Sagnir - 01.06.1997, Page 86

Sagnir - 01.06.1997, Page 86
SVARTIDAUÐI Á ÍSLANDI - Plágurnar 1402 og 1495 kirtla geti smitað menn með úðasmiti og einnig biti eða klóri. Flær kasta upp sýklakekkjum þegar þær reyna að nærast á blóði. Sýklarnir berast með sogæðunr að svæðisbundnum eitlum, §ölga sér þar og valda bólgu eða kýli. Flestir ef ekki allir sem sýkjast af Yersinia pestis fá blóðsýklun (sýklar kom- ast i blóðrás) og geta þá borist til annarra líffæra, t.d. lungna og miðtaugakerfis. Það er einkennandi fyrir þessa blóðsýkl- un að óvenju mikið er af bakteríum á hverja rúmmálseiningu blóðs sem leitt getur til þess að flær sem bíta menn og jafnvel lýs geta sýkst og þannig borið smit áfrarn til annars manns. Sýklarnir í blóðinu valda losti, trufla storkuþætti og valda húðblæðingum og drepi. Líklegt er að orðtakið svartidauði sé tilkomið vegna húðblæðinga og dreps sem veldur svörtum húðlit, oft á stórunr svæðum líkamans (mynd 2). Það eru einmitt bakteríur eins og Y. pestis sem búa yfir ákveðnum eiturefnum (lipopolysacch- aride endotoxin) sem valda slíkum skemmdum á blóðrásarkerfi. Sé það rétt ályktun að svartidauði hafi einkennst af þessu ástandi rennir það frekari stoðum undir það að Y. pestis sé orsök plágufar- aldranna. Einkenni plágunnar Kýlapest (bubonic plague). Meðgöngu- tíminn er 2-7 dagar. Einkennin eru skyndilegur hiti, skjálfti, þróttleysi og höf- uðverkur. Um svipað leyti nryndast skyndilega kýli (1-10 cm í þvermál) oftast í nára eða holhönd sem er afar aumt. Getur kýlapest leitt til dauða á 2-4 dög- um en dánartíðnin er um 50%. Lungnapest (pneumonic plague). Er oft- ast fylgikvilli kýlapestar. Sýklarnir berast með blóði m.a. til lungnanna og valda þar bólgu sem leiðir til hósta, bijóstverkja og oft á tíðum blóðugs hráka. Frumlungnapest. Smitast með dropa eða úðasmiti frá sýktum sjúklingi. Með- göngutími er stuttur u.þ.b. 2—3 dagar en smittíminn varir sennilega aðeins í um sólarhring. Dánartíðnin er há, nánast 100 % í báðum formum lungnapestar- innar. Smitlikur við lungnapest eru almennt taldar litlar nema við mjög náið samneyti við hinn smitaða.Viðveru innan 2 metra frá hóstandi sjúklingi þarf til. Reynsla af lungnapest í Bandaríkjunum á þessari öld bendir ekki til þess að út- breiðsla lungnapestar geti auðveldlega átt sér stað með beinum hætti. Þó braust út lungnapest í Kína í byrjun aldarinnar sem átti rót sína að rekja til múrmeldýrs (Mannota bobak sibirica) sem sjálft smitaðist af lungnapest.Veiðimenn, sem sóttust eftir feldi þessa nagdýrs, höfðust við í neðan- jarðargöngum og þar voru aðstæður ákjósanlegar fyrir útbreiðslu lungnapest- arinnar. Járnbrautasamgöngur stuðluðu síðan að frekari útbreiðslu lungnapestar- innar til nálægra svæða. Með sóttvarnar- ráðstöfunum tókst að hefta útbreiðslu sjúkdómsins enda fjara sjálfstæðir lungna- pestarfaraldrar fljótlega út ef komið er i veg fyrir að ný pestartilfelli berist að og smitferjur á borð við flær eru ekki til staðar. Plágurnar á íslandi Enda þótt sjúkdómslýsingu á plágu sé ábótavant í íslenskum annálum eru upp- lýsingar um útbreiðslu og afleiðingar far- sóttarinnar athyglisverðar og gefa vissar farsóttafræðilegar upplýsingar. Hér er einkum stuðst við endursagnir Jóns Steffensens og Sigurjóns Jónssonar a rituðum heimildum. Ætla má að að plágan hafi borist til landsins með komu kaupskips til Hval- fjarðar síðsunrars 1402. I einni heimild er sagt að sótt mikil hafi verið á því skipi og við komu þess bar að hóp manna, vænt- anlega til að sækja varning. Kom þar upp svo mikil bráðasótt að nrenn lágu dauðir innan 3 nátta og náðu sumir ekki langt frá skipinu áður en þeir féllu fyrir sóttini. Plágan barst um land allt, fyrst unt Suður- land, konrin í Skálholt í desenrber 1402 og um svipað leyti vestur og norður í land. Virðist hún hafa herjað veturinn 1403 á Hólunr. Fór plágan unr alla fjórð- unga landsins og linnd henni unr páska 1404 eftir 19 mánuði frá konrunni til landsins. Seinni plágan gekk unr landið, að frátöldunrVestfjörðum, nreð svipuðum hætd árin 1495—1496. I Skálholti hefur nrannfallið verið nrik- ið, trúlega yfir 95% en Jón Steffensen tel- ur að þar hafi búið 100—200 manns (mynd 3). Frásagnir frá öðrum stöðum benda til að mannfallið hafi víða verið nrinna eða unr 50%. Plágan eyddi Þykkvabæ og Kirkjubæ þrisvar af mann- fólki. Af þessunr frásögnunr má draga eftirfar- andi ályktanir: 1. Plágan barst tvisvar til landsins í bæði skiptin á ákveðnum stað og tíma. Skall hún á nreð nriklu afli, stuttunr með- göngutínra og hárri dánartíðni og var því úbreiðslutala hennar há. Undir venjulegum kringunrstæðunr á slikur faraldur að líða skjótt hjá en í reynd tók það pláguna býsna langan tíma að ganga yfir eða 19 mánuði í fyrra skiptið og unr 17 nránuði í síðara skiptið. Mynd 4. Smitlíkur faraldurs og útbreiösla. Dagar Mismunandi smitlíkur við nána umgcngni (b) hafa umtalsvcrð álirif ájfjölda smitaðra á hvcijum tíma í lungnapcst. Öðrum forscndum cn smitlíkum i mynd 3 cr haldið óbrcyttum. Efsmitlíkur cru Í5% cr út- brciðslutalan (Ro) 0,19 og enginn faraldur vcrður. Efsmitlikur cru 40% drcgst faraldurinn á langinn og ef smitlíkur aukast cnn gcngurfaraldurinn hraðar yfir og sjúkdómstilfellum fjölgar hraðar. 84 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.