Sagnir - 01.06.1997, Qupperneq 78

Sagnir - 01.06.1997, Qupperneq 78
SVARTIDAUÐI Á ÍSLANDI - Plágurnar 1402 og 1495 yfir lýkur því að yfirleitt deyja allir lungnapestarsjúklingar eftir tvo til þrjá daga. Menn geta einnig smitast af lungnapest ef pestarsýkillinn nær að berast yfir á slím- hirnnur frá smituðum nagdýrum eða flónr. Getur slíkt hvort heldur gerst eftir blóðsýk- ingu eða þá að lungnapestin nær sér á strik eftir beint slímhimnusmit (mynd 2). Pestin á íslandi á 15. öld Almennt er talið að svartidauði hafi geisað á Islandi að minnsta kosti tvisvar á 15. öld. Fyrst er hann talinn hafa borist hingað sumarið 1402 og rénaði faraldurinn ekki fýrr en eftir tvo vetur. Undir lok aldarinn- ar mun annar vægari faraldur hafa gengið á landinu en sá mun ekki hafa náð tilVest- fjarða.6 Margt er þó á huldu um þessa far- aldra og afleiðingar þeirra. Meðal annars eru skoðanir fræðimanna skiptar urn það hvort hér gekk eingöngu lungnapest eða hvort hér varð líka vart við kýlapest. I því sambandi verður mönnum tíðrætt um hvort rottur eða flær voru hér til staðar til að gegna hlutverki sem smitfeijur. Smitsjúkdómafræðingar hafa bent á að ákveðnar forsendur þurfi að vera fyrir hendi hvað varðar mannfjölda, þéttleika, samskiptatíðni o.s.frv. til þess að lungna- pestarfaraldrar lognist ekki tiltölulega fljótt út af þar sem pest keinur upp. Astæðan er sú að flestir þeir sem taka veikina deyja eftir tiltölulega skamman smittíma og eru lengst af þeirn tíma ekki ferðafærir. Heimildir um faraldrana á 15. öld tilgreina engu að síður að pestin hafi borist tiltölulega hratt milli landshorna. Telur Jón Steffensen, eftir að hafa rann- sakað ýmsar heimild- ir svo sem heitbréf Norðlendinga gegn sóttinni, að fyrri pestarfaraldurinn hafi hafist í Hvalfirði síð- ari hluta ágústmán- aðar árið 1402 og hafi hann verið kom- inn á jóladag sama ár (um fjórum mánuð- um síðar) að Grenj- aðarstað í Suður- Þingeyjarsýslu. Samt rénaði faraldurinn ekki fyrr en eftir 19 rnánuði. Síðari faraldurinn er talinn hafa byrjað í júlí 1494 og hann hafi haft svipaða við- dvöl í landinu og fyrri faraldurinn eða í 17 mánuði. Sé þetta rétt er athyglisvert að pestarfaraldurinn berst á fjórum mán- uðum milli fjarlægra landshluta en við- helst engu að síður ríflega fjórum sinnum lengri tíma í landinu. Og þetta virðist gerast í tiltölulega fámennu sanrfélagi þar sem byggð var dreifð og samgöngur væntanlega heldur strjálar. Því hafa ýmsir velt því fyrir sér hvort á Islandi ríktu ein- hverjar þær aðstæður sem annaðhvort gerðu lungnapestarsmit langlífara en al- mennt hefur verið talið, hvort sýkingar- máttur eða líffræðilegir eiginleikar bakt- eríunnar voru á einhvern hátt öðruvísi en þeir eru í dag eða þá hvort hér voru möguleikar á þvi að srnitið gæti hafa varðveist vikum og mánuðum saman í einhverjum smitferjum, helst þá annað- hvort í nagdýrum eða flóm, og borist frá þeim í menn, valdið i þeim kýla- pest sem síðan þró- aðist yfir í lungna- pest. Hér á eftir er einkum ætlunin að velta síðastnefnda möguleikanum að- eins fyrir sér og benda á nokkrar þær smitferjur senr gætu hafa gegnt þessu hlutverki á Islandi á 15. öld. Það skal þó nefnt að norski læknirinn Per Oeding hefur þegar stungið upp á því að mannaflóin (Pulex irritans) gæti hafa gegnt þessu hlutverki á Islandi á 15. öld. Heimildir íslenskra dýrafræð- inga og lækna um svartadauða Dýrafræðingarnir Arni Friðriksson og Geir Gígja nefna báðir svartadauða á nafn í ríflega hálfrar aldar gömlum umfjöllun- um sínum um flær á Islandi. Báðir und- irstrika þeir mikilvægi rotta og rottuflóa í smitdreifingu. Arni Friðriksson getur sér- staklega um þátt mannaflóarinnar í smit- dreifmgu pestarbakteríunnar á milli manna (mynd 2). Geir Gígja tekur sér- staklega fram að pestin sé í rauninni nag- dýrasjúkdómur sem nreðal annars sé al- gengur í rottum. Islensku læknarnir Sigurjón Jónsson og Jón Steffensen hafa einnig ritað um pestina á 15. öld og í þessu riti fjallar íslenskur smitsjúkdómafræðingur um svartadauða á Islandi frá sjónarhóli faraldsfræðinnar. Siguijón Jónsson útilokar ekki að bæði kýlapest og lungnapest hafi gengið á landinu og bendir á að rottur og mýs séu skæðustu smitberar pestarinnar án þess þó að skýra það nánar. Jón Steffensen ritar ítarlega um pestina og fer meðal annars ofan í saumana á helstu smitleiðum hennar.Veltir hann því vandlega fyrir sér hvort hér hafi bæði gengið kýlapest og lungnapest en kemst að þeirri niðurstöðu að hér gæti ekki hafa gengið kýlapest. Byggir hann skoðun sína á ákveðnum dýrafræðilegum og líf- fræðilegum forsendunr sem því miður standast ekki allar þegar betur er að gáð. Því gat niðurstaða vangaveltna Jóns hæg- lega verið röng. Forsendurnar, sem urðu til þess að Jón útilokaði að hér gæti hafa gengið kýlapest, voru eftirfarandi. At- Mynd 2. Helstu smitleiöir og sjúkdómsmyndir pestarinnar. „Pestarbakterían getur fjölgað sér í fjölmörgum öðrum spendýrategundum en rottum og fjöldi annarra flóategunda en nag- dýraflær geta verið smit- ferjur, meðal annars mannaflóin." 76 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.