Sagnir - 01.06.1997, Síða 95
traustustu heimildirnar um svartadauða
hér á landi.
r
Utbreiðsla og mannfall
Plágan kom með Einari Herjólfssyni í
Hvalfjörð sumarið 1402 og fór víða um
land. Nýi annáll nefnir árið 1403 „mann-
dauðaár hið mikla“ og 1404 „mann-
dauðavetur hinn síðari" en samkvæmt
fornbréfum er talað um „pláguveturinn",
þ.e. 1402—1403 og „manndauðahaustið
seinnara“, þ.e. haustið 1403. Ólíklegt er
að plágan hafi þolað tvo vetur og senni-
legast hefur hún fjarað út einhvern tím-
ann um veturinn 1403-1404 og þá lík-
lega frekar fýrr en síðar.
Hversu marga lagði plágan að velli?
Um það hafa verið skiptar skoðanir en
lengi vel trúðu menn annálum sem sögðu
að einungis þriðjungur hefði lifað af sótt-
ina í Noregi 1349—1350 og svipað hefði
gerst hérlendis. A síðari árum hafa fræði-
menn áætlað mannfallið um þriðjung.
Gunnar Karlsson og Helgi Skúli Kjart-
ansson áætla að „yfir helmingur lands-
manna (50—70%; nákvæmari tala sam-
ræmist varla eðli útreikinganna)“ hafi lát-
ist og bæta við að niðurstaða þeirra sé
„ekki ótraustari en þær áætlanir sem
fræðimenn hafa hingað til látið sér
nægja. Þetta eru orð að sönnu en sanna
hvorki tölur þeirra né annarra. Er yfirleitt
hægt að reikna út eða áætla af einhveiju
viti út frá fyrirliggjandi heimildum hve
margir féllu í plágunni hér á landi í upp-
hafi 15. aldar? Svarið er nei, það er ekki
hægt. Mín niðurstaða er að miða við
meðaltal frá Evrópu á bilinu 25—45%
vegna þess að ég tel að útbreiðsla og ein-
kenni sóttarinnar hafi verið sambærileg.
Tölur um fjölda
kennimanna og
þjónustufólks sem
létust eru mjög háar
samkvæmt útreikn-
ingum Gunnars
Karlssonar og Helga
Skúla Kjartanssonar
eða frá 54-98%.
Samkvæmt annála-
greinum var talið að
um 83% presta í
Skálholtsbiskupsdæmi og 95% presta í
Hólabiskupsdæmi hafi látist í plágunni en
ems ég hef bent á eru þær gagnslaus
heimild. Þess vegna hafa þeir ekki viljað
uota þær til að álykta almennt um mann-
fall út frá þeim. Þeir benda á að prestar
seu vegna starfa sinna í meiri hættu á að
smitast og dánarhlutfallið á þessum stöð-
um geti þess vegna einungis verið dæmi-
gert fýrir þau heimili þar sem plágan kom
en einhverjar sveitir eða bæir hafi sloppið
við pláguna. Þessi skýring, þótt góð sé,
getur ekki orðið grundvöllur undir út-
reikninga um mannfall á landinu. Rétt er
að hafa í huga að víða erlendis lagði yfir-
stéttin á flótta undan pestinni og einangr-
aði sig og ef til vill ættu tölur um mann-
fall í yfirstétt, þ.m.t. presta, að vera lægri
en hjá almenningi. Hvert hefði hlutfallið
þá orðið á Islandi? I Englandi eru til mjög
góðar og áreiðanlegar heimildir um
dauða kennimanna í einstökum biskups-
dæmum en hvergi var dánarhlutfallið
meira en 50% og ljóst er að ekki er hægt
að alhæfa um mannfall almennt út frá
þeim tölum einum.
Af Nýja annál verður ekki ráðið með
vissu hve margir hafa dáið af lærðum
inönnum jafnvel þótt hægt væri að áætla
fjölda þeirra fýrir pláguna með nokkurri
vissu. Til þess eru ffásagnirnar grunsamlega
staðlaðar, þar sem tölurnar þrír og sex leika
aðalhlutverkin, og óljósar, t.d. varðandi
Þykkvabæ árið
1403. í Nýja annál
eru nafngreindir tólf
einstaklingar, sjö
lærðir og fimm leik-
ir, sem létust, þrír
1402 og níu 1403.
Staðinn í Skálholti
aleyddi 1402 og
1404, raunar þrisvar
það ár en ekkert
slíkt gerðist 1403.
Sagt er að sex bræður í Þykkvabæ og sjö
systur í Kirkjubæ hafi látist auk þess sem
báða staðina eyddi þrisvar árið 1403. í ann-
álnum er getið dauða fjögurra veraldlegra
höfðingja, auk konu eins þeirra, og ekki
hefúr nokkrum manni dottið í hug að áætla
mannfall út frá þeim fjölda. Athyglivert er
að sökudólgurinn, Einar Heijólfsson, virðist
ekki hafa látist úr sóttinni. Skálholtsbiskup
kom út samsumars sóttinni og ekki sýktist
hann og ekki heldurVigfús ívarsson hirð-
sq'óri eða Arni Ólafsson síðar biskup.'8
Það virðist koma fram í heimildum að
mannfall hafi verið meira meðal þjón-
ustufólks en meðal hinna lærðu manna.
Einu tölurnar sem talið er hugsanlegt að
gætu átt við dauðsfoll meðal almennings
eru frá Kirkjubæ samkvæmt Nýja annál
en þar segir að komið hafi verið með 675
lik til greftrunar (795 lík ef gert er ráð
fýrir stórum hundruðum) en þá hafi
menn hætt að telja en margir hafi dáið
eftir það. Þessar tölur hafa hins vegar ekk-
ert með mannfall í plágunni að gera og
hafa því ekkert gildi fýrir þessa útreikn-
inga. I Kirkjubæ hefur sennilega verið til
skrá yfir greftranir, skrá yfir látna eða ár-
tíðaskrá eins og við flestar kirkjur og
klaustur víða erlendis. Telja má líklegt að
slíkar skrár hafi verið til hérlendis, a.m.k.
á stærri stöðum. Klaustrið í Kirkjubæ var
stofnað árið 1186 og þessar greftranir hafa
átt sér stað einhvern tímann á þeim tíma
(1186 til 1402 = 216 ár = 3,7 greftranir á
ári). Annaðhvort hefur bókin verið upp-
skrifuð eða hætt hefur verið að skrifa í
hana, kannski vegna þess að fjöldi manns
dó á stuttum tíma. Skráin eða heimild um
hana hefur verið skrásetjara annálsins til-
tæk á sínum tírna.
Engar sambærilegar upplýsingar eru frá
Skálholti, Hólum eða öðrum stöðum og
annállinn segir ekkert um svartadauða í
Hólabiskupsdæmi.Til dæmis greinir hann
ekki frá heitgöngum, föstum og gjöfum
til Guðmundarskrínis á Hólum sem
Gottskálksannáll segir frá eða hinum
mikla prestadauða sem fornbréfin vitna
20
um. Plágan virðist hafa gengið harðar á
þéttbýlli svæðum og mannmörgum stöð-
um en i dreifbýli og tölur um mannfall
frá einu svæði til annars eru svo breytileg-
ar að vafasamar upplýsingar um fjölda lát-
„Telja má fullvíst að mann-
fallið hafi ekki verið meira en
45% enda eru engin dæmi
um slíkt nema þar sem algjört
hrun samfélagsins fylgdi í
kjölfarið. Það gerðist ekki á ís-
landi en plágan olli uppstokk-
un í valdakerfi og atvinnulífi."
SAGNIR 93