Sagnir - 01.06.1997, Page 81

Sagnir - 01.06.1997, Page 81
má líklegt að annála- og sagnaritarar hefðu getið um svartrottur á Islandi fyrr á öldum, hafi þær á annað borð verið hér landlægar fyrir miðja 18. öld. Svartrottur fjölga sér hratt sé ekkert að gert og valda mönnum það þungum búsifjum að ætla mætti að slíkt hefði talist til tíðinda. Jafn- franit skal á það bent að höfundi er ekki kunnugt unt að bein svartrotta hafi nokkru sinni fundist meðal þeirra beina sem þegar hafa verið greind til tegundar ur öskuhaugum sem urðu til hér á landi fyrir ntiðja 18. öld. Hefðu svartrottur ver- ið hér algengar mætti búast við að finna þar mikið af beinum. Þar hefðu rotturnar lifað og drepist og þangað hefði þeim iðulega verið fleygt hefðu þær á annað borð verið veiddar af landsmönnum. Svarið við spurningunni, sem birtist í fyrirsögn þessa kafla, er þvi í stuttu máli eft- irfarandi: Hafi húsamýs verið á Islandi á 15. öld gátu þær auðveldlega verið smitferjur pestarbakteríunnar. Líklegt er að sama gildi um hagamýs, hafi þær verið hér landlægar eins og almennt er talið. Utilokað er að brúnrotta hafi gegnt hlutverki sem smitfeija pestarinnar á 15. öld þar sem hún kom hér ekki fyrr en mörgum öldum síðar. Og eng- ar heimildir eru til um að svartrotta hafi verið hér landlæg á 15. öld. Hugmyndir um að hún hafi getað haldið uppi kýlapest- arsmiti á Islandi eru því afar ósennilegar og byggðar á hreinum getgátum. Ekki er þó þar nteð sagt að stöku svartrottur hafi ekki getað slæðst til landsins í gegnum aldirnar eftir að þær urðu algengar í viðskiptahöfn- um Islendinga í Evrópu en hverfandi líkur eru á því að þær hafi nokkru sinni náð að ntynda hér stöðugan stofn. Lítum næst á flærnar, óskyld dýr sent einnig eru vel þekktar smitferjur pestar- bakteríunnar. Almennt um flær Flær eru blóðsjúgandi skordýr og lifa sem fullorðnar allar sem sníkjudýr á fuglunt eða spendýrum. Nokkuð er misjafnt hvort flóategundir eru bundnar við einn hýsil eða hvort þær geta lifað á mörgum tegundum hýsla. Flær geta lifað býsna lengi. Mannafló getur til dæmis lifað án þess að fá blóð í 125 daga en hún lifir í 513 daga fai hún næringu. bekktar eru um 2300 tegundir flóa. Tæplega helmingur tegundanna heldur til a spendýrum en afgangurinn sníkir á fuglum. Þótt ríflega 200 spendýraflær hafi verið bendlaðar við pestarsmitun eru þessar tegundir engu að síður mjög mis- oflugir smitfdreifarar. Hættulegustu smitdreifarar pestarinnar eru flær sem hafa stíflast af bakteríum.' Þegar fló sýgur blóð mengað pestarsýkl- urn berst bakterían sem leið liggur með blóðinu niður vélinda og niður í fram- hluta magans (proventriculum). Þar getur hún fjölgað sér í sumum flóartegundum. Stundum fjölgar hún sér svo ört að melt- ingarvegurinn stíflast. Stíflaðar, síhungrað- ar flær verða ofvirkar. Þær leita i örvænt- ingu blóðheitra dýra (og manna) sem þær smita þegar þær freista þess að ná úr þeim blóði. Blóðið kemst þó ekki lengra en niður í vélinda eða fremsta hluta magans. Þar mengast það af pestarbakteríum og flæðir til baka út um sogranann sem einnig mengast af pestarbakteríum. Mikið getur líka verið af pestar- bakteríum í saur hálfstíflaðra flóa eða flóa sem ekki hafa algjörlega teppst. Sé slíkum saur nuddað í sár á hörundi, eða berist hann yfir á slímhimnur í öndunarvegi, getur einstaklingurinn smitast (2. mynd). Misjafnt er hversu lengi pest- arsmitaðar flær geta lifað. Fer það meðal annars eftir því hvort þær eru algjörlega stíflaðar eða hvort einhver næringarupptaka á sér stað. Stífluð fló drepst oft eftir 2-10 daga en aðrar flær geta borið smitið vikum og mánuðum saman áður en þær drepast. Eins og áður hefur verið nefnt geta pestarsmit- aðar flær einar og óstuddar orsakað kýlapestarfaraldur alllöngu eftir að lungnapestarfaraldur hefur gengið um garð. Líkur á smitun yfir í menn aukast þó verulega ef bakterían er líka til staðar í nagdýrum sem mikið er á af flóm. Um 60 tegundir flóa hafa fundist á húsamúsum, svartrottu og brúnrottu. Að minnsta kosti átta þeirra eru þekktar sem smitferjur pestarinnar. Næst liggur beint við að skoða hvaða flær, einkum þó spen- dýraflær, lifa á Islandi. íslenska flóafánan í dag Athuganir á heimildum um flær á Islandi og rannsóknir á flóm sem hafa á liðnum áratugum borist að Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræði að Keldum leiddu í ljós að alls eru þekktar 10 flóartegundir hér á landi, fimm tegundir fuglaflóa og fimm spendýraflær. Ahugavert er að skoða spendýraflærnar nánar. Ein tegundin, kattaflóin Cten- ocephalides felis, hefur til þessa einungis fundist á dýrurn sem nýlega hafa verið flutt til landsins erlendis frá. Engar heimildir hafa fundist um að katta- eða hundaflær (C. canis) hafi nokkru sinni verið hér landlægar og raunar er talið að tegundirnar geti ekki þrifist hér þótt svo að ástæða þess sé óþekkt. Minkaflóin (Monopsyllus sciurörum) er hér nýr land- nerni og einungis bundin við minkabú eftir því sem best er vitað. Þá eru ótaldar þrjár tegundir spendýraflóa sem Qallað verður um í næsta kafla. Um er að ræða mannaflóna og nagdýraflærnar N. fasciatus og C. a. agyrtes. Sú spurning er áleitin hvort þessar tegundir lifðu hér á miðöld- um og hvort sýnt hafi verið fram á að þær geti gegnt hlutverki sem smitferjur pestarbakteríunnar. Um mannaflóna á íslandi að fornu og nýju Litlar heimildir eru tiltækar hér á landi um mannaflóna. Geir Gígja telur einsýnt að mannafló hafi verið hér landlæg um alda raðir í ölluni byggðum landsins og hafi ver- ið til mikils nreins. Oeding greinir frá því að orðið fló komi fyrir í Flateyjarbók frá því um 1380 og telur sennilegt að hún hafi alla tíð verið hér mjög algeng á mönnum rétt eins og í Noregi.35 Nicolai Mohr nefn- ir mannaflóna í upptalningu sinni á íslensk- um skordýrum í riti sínu um náttúrusögu landsins og víða er minnst á hana í heimild- 36 um allt fram á þessa öld. Henriksen nefnir sérstaklega að ntannafló hafi fundist á brún- rottu í Haukalandi við Reykjavík og að báðar nagdýraflærnar sem áður hafa verið nefndar hafi einnig fundist á þessari rottu. Nú munu allmargir áratugir liðnir síðan mannaflónni var útrýmt á Islandi. Ymsar heimildir greina frá þætti manna- Mannafló (Pnlcx irritani). SAGNIR 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.