Sagnir - 01.06.1997, Qupperneq 92

Sagnir - 01.06.1997, Qupperneq 92
hann skrifaði um þetta efni árið 1990 segir hann það vera ,,álit nær allra sér- fræðinga, sem Qallað hafa um faraldurs- fræði plágunnar ... að pestarfaraldur haldist ekki við nema þar sem fyrir séu smituð nagdýr." „Þessu áliti tel é^ ekki hægt að hafna ...“ segir Ornólfur. Norski sagnfræðingurinn Olejorgen Benedictow hafnar lungnapestinni með einni röksemd sem hann endurtekur að minnsta kosti sex sinnum í bók sinni, að í skæðasta lungnapestarfaraldri sögunnar, í Mansjúríu 1910-11, hafi aðeins fallið 60.000 manns, þar af skilst mér 50.000 innan landamæra Mansjúríu, af tólf millj- ónum, þannig að mannfallið var aðeins 0,4% íbúa. Loks hefur Jón Olafur Isberg nýlega staðhæft að lungnapest geti ekki haldist við til lengdar sem faraldur vegna þess að hún drepi sjúklinga sína áður en þeir nái að smita nægilega mikið. Þetta eru af þremur ástæðum furðu vondar röksemdir. I fyrsta lagi væri með sama hætti hægt að útiloka að kýlapestin hefði getað valdið því manntjóni sem með vissu var í svartadauða í Evrópu. A mæli- kvarða nútímapestar er 0,4% mannfall með því mesta sem þekkist á aðeins einu til tveimur árum. Ef það nægir ekki til að gera mögulegt að svartidauði hafi verið lungnapest, þá hittir sú röksemd kýlapestina ekki síður. I öðru lagi var lungnapestin í Mansjúríu stöðvuð með 20. aldar sóttvörn- um sem miðaldamenn kunnu ekki. I þriðja lagi er fánýtt að draga eindregnar ályktanir af því hvernig lungnapest hegðar sér nú, vegna þess að bakteríur taka örum stökkbreytingum sem breyta því hvernig sjúkdómarnir sem þær valda haga sér. Þessi staðreynd hefur verið þekkt og umtöluð í pestarsögurannsóknum að minnsta kosti síðan upp úr 1980. Delerium bubonis Fastheldni margra fræðimanna við þá skoðun að miðaldaplágan hljóti að hafa verið kýlapest sem smitaðist með rottum og rottuflóm kalla ég í gamni delerium bubonis, og finnst hún verðskulda það nafn að minnsta kosti eins vel og leikrit þeirra Jónasar ogjóns Múla Arnasona. Allir vita hvað delerium merkir, en kýlin sem pestar- sjúklingar fengu — og það er vissulega þekkt í evrópskum miðaldaheimildum að sumir þeirra fengu kýli — þau voru kölluð bubo í nefnifalli eintölu, í eignarfalli bubonis. Ég held að meinlokan delerium bub- onis stafi einkunt af tvennu: Annars vegar sé ofmat á gildi þeirrar uppgötvunar að kýlapestin á Indlandi smitaðist með rottuflóm, hins vegar vanræksla á að taka tillit til stökkbreytinga í bakteríum. Hvort tveggja skýrist held ég best rannsóknar- fræðilega: hvort tveggja stafar af því sem gerist í hugum fræðimannanna. Uppgötvun rottuflóasmitsins var erfið, dýrmæt og hafði á sér yfirbragð vísinda- legrar snilldar. Það tók langan tíma og mikla fyrirhöfn að komast að henni, og hún gerbreytti sóttvörnum gegn pestinni. Ég held að það sé þess vegna sem rottuflóasmitið hefur fengið svona ótrú- lega ríkjandi sess í sögulegum skýringum á pestinni sem gekk um Evrópu frá 14. öld til 18. aldar.Vísindaheimurinn var svo stoltur yfir að hafa fundið þessa óvenju- legu og duldu útbreiðsluleið faraldurs að hann leyfði sér lengi að horfast ekki í augu við afleita vankanta á henni sem skýringu á miðaldapestinni í Evrópu. Möguleikann á stökkbreytingu held ég að fræðinrenn hafi tilhneigingu til að hunsa vegna þess að hún er eins og svindl í spilum; hún eyðileggur reglur leiksins sjúkdómasögu eins og hann hefur verið stundaður. Eftir að stökkbreytingin er komin inn í dæmið virðist strangt tekið meiningarlaust að spyrja hvaða s j ú k d ó m u r okkar tíma hafi verið að verki í ákveðnum faraldri á fyrri öldum, vegna þess að þar voru aðrar tegundir sótt- kveikja en nú eru til. En eftir að þögnin hefur verið rofin þá verður ekki komist hjá því að taka tillit til þess að bakteríur stökkbreytast. Það er ekki mitt að segja hvernig hægt er að stunda sjúkdómasögu með stökk- breytinguna innanborðs. I fljótu bragði kann að líta út eins og við getum aldrei sagt aldrei; það sé aldrei hægt að fullyrða með líf- eða læknisfræðilegum rökum að sjúkdómur hafi ekki getað hagað sér á ákveðinn hátt. I raun hef ég þó leyft mér að álykta, og beita sem rökum fyrir lungnapestarkenningu, að sú kenning sem gerir ráð fýrir minnstri breytingu á hegð- un bakteríu sé líklegust. En umfram allt hlýtur vitneskjan um stökkbreytingar að valda því að við treystum meira en áður á vitnisburð sögulegra heimilda. „Möguleikann á stökkbreyt- ingu held ég að fræðimenn hafi tilhneigingu til að hunsa vegna þess að hún er eins og svindl í spilum ..." Tilvísanir 1 Þorkell Jóhannesson, „Plágan niikla 1402-1404.“ Skírnir CII (1928), bls. 85-86, 89-92. 2 Gunnar Karlsson og sagnfræðinemar Háskóla íslands, Samband við miðaldir. Námsbák í íslcnskri miðaldasögu, um 870-1550, og sagnjrœðilegum aðferðum (Reykjavík, 1989), bls. 211-13. 3 Benedictow, O.J., Plague in tlic Late Medicval Nordic Countries. Epidemiological Studies (Ósló, 1992). 4 Gunnar Karlsson og Helgi Skúli Kjartansson, „Plágurnar miklu á Islandi.“ Saga XXXII (1994), bls. 11-74. 5 Gunnar Karlsson, „Plague Without Rats:The Case of Fifteenth-Century Iceland.“ Journal of Medieval History XXII (1996), bls. 263-84. 6 Hirst, L. F., The Conquest of Plague.A Study of the Evolution of Epidemiology (Oxford, 1953), bls. 106-20. 7 Hirst, The Conquest of Plague, bls. 119,220-21,231. 8 Hirst, The Conquest of Plague, bls. 130-74. 9 Fjölnir II (1836); II. Útlenzki og almenni flokkurinn, bls. 3-14. 10 Hirst, The Conquest of Plague, bls. 121. 11 The Black Death. R. Horrox ritstýrði og þýddi (Manchester, 1994), bls. 362. 12 The Black Death, bls. 28. 13 Benedictow, Plague, bls. 216-17. 14 Benedictow, Plague, bls. 172-73. 15 Ziegler, R, The Black Death (London, 1982), bls. 131. (Fyrst prentað 1969). 16 Shrewsbury, J.F.D., A History of Bubonic Plague in thc British Isles (Cambridge, 1971), bls. 23-36, 123. (Fyrst prentað 1970). 17 Shrewsbury, A History of Bubonic Plaguc, bls. 60-62,77,104,107,110,114,124-25. 18 Twigg, G., Thc Black Death: a Biological Rcappraisal (London, 1984), einkum bls. 53, 80,86-88,112,123-24,145-46,208-22. 19 Siguijón Jónsson, Sóttarfar og sjúkdómar á Islandi 1400-1800 (Reykjavík, 1944), bls. 13. 20Jón Steffensen, „Plague in Iceland.“ Nordisk medicinhistorisk ársbok 1974, bls. 40-54. -Jón Steffensen, Menning og mcinsemdir. Ritgcrðasafn um mótunarsögu íslenzkrar þjóðar og baráttu heitnar við huttgur og sóttir (Reykjavík, 1975), bls. 323-24,327,329-30, 338. 21 Shrewsbury, A History of Bubonic Plague, bls. 6. 22 Twigg, Thc Black Dcath, bls. 20, 54, 161-68. 23 ÖrnólfurThorlacius, „Hvaða drepsótt barst hingað áriö 1402?“ Lesbók Morgunblaðs- ins LXV:23 (ló.júní 1990), bls. 5. 24 Benedictow, Plague, bls. 27,32,72,220,259,267. 25 Jón Ólafur ísberg, „Sóttir og samfélag." Saga XXXIV (1996), bls. 183. 26 Twigg, The Black Dcath, bls. 195-96. 27 Morris, C., „The Plague in Britain.“ The HistoricalJournal XIV (1971), bls. 208-09. 28 Siraisi, N., „Introduction.“ Thc Black Deatli. Thc Impact of the Fourteenth-Century Plaguc (1982), bls. 11. 29 Gunnar Karlsson, „Plague Without Rats“, bls. 284. 90 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.