Sagnir - 01.06.1997, Page 63
voru 1921. Michael Collins varð sam- bandssinnum á Norður-írlandi t.d. tilefni til að saka höfund myndarinnar, Neil Jordan, um að slá til riddara forföður sam- takanna IRA, sem að þeirra mati er um leið stuðningsyfirlýsing við núverandi baráttu samtakanna. Hér er mikilvægt að skyggnast bak við þá kenningu að Jordan hafi frá upphafi ætlað sér að gera beina samlíkingu á þeim Michael Collins og Gerry Adants, núverandi leiðtoga Sinn Féin. Rétt er að rifja upp að þegar kvik- myndataka á Michael Collins hófst ríkti vopnahlé á Norður-írlandi og talsverðar vonir höfðu vaknað um að friður væri í augsýn. Af vopnahléinu mátti ráða að Gerry Adams og félagar i Sinn Fcin hefðu einmitt áhuga á að stilla loksins til friðar og því var kannski ekki óeðlilegt að Neil Jordan sæi þarna tilvalda skírskotun fyrir mynd sína; nefnilega að bæði Adams og Michael Collins hefðu komist á þá skoð- un að nauðsynlegt væri að hverfa frá of- beldisverkum, „fjarlægja byssuna úr írsk- um stjórnmálum" svo snarað sé á íslensku vel kunnu orðtaki. Fyrra vopnahléi IRA (í júlí 1997 lýsti IRA á ný yfir vopnahléi) lauk hins vegar í febrúar 1996 og Michael Collins var því pólitísk sprengja þegar hún var frumsýnd í nóvember 1996 enda kom a daginn að sambandssinnar á Norður-Ir- landi heimtuðu að hún yrði bönnuð.18 Jafnframt er rétt að átta sig á því að ef Neil Jordan ætlaði sér að gera samlíkingu a Michael Collins og Gerry Adarns var það sennilega i góðri trú; nefnilega að Adams hefði með háttalagi sínu árið 1994 sýnt að hann vildi frið. Endalok vopna- hlés IRA gerði Jordan hins vegar erfitt fyrir hvað þetta varðaði og hann brá á það ráð að staðhæfa að ekki væri um slík- an samanburð að ræða. Hér skal ekki lagt ntat á hvort þær staðhæfingar standist en bitt er annað mál að margir hafa lýst yfir efa sínum eftir að hafa horft á kvikmynd- >na Michael Collins.'1 Hinn virti sagnfræð- mgur Paul Bew er t.d. á þeirri skoðun að Michael Collins eigi ekki skilið að vera settur á stall sem talsmaður friðar og að Neil Jordan sé að bera á borð brenglaða söguskoðun með því að halda því fram. Gm Adams segir Bew að augljóst sé að kenning Jordans sé sú að Adams gæti orð- ið okkar tíma Collins „... ef aðeins Bret- ar væru ekki svo heimskir, stífir og sam- viskulausir að neita honum um þær til- slakanir sem hann þarfnast til að geta var- lst atlögum róttæklinga í eigin samtök- um. Þessari kenningu er Bew ekki sammála enda felur hún í sér afar hefð- bundna sýn írskra þjóðernissinna á sögu sína, nefnilega að allt sé þetta nú Bretun- um að kenna. Sambandssinnar á Norður-Irlandi verða reyndar alltaf önugir þegar sýndar eru myndir sent Qalla á „sympatískan" hátt um meðlimi írska lýðveldishersins; þannig gramdist þeim til dæmis nýleg kvikmynd Harrisons Fords og Brads Pitts, Thc Dcvil’s Own og var krafist lögbanns á henni.21 Umræðan urn Michacl Collins varð hins vegar miklu háværari og sunnan landamæranna risu einnig ýmsir upp til handa og fóta, ekki síst þegar fréttist að Michael Collins kærni til með að verða leyfð öllum aldurshópum þrátt fýrir mik- ið ofbeldi, vegna „sögulegs mikilvægis“ hennar. Blaðamaðurinn Kevin Myers var Fortníjht Dnrobn 1996 N<> IIJU) IKCI.40 linr VAT> Man of the year What if Michael Collins had lived? Why is this a dangerous film? PLUS: Everybody's gay;Temple Bar or a temple of bars; Britain's European problem; how to lobby; complete Festival coverage; Padraic Flacc Minaðarritið Fortnight útnefndi Michael Collins mann ársins i desemberhejii slnu, 74 ánun eftir að liann dó! meðal þeirra sem hneykslaðist á þessari ráðstöfun enda hefur hann andstyggð á arfleifð Collins sem hann telur byggja á morðum og ódæðisverkum.22 Sagnfræð- ingar rifust síðan á sérstöku þingi í Cork í febrúar um myndina og mánaðarritið Fortnight útnefndi Michael Collins mann ársins í desemberhefti sínu, 74 árum eftir að hann dó!23 Neil Jordan sagði sjálfur að mynd sín hefði hlotið ómaklega gagnrýni jafnvel áður en hún var frumsýnd. Hann bætti því við að hér væri á ferðinni „fullkom- lega rétt lýsing“ á atburðum áranna 1916-1923 og að myndin hlífði hvorki írum né Bretum hvað varðaði hið villi- mannslega ofbeldi. Hann spurði aukin- heldur: „Hversu oft hefur sjálfstæði verið náð án blóðsúthellinga? Afar sjaldan."24 Hvað þetta varðar hefur Jordan verið skoraður á hólm því með orðum sínum var hann að gefa í skyn að ofbeldið sem einkenndi árin 1916-1923 hafi verið óumflýjanlegt og óhjákvæmilegt og að án þess hefði sjálfstæði ekki náðst.25 Þessi kenning á ekki upp á pallborðið hjá svokölluðum „endurskoðunarsagnfræð- ingum“ (revisionists) eins og Paul Bew, Roy Foster, David Fitzpatrick, Ruth Dudley Edwards og fleirum sem hafa flestir komist á þá skoðun að Páskaupp- reisn Ira árið 1916 hafi verið fífldirfska sem kostaði ótal manns lífið næstu sjö árin. Að þeirra mati rnáttu írar eiga von á að hljóta heimastjórn strax að lokinni fýrri heimsstyijöldinni ef þeir sýndu þol- inmæði og því telja þeir uppreisnina hafa verið fláræði sent ekki átti rétt á sér.26 Pessi söguskoðun er vitaskuld í beinni mótsögn við fýrri söguskoðun sem kennd er við þjóðernishyggjuna þar sem Páska- uppreisnarmenn voru „sómi Irlands, sverð þess og skjöldur", svo fengin sé að láni lýsing þjóðernissinnaðra Islendinga á foringja sínum Jóni Sigurðssyni. Fyrr á öldinni voru Páskauppreisnarmenn taldir heilagar hetjur sem fórnuðu lífi sínu til að föðurlandið mætti öðlast frelsi og segja má að kvikmyndin Michael Collins sé þvi í takt við úrelta söguskoðun. A hinn bóg- inn ríkir ekki endilega sátt um eina sögu- skoðun á Irlandi og er sú umræða öll í deiglunni um þessar mundir.27 Samlíkingin við Collins varð að vísu ekkert endilega til að auka hróður Gerry Adams. A vegg í Vestur-Belfast rituðu rót- tækir þjóðernissinnar „Adams - rememb- er Collins“, og gáfu þannig í skyn að Gerry Adams væri hollara að færa fólki sínu ekki meingallaðan samning (að þeirra rnati) urn framtíð Norður-írlands, eins og Collins hafði gert 1921, því þá mætti hann eiga von á byssukúlu ffá nú- verandi samherjum sinum; nákvæmlega eins og Collins féll fýrir byssukúlu fýrrum samheija sinna. Annars er rétt að rifja hér upp gamalt írskt máltæki sem segir að í hvert sinn sent þjóðernissinnar á Irlandi stofni félagsskap sé fýrst á dagskrá klofn- ingur hans í tvennt. I þessu leynist sann- leikskorn bæði um það sem gerðist 1922 og einnig um daginn í dag enda er IRA nútímans margklofinn í smærri einingar.28 SAGNIR 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.