Sagnir - 01.06.1997, Síða 70
ekkert gildi í þessari umræðu og konunni
verður ekki álasað fyrir að hafa með
bijósteldisleysi átt of mörg börn.
I brjósteldissamfélögum telur Loftur
vandfundin skemmri bil en 20 mánuði
milli fæðinga fýrstu barna hjóna nema
eitthvert þeirra hafi dáið skömmu eftir
fæðinguna.4 En var það ekki einmitt það
sem gerðist á Islandi; börn dóu? I um-
ræddu dæmi Ingveldar geta heimildir
ekki um dauðsföll en Eggert Olafsson
segir okkur að af tíu til fimmtán börnum
komist venjulega aðeins þriðji hlutinn á
legg.5 Þetta dæmi um barnalán Ingveldar
verður ekki túlkað sem afleiðing slæmra
getnaðarvarna, heldur sem dæmi um
mikla frjósemi. Ungbarnadauðinn gerði
það að verkum að Ingveldur missti sex til
sjö börn, afleiðing barnamissisins varð ný
þungun, meðvituð eða ómeðvituð, sem
aftur getur skýrt hið stutta bil milli fæð-
inga. Aldur Ingveldar í margnefndu dæmi
vekur athygli. Hún var 38 ára við fæðingu
fyrsta barns og 50 ára við fæðingu þess
síðasta og á það mætti benda sem merki
um frjósemi, þar sem getnaðarlíkur
minnka með aldri konunnar. Samfara
aldri móður aukast hættur á meðgöngu,
jafnt fýrir móður sem barn. Afleiðingin
getur orðið sú að barn fæðist á einhvern
hátt ófullkomið og á sér þar af leiðandi
minni lífslíkur. Erfitt er að meta áhrif
þessa á barnadauðann en óhætt er að gera
ráð fýrir að þau hafi verið þó nokkur.
Líkamshreysti
Hvernig var líkamshreysti kvenna háttað?
Atjánda öldin var tími harðæra og hungur-
sótta sem léku landsmenn illa. Rannsóknir
sýna þó að konur stóðu betur af sér þau
áföll en karlmaðurinn, vegna þeirra ein-
földu sanninda að konan á sér meiri lífslík-
ur, allt frá getnaði til grafar.'1 Þó konan hafi
frekar haldið lífinu en karlmaðurinn, má
ætla að hún hafi verið vannærð. Fræði-
menn hafa bent á það í rannsóknum sem
einn af orsakaþáttum bijósteldisleysisins og
þar með ungbarnadauðans.7 Einnig má
benda á að ef kona er vannærð um með-
göngutímann, er hætta á að fóstur nái ekki
fullurn og eðlilegum þtoska, lífslíkur barns-
ins verða því minni.Vannæringin getur því
verið orsakavaldur á margvíslegan hátt.
Samtímamenn geta um bágborið and-
legt og líkamlegt heilsufar kvenna um
miðja 18. öld, Eggert Ólafsson og Bjarni
Pálsson læknir segja í Ferðabók sinni:
Heilsufar kvenna er miklu lakara [en
karla], því að tíðateppa er mjög tíður
Vamiœrð kona fiamleiðir minna magn mjólkur og
eitmig liafa sjúkdómar álirif þar á. Magn mjótkurinn-
ar rœður því Iwort fivóiteftirspurn barnsins er fillnœgt.
kvilli, einkum hjá ógiftu kvenfólki,
bæði hér og annars staðar á landinu.
Megin orsök þessa kvilla virðast vera of
miklar kyrrsetur. Það er ekki einungis,
að kvenfólk sækir engar skemmtanir
eða nýtur annarrar tilbreytni i daglegu
lífi, en það veldur því, að þær eru
ófrjálslegar í allri framkomu og um-
gengni, þögular og þunglyndar, heldur
stuðlar einnig að þessu sama, að þær
sitja inni við ullarvinnu og önnur störf
mestan hluta ársins nema stuttan tíma á
sumrin ... Vafalaust eru það fleiri or-
sakir, sem valda vondu heilsufari kven-
fólks, þótt enginn veiti þeim athygli né
láti sig þær nokkru skipta ... er hér um
alvörumál að ræða, eins og nú er háttað
högum á íslandi."
Þessi heimild veitir margháttaða innsýn í
líf kvenna og hér er það slæmt heilsufar,
andlegt sem líkamlegt, sem mesta athygli
vekur. Fleiri urðu til að staðfesta það sama.
Danski læknirinn Peter Anton Schleisner,
taldi um miðbik 19. aldar í skýrslu sinni
um heilsufar íslendinga, að konur þjáðust
af taugaveiklun, móðursýki og ýmsum
geðrænum sjúkdómum. Orsök þessa telur
Schleisner stafa af hinu gleðisnauða lífi
sem flesta íslenskar konur verði að þola.‘'
Jónas Jónassen landlæknir getur einnig
um ýmsa sjúkdóma kvenna á seinni hluta
19. aldar. Um tíðateppuna segir hann:
„Það er flestum kunnugt, hversu almenn
tíðateppan er hjer á landi og hversu margt
illt hún leiðir af sjer.Tiðateppan er venju-
lega afleiðing margskonar sjúkleika
Tíðateppa þessi virðist vera eins konar
samnefnari fyrir margs konar sjúkdóma
sem einkum hijá konur og orsakirnar tel-
ur hann vera margar, svo sem ofkælingu,
slæmt skótau og allar bráðar geðshræring-
ar." Kvensjúkdómarnir stafa því að hans
áliti af þeim slæma aðbúnaði sem konur
bjuggu við. Læknarnir þrír, Bjarni Páls-
son, Schleisner og Jónas Jónassen tala hér
um heilsufar kvenna almennt. Bjarni tek-
ur reyndar fram að þetta eigi einkum við
um ógiftar konur, þ.e. vinnukonur. En er
nokkur ástæða til að ætla að ástandið hafi
verið betra meðal giftra kvenna? Hlut-
skipti þeirra var að ala þessa stóru barna-
hópa, sem fjallað hefur verið um. Af eðli-
legum orsökum má telja að ýmsir kven-
sjúkdómar hafi verið í lágmarki meðal
þeirra, þær voru þó færar urn að ganga
með og ala börnin. Hins vegar getur
meðganga og fæðing leitt af sér enn aðra
sjúkdóma, andlega sem líkamlega, sem
hættulegir eru móður og barni, barnsfara-
sótt, brjóstamein hvers konar og fæðing-
arþunglyndi svo einhveijir séu nefndir.
Við getum þó álitið að efnaðar konur
hafi verið ögn betur settar hvað varðar
ákveðna þætti, en sóttir fara ekki í mann-
greinarálit og kven- og fæðingarsjúkdóm-
ar geta birst i mörgum myndum á hvaða
þrepi samfélagsins sem er.
Brjóstagjöf
Bijóstagjöf er flókið andlegt og líkamlegt
ferli tveggja lífvera, rnóður og barns.
68 SAGNIR