Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 65

Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 65
era gegndi þeirri stöðu sleitulaust næstu 16 árin þar til hann tapaði loks kosning- urn árið 1948 þegar aðrir stjórnmála- flokkar sameinuðust um það eitt að koma Fianna Fáil frá völdum. Aö þremur árum liðnum komst Fianna Fáil aftur til valda, deValera var forsætisráðherra 1951-1954 og síðan aftur 1957—1959 en þá ákvað hann að hætta beinum afskiptum af stjórnmálum, enda orðinn fjörgamall og blindur. Hann settist þó ekki i helgan stein heldur var forseti Irlands til 1973 og andaðist síðan árið 1975, þá 93 ára gam- all.37 Hér er um undraverðan stjórnmálaferil að ræða. Það sést best á þeirri staðreynd að deValera var liðsforingi í Páskaupp- reisninni 1916 og síðan forseti þegar Irar minntust þessarar sömu uppreisnar með pompi og prakt heilum fimmtíu árum siðar. Þessi maður, og flokkur hans Fianna Fáil, gnæfir yfir öllu stjórnmálalífi Irlands a öldinni og þótt það sé kannski svolídð kaldhæðnislegt að Eamon deValera og Fi- anna Fáil skuli hafa náð yfirburðastöðu eftir 1932, í ljósi þess að Michael Collins °g flokkur hans hafði betur 1922, mætti ®tla að Irar litu á þennan stjórnmálarisa sem hetju sína, sem stjórnmálaskörung sem stæði fyrir allt það er gott væri i írsku þjóðlífi. Svo er þó ekki því Irar leggja nú allt kapp á að glíma vofu deValeras í grasið. Idand deValeras er ekki fagurt í minn- mgu fólksins; það var afturhaldssamt, gamaldags og völd kaþólsku kirkjunnar fengu óáreitt að gnæfa yfir öllu. Stjórn- völd reyndu að þvinga upp á Ira gelíska tungu sem löngu var glötuð og ollu þannig sálarkreppu hjá þjóðinni sem taldi S1g sjá á eftir manndómnum um leið og tungunni.3* Hugmyndafræði Fianna Fáil var ávallt gegnsýrð þjóðerniskennd sem orðið hefur harla óvinsæl á síðustu þijátíu arum á Irlandi sökum þeirrar andstyggðar sem margir hafa á ódæðisverkum er fram- 111 hafa verið i nafni þjóðernisstefnu á Norður-írlandi síðan 1968.39 Sama ár og deValera hætti sem forseti, arið 1973, gekk írland í Evrópusamband- (þá kallað Efnahagsbandalag Evrópu) °g hefur síðan gengið í gegnum dramat- 'skar þjóðfélagsbreytingar. Með aðildinni losnaði það loks undan menningar- og efnahagsfjötrum Bretaveldis sem írland var ætíð hlekkjað í þótt fullveldi væri náð I^^l. Sumir ganga svo langt að segja að við inngönguna i EB hafi írland fyrst fllotið sjálfstæði.40 Þessi skil við fortíðina Urðu mest áberandi árið 1990 þegar Fi- Hiim eini og sanni Michacl Collins. Frccgar eni sögiirnar af honum á reiðhjáliiiu sem liaim ferðaðisl á nm strœti D)jliimar og skipli þá engu l>ótl varðlið breska hersins vœri á hverju götuhorni. aitna Fáil inistókst í fyrsta sinn að konta frambjóðanda sínum í sæti forseta írska lýðveldisins. I staðinn kusu írar frjálslynd- an lögmann með umdeildar skoðanir, Mary Robinson, sem var kona í þokka- bót. Með tímanum varð Robinson hold- gervingur hins nýja Irlands sem er Evr- ópusinnað, opið, sáttfúst og reiðubúið til að takast á við þær gömlu beinagrindur sem kunna að leynast í skápnum.41 Kannski er því skiljanlegt að Irland nú- tímans kunni illa að meta arf de Valeras og kannski snýst rnálið einfaldlega um það að de Valera gnæfði of lengi yfir öllum stjórnmálum. Minningin um fölskvalausa og fallna hetju, Michael Collins, varpar því skugga á stjórnmálaskörunginn de Valera um þessar mundir en ekki er ólík- legt að de Valera verði, þegar fram líða stundir, sjálfur endurmetinn og endur- skoðaður af sagnfræðingum.42 Má jafnvel segja að slikt endurmat gerist nú bráð- nauðsynlegt eftir þá útreið sem hann fær í Micliael Collins,43 SAGNIR 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.