Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 101

Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 101
Ástæðurnar fyrir lítilli fólksfjölgun á ís- landi á 19. öld er fyrst og fremst hægt að útskýra með lágu giftingarhlutfalli. Dán- artíðni var að vísu mikil, einkum var ung- barnadauðinn hár, en hann var líka hár í mörgum löndum þar sent mannfjölg- unin var mikil. Frjósemi giftra hjóna á Islandi var mjög há; gift kona í frjósömum aldri (20—44 ára) eignað- ist að meðaltali barn á þriggja ára fresti. En tæpur helming- ur kvenna í þessum aldurshópi var að jafnaði giftur á 19. öld. Frjósemi ógiftra kvenna var að jafn- aði um 10% affrjósemi giftra kvenna. Ekki er ástæða til að ætla annað en fólksfjölgun hafi verið mjög misjöfn á Is- landi á árum áður eftir því hvert gifting- arhlutfall fólks á frjósömum aldri var hverju sinni. Með breytileika þessum var bæði hægt að halda fólksfjöldanum í Tafla 2. Fólksfjöldaþróun á íslandi eftir 1800 - árleg meöaltöl í %. 1801-1900 0,5% 1901-1996 1,3% 1801-1820 0,09% 1821-1870 0,76% 1871-1900 0,37% 1901-1940 1,1% 1941-1965 1,9% 1966-1996 1,1% skefjum, sbr. árin 1801—1820 (sjá töflu 2) og auka hann mjög, sbr. fólksfjölgunina 1792-1801 (sjá töflu 6). Hrun fólks í stórubólu og við- koman í kjölfar hennar I töflu 3 er yfirlit um mannfjöldaþróun vegna stórubólu sem geisaði hér á landi árin 1707 og 1708.Við vitum með nokk- urri vissu hver mannfjöldinn var fyrir storubólu, hann hefur ekki verið fjarri fólksfjöldatölunni 1703, 53.538 manns. Við vitum hins vegar ekki örugglega hve margir féllu í stórubólu en samkvæmt til- tækum heimildum hefur þó varla minna en 20% og varla meira en 33% Islendinga úáið þá. Við vitum heldur ekki hve ört Islendingum fjölgaði í kjölfar sóttarinnar 1707—1734. Við höfunt hins vegar nokk- uð áreiðanlegar tölur um fólksfjöldann tímabilið 1734—1750. Við upphafþessa tímabils var mannfjöldinn um 43 þúsund manns en var rúm 48 þúsund við lok þess. Þetta merkir íjölgun um 0,7% að meðaltali ár hvert. Ef fólksfjölgunin 1709—1734 var að meðaltali ár hvert sú sama og var sannar- lega 1734-1750, þ.e. 0,7%, og mannfjöld- inn skömmu fyrir stórubólu 1707 hef- ur verið svipaður og hann var 1703, hefur mannfjöldinn við lok stórubólu verið 36.500 manns, sem merkir fækkun vegna sóttarinnar um 27%. Flærri mann- fallstölur hafa verið nefndar sem þýðir að gera verður ráð fyrir örari fólksfjölgun 1709-1734 en hér var nefnd. Að mati mínu er ólíklegt að árleg fjölg- un hafi verið hærri en 0,7% því að í stórubólu féll mest fólk „á besta aldri“, fólk sem var fætt eftir 1670/1673. Þau ár hafði gengið bólusótt í landinu og þeir sem þá smituðust og lifðu sóttina höfðu fengið lífstíðarónæmi fyrir sjúdómnum. Yngra fólk, aldursflokkarnir undir 35 ára aldri, var hins vegar ónæmislaust 1707 og meiri hluti þeirra sem féllu voru úr þeim hópi. Eftir stórubólu hefur því verið til- tölulega fátt um frjósamt og vinnuhraust fólk í landinu og hafði þetta afleiðingar fyrir atvinnuvegina, bændur drógu úr mannaflsfrekum landbúnaði eins og kúa- búskap og juku í staðinn sauðijárræktina þar sem guð og gaddurinn réðu gjarnan ríkjum. Áhrifaldursdreifingar fólksfjöld- ans, í kjölfar sjúkdómsins, á endurheimtur hans hafa vafalaust verið tvímælalaus; þær hafa gengið hægt fyrir sig, ekki síst á öðr- um áratug aldarinnar, og jafnvel er hugs- anlegt að sum árin hafi fólki fækkað. Litl- ir hafa frjósömu árgangarnir verið fyrst eftir stórubólu. Spáð í fólksfjöldaþróun 1665-1735 Varðveist hafa töflur um fjölda fæddra og dáinna í Reykholtssókn hvert ár 1665-1783 að undanskildum árunum 1755 og 1781. Einnig eru til staðar töflur um fædda og dána í Möðruvallasókn 1694—1718. Mögulegt er með töflum þessum að spá í mannfjölda í sóknunum á sömu tímabilum og þær ná til, sbr. töflu 4. Tölurnar fyrir Reykholtssókn eru miklu þýðingarmeiri en Möðruvallatölurnar einfaldlega vegna þess að þær ná yfir miklu lengra tímabil. Því er t.d. mögulegt að bera reiknaðar tölur fyrir Reykholt saman við raunverulegar mannfjöldatölur sóknarinnar á síðari hluta 18. aldar. Mun- ar þar mjög litlu þannig að treysta má nokkurn veginn reiknuðu tölunum sem heimild fyrir mannfjöldann í sókninni ár hvert. Enn fremur má bera sveiflurnar í út- reiknuðum mannfjölda í Reykholtssókn saman við sveiflurnar í mannfjöldanum á íslandi ár hvert 1735-1783. Niðurstaðan er sú að sveiflurnar eru mjög áþekkar, einkum þegar árlegar sveiflur jafnast með útreikningi 5 ára meðaltalna. Hafi fylgnin milli fólksfjölda i Reykholtssókn og í landinu almennt 1665-1735 verið svipuð og fylgnin milli Reykholtssóknar og landsins almennt var 1735-1783, er hægt að nota Reykholtstölurnar til að spá um fólksljöldaþróun á Islandi allt frá árinu 1665. Hefur það verið gert í óbirtri grein. Mannfjöldinn á Islandi samkvæmt útreiknuðu Reykholtstölunum reyndist vera svo til sá sami árið 1735 og almennar heimildir segja til um. En hér er ekki meginmarkmiðið að spá í fólksfjöldatölur á 17. öld heldur hvernig endurheimturnar hafi verið eftir stórubólu 1709-1734. Samkvæmt mismun fæddra og dáinna í Reykholtssókn fór fólki fyrst að fjölga að ráði eftir 1720 en þá varð fjölgunin hröð. Þetta er í samræmi við þá getgátu sem sett var fram hér að framan. En tölurnar frá Möðruvallasókn Tafla 3. Stórabóla 1707-1708 og fólksfjöldinn. • Ekki er Ijóst hve margir dóu úr stórubólu. • íslendingum fjölgaöi 1734-1750 aö meðaltali ár hvert um 0,7%. • Ef mannfjölgun 1709-1734 var svipuð og var 1734-1750 (árlega 0,7%). => Mannfall í stórubólu alls 27%. • Ef mannfall var 30% í stórubólu. => Árleg mannfjölgun 1709-1750 óhjákvæmilega 0,85%. „Frjósemi giftra hjóna á íslandi var mjög há; gift kona í frjósömum aldri (20-44 ára) eignaðist að meðaltali barn á þriggja ára fresti. En tæpur helmingur kvenna í þessum aldurs- hópi var að jafnaði giftur á 19. öld." SAGNIR 99 SVARTIDAUÐI Á ÍSLANDI - Plágurnar 1402 og 1495
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.