Sagnir - 01.06.1997, Síða 80

Sagnir - 01.06.1997, Síða 80
pest, hvort hér varð einnig vart við kýla- pest og í framhaldi af því hvaða flær, eða jafnvel mannalýs, gátu hugsanlega gegnt hér hlutverki sem smitferjur. Þótt smit í menn hafi erlendis oft borist úr svartrott- um eða með suðrænu rottuflónni X. cheopis og þessar tegundir hafi óumdeilan- lega verið mikilvirkar smitferjur pestar- innar víða um lönd, virðist sem sagnfræð- ingar hafi sumir hverjir einblínt urn of á þátt þessara tegunda í smitdreifmgu. Eins og þegar hefur verið nefnt er vel þekkt að fjölmargar aðrar tegundir spendýra og flóa geta gegnt sama hlutverki að hinum áðurnefndu fjarstöddum. Því er það áleit- in spurning hvort aðstæður voru með þeim hætti á íslandi á 15. öld að kýlapest hafði möguleika á því að þróast í landinu. Voru hér nauðsynlegar smitferjur til stað- ar (flær eða einhver önnur skordýr, mýs, rottur eða einhver önnur spendýr) sem gátu fóstrað bakteríuna tímabundið og við einhverjar aðstæður komið af stað kýlapest sem síðan gat þróast yfir í lungnapestarfaraldur? Skoðum það nánar. Villt spendýr sem varðveita pestarsmit í náttúrunni Sýnt hefur verið frarn á að meira en 200 spendýrategundir geta hýst pestarbakterí- una um lengri eða skemmri tima. Þessar tegundir eru oftast raunveruleg uppspretta faraldra í mönnum þótt smitið hafi oft í millitíðinni magnast upp í einhverjum öðrum tegundum sem lifa í nábýli við manninn, oft í svart- eða brúnrottum. Meðal þessara 200 tegunda eru ýmsar framandi nagdýrategundir sem tilheyra ættkvíslunum Mus, Arctomys, Allactaga, Microtus, Dipodipus, Tatera, Destnodillus, Geosciurus, Mastomys, Rhabdomys, Marmota, Citellus, Sciurus, Gcrbillus, Suucus, Baudicota, Arvicanthis, Meriones, Rhombomys, Spermophilus, Cynomys, Etutamias, Neotoma, Cavia, Microcavia, Graomys, Galca og Lagostomus. Einnig eru smitberar í þessum hópi sem tilheyra öðrum ættbálk- um eins og héradýrum (Lagomorpha) og rándýrum (Carnivora) (meðal annars hundar og kettir). Klaufdýr (Artiodactyla) eins og katneldýr geta einnig verið snrit- berar. Mikill fjöldi spendýra (og fjöl- margar skordýrategundir) geta sem sagt tekið þátt í að halda lífinu í pestarsýklin- um og oftast gerist þetta Qarri mannabú- stöðum. Þess má geta að á þeim svæðum Bandaríkja Norður-Ameríku þar sem pestin er landlæg (1. mynd) berst bakterí- an til dæmis af og til í ketti úr villtum nagdýrum sem kettirnir hafa klófest og Brúnrotta (Rattus norvegicus). étið. Eftirtektarvert er að pestin í köttun- um getur bæði þróast sem kýlapest eða lungnapest. Hvaða nagdýr gátu mögulega geymt og viðhaldið pest- arsmiti á Islandi? Vitað er um fjórar tegundir nagdýra sem hafa lifað um lengri eða skemmri tínra á íslandi. í þessum kafla verður skoðað hvað þekkt er um landnámssögu þeirra. Almennt er talið að hagamús (Apodem- us sylvaticus) og húsamús (Mus musculus) hafi borist til íslands strax á landnámsöld. í Biskupasögum er getið um svo mikinn músagang í Viðey og í húsi nokkru á Hólum í Hjaltadal að vandræði hlutust af. Viðeyingar leituðu aðstoðar Þorláks bisk- ups helga (1122-1193) til að útrýma músunum og á Hólum var leitað til Jóns biskups Ögmundssonar (1052-1121). Stökktu báðir vígðu vatni á þá staði sem mýsnar áttu ekki að vera á. Fyrir leikmenn eru húsamýs og haga- mýs áþekk dýr.Tegundaákvörðun er því erfið þótt lífshættirnir séu um margt ólíkir. Þótt líklegt sé að báð- ar þessar músateg- undir hafi þegar verið landlægar á Islandi á 15. öld er samt hugs- anlegt að heimildir um mýs eigi einungis við um aðra tegund- ina. Þar sem auðvelt er að greina tegundirnar í sundur, finni menn af þeim heilleg höfuðbein eða tennur, ættu rannsóknir á músaleifum í uppgröftum fyrir 1400 að geta skorið úr um það hvort einungis önnur eða báðar tegundirnar voru hér landlægar við upp- haf svartadauða. í framhaldi af þessum hugleiðingum vaknar næst sú spurning hvort húsamýs og/eða hagamýs á Íslandi gátu verið smitferjur svartadauðans á 15. öld og þar með hugsanlega gegnt sam- bærilegu hlutverki og rottur eru taldar hafa gegnt í pestarsögu Evrópubúa. Hvað húsamús áhrærir er svarið ljóst því að húsamýs sýkjast auðveldlega af pest. Aft- ur á móti hefur höfundur ekki rekist á heimildir sem tilgreina að pestarsýkillinn fjölgi sér í hagamúsum. Slíkt er þó líklegt þar sem ýmsar náskyldar tegundir eru vel þekktar smitferjur og veikin hrjáir teg- undir sem tilheyra flestum ættkvíslum 24 nagdýranna. Og vel getur verið að ein- hvers staðar hafi verið gerðar á því til- raunir hvort hagamýs geti hýst pestarsýkil- inn því að höfundur hefur ekki haft að- stöðu til að kanna nerna lítið brot afþeim fjölmörgu heimildum sem fýrir liggja um mögulegar smitferjur pestarinnar. Brúnrotta (Rattus norvegicus) er ekki tal- in hafa borist til landsins fyrr en um miðja 18. öld en þá var hún að nema land víða um heim. Hefur hún verið hér land- læg síðan. Svartrotta (Rattus rattus) var aft- ur á móti ekki staðfest á Islandi fyrr en árið 1919. Samt má telja líklegt að stöku dýr hafi borist hingað með vörum í gegnurn aldirnar þótt svo að engar heim- ildir bendi til þess að hún hafi nokkru sinni verið hér landlæg, nema ef undan eru skilin tvö timabil á þessari öld. Annars vegar í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar og fyrstu árin þar á eftir, hins vegar rétt fýrir ntiðbik aldarinnar, upp úr seinni heims- styrjöldinni. Einnig má geta þess að svartrotta náði að fjölga sér timabundið í Vestmannaeyjabæ á árunum 1994 og 1995 en var fljótlega útrýmt. Af líffræði- legum ástæðum hefur svartrotta alla tíð átt erfitt uppdráttar hér á landi.Veðurfar og bág fæðuskilyrði hafa kornið í veg fyrir að hún hafi getað þrifist til lang- frama annars staðar en þar sem hún fékk að vera óáreitt í nánu sambýli við manninn en til hans sækir hún yfirleitt alla fæðu sína.25 Höfundi eru engar heimildir kunnar sem staðfesta tilvist rotta á Islandi fýrr en árið 1746. Eftir það eru fjölmargar heim- ildir tiltækar urn rottur hér á landi, vænt- 26 anlega fyrst og fremst brúnrottu. Telja „Af líffræðilegum ástæðum hefur svartrotta alla tíð átt erfitt uppdráttar hér á landi. Veðurfar og bág fæðuskilyrði hafa komið í veg fyrir að hún hafi getað þrifist til langframa ..." 78 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.