Sagnir - 01.06.1997, Side 86
SVARTIDAUÐI Á ÍSLANDI - Plágurnar 1402 og 1495
kirtla geti smitað menn með úðasmiti og
einnig biti eða klóri.
Flær kasta upp sýklakekkjum þegar
þær reyna að nærast á blóði. Sýklarnir
berast með sogæðunr að svæðisbundnum
eitlum, §ölga sér þar og valda bólgu eða
kýli. Flestir ef ekki allir sem sýkjast af
Yersinia pestis fá blóðsýklun (sýklar kom-
ast i blóðrás) og geta þá borist til annarra
líffæra, t.d. lungna og miðtaugakerfis.
Það er einkennandi fyrir þessa blóðsýkl-
un að óvenju mikið er af bakteríum á
hverja rúmmálseiningu blóðs sem leitt
getur til þess að flær sem bíta menn og
jafnvel lýs geta sýkst og þannig borið
smit áfrarn til annars manns. Sýklarnir í
blóðinu valda losti, trufla storkuþætti og
valda húðblæðingum og drepi. Líklegt er
að orðtakið svartidauði sé tilkomið
vegna húðblæðinga og dreps sem veldur
svörtum húðlit, oft á stórunr svæðum
líkamans (mynd 2). Það eru einmitt
bakteríur eins og Y. pestis sem búa yfir
ákveðnum eiturefnum (lipopolysacch-
aride endotoxin) sem valda slíkum
skemmdum á blóðrásarkerfi. Sé það rétt
ályktun að svartidauði hafi einkennst af
þessu ástandi rennir það frekari stoðum
undir það að Y. pestis sé orsök plágufar-
aldranna.
Einkenni plágunnar
Kýlapest (bubonic plague). Meðgöngu-
tíminn er 2-7 dagar. Einkennin eru
skyndilegur hiti, skjálfti, þróttleysi og höf-
uðverkur. Um svipað leyti nryndast
skyndilega kýli (1-10 cm í þvermál) oftast
í nára eða holhönd sem er afar aumt.
Getur kýlapest leitt til dauða á 2-4 dög-
um en dánartíðnin er um 50%.
Lungnapest (pneumonic plague). Er oft-
ast fylgikvilli kýlapestar. Sýklarnir berast
með blóði m.a. til lungnanna og valda þar
bólgu sem leiðir til hósta, bijóstverkja og
oft á tíðum blóðugs hráka.
Frumlungnapest. Smitast með dropa
eða úðasmiti frá sýktum sjúklingi. Með-
göngutími er stuttur u.þ.b. 2—3 dagar en
smittíminn varir sennilega aðeins í um
sólarhring. Dánartíðnin er há, nánast
100 % í báðum formum lungnapestar-
innar.
Smitlikur við lungnapest eru
almennt taldar litlar nema við mjög náið
samneyti við hinn smitaða.Viðveru innan
2 metra frá hóstandi sjúklingi þarf til.
Reynsla af lungnapest í Bandaríkjunum á
þessari öld bendir ekki til þess að út-
breiðsla lungnapestar geti auðveldlega átt
sér stað með beinum hætti. Þó braust út
lungnapest í Kína í byrjun aldarinnar sem
átti rót sína að rekja til múrmeldýrs
(Mannota bobak sibirica) sem sjálft smitaðist
af lungnapest.Veiðimenn, sem sóttust eftir
feldi þessa nagdýrs, höfðust við í neðan-
jarðargöngum og þar voru aðstæður
ákjósanlegar fyrir útbreiðslu lungnapest-
arinnar. Járnbrautasamgöngur stuðluðu
síðan að frekari útbreiðslu lungnapestar-
innar til nálægra svæða. Með sóttvarnar-
ráðstöfunum tókst að hefta útbreiðslu
sjúkdómsins enda fjara sjálfstæðir lungna-
pestarfaraldrar fljótlega út ef komið er i
veg fyrir að ný pestartilfelli berist að og
smitferjur á borð við flær eru ekki til
staðar.
Plágurnar á íslandi
Enda þótt sjúkdómslýsingu á plágu sé
ábótavant í íslenskum annálum eru upp-
lýsingar um útbreiðslu og afleiðingar far-
sóttarinnar athyglisverðar og gefa vissar
farsóttafræðilegar upplýsingar. Hér er
einkum stuðst við endursagnir Jóns
Steffensens og Sigurjóns Jónssonar a
rituðum heimildum.
Ætla má að að plágan hafi borist til
landsins með komu kaupskips til Hval-
fjarðar síðsunrars 1402. I einni heimild er
sagt að sótt mikil hafi verið á því skipi og
við komu þess bar að hóp manna, vænt-
anlega til að sækja varning. Kom þar upp
svo mikil bráðasótt að nrenn lágu dauðir
innan 3 nátta og náðu sumir ekki langt
frá skipinu áður en þeir féllu fyrir sóttini.
Plágan barst um land allt, fyrst unt Suður-
land, konrin í Skálholt í desenrber 1402
og um svipað leyti vestur og norður í
land. Virðist hún hafa herjað veturinn
1403 á Hólunr. Fór plágan unr alla fjórð-
unga landsins og linnd henni unr páska
1404 eftir 19 mánuði frá konrunni til
landsins. Seinni plágan gekk unr landið,
að frátöldunrVestfjörðum, nreð svipuðum
hætd árin 1495—1496.
I Skálholti hefur nrannfallið verið nrik-
ið, trúlega yfir 95% en Jón Steffensen tel-
ur að þar hafi búið 100—200 manns
(mynd 3). Frásagnir frá öðrum stöðum
benda til að mannfallið hafi víða verið
nrinna eða unr 50%. Plágan eyddi
Þykkvabæ og Kirkjubæ þrisvar af mann-
fólki.
Af þessunr frásögnunr má draga eftirfar-
andi ályktanir:
1. Plágan barst tvisvar til landsins í bæði
skiptin á ákveðnum stað og tíma. Skall
hún á nreð nriklu afli, stuttunr með-
göngutínra og hárri dánartíðni og var
því úbreiðslutala hennar há. Undir
venjulegum kringunrstæðunr á slikur
faraldur að líða skjótt hjá en í reynd tók
það pláguna býsna langan tíma að
ganga yfir eða 19 mánuði í fyrra skiptið
og unr 17 nránuði í síðara skiptið.
Mynd 4. Smitlíkur faraldurs og útbreiösla.
Dagar
Mismunandi smitlíkur við nána umgcngni (b) hafa umtalsvcrð álirif ájfjölda smitaðra á hvcijum tíma í
lungnapcst. Öðrum forscndum cn smitlíkum i mynd 3 cr haldið óbrcyttum. Efsmitlíkur cru Í5% cr út-
brciðslutalan (Ro) 0,19 og enginn faraldur vcrður. Efsmitlikur cru 40% drcgst faraldurinn á langinn og
ef smitlíkur aukast cnn gcngurfaraldurinn hraðar yfir og sjúkdómstilfellum fjölgar hraðar.
84 SAGNIR