Sagnir - 01.06.2004, Page 25

Sagnir - 01.06.2004, Page 25
■ HUGRÚN ÖSP REYNISDÓTTIR Eysteinn Jónsson. kvörðun hefði verið að ræða eða stefnubreytingu af hálfu Breta varðandi innflutning á freðfiskflökum. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Islands taldi að ekki ætti að fresta aðildarumsókn að EFTA vegna ákvörðunar Breta. Hann viðurkenndi þó að hagsmunir Islendinga kynnu að verða minni en ella ef Bretar ætluðu sér að halda sig við þessa 10% innflutnings- tolla en minnti á að alltaf væri hægt að semja. Ekki væri rétt að úti- loka neitt fyrr en vitað væri hvað í boði yrði og þá fyrst væri hægt að taka ákvörðun. EFTA-MÁLIÐ í HÖFN Svo fór að þann 12. nóvember árið 1968 samþykkti Alþingi með 35 atkvæðum gegn 14 að lögð yrði fram aðildarumsókn íslands að EFTA. Þann sama dag var send út aðildarumsókn og málið var tekið fyrir á ráðherrafundi EFTA-ráðsins í Vín 21.-22. nóvember 1968. Þórhalli Ásgeirssyni og Einari Benediktssyni var falið að annast samningsviðræðurnar við EFTA sem hófust í janúar 1969. Helstu reglur og skilyrði sem að íslendingum voru sett fyrir aðild að EFTA voru að verndartollar yrðu afnumdir af iðnaðarvörum frá EFTA-löndunum á 10 ára tímabili. Einnig skyldu gildandi höft á innflutningi iðnaðarvara frá EFTA-löndunum afnumin í áföngum. Gengið var að þessum kröfum, auk þess sem samið var um að Is- lendingar fengju undanþágu frá afnámi viðskiptahafta á nokkrum vörutegundum vegna viðskipta við lönd Austur-Evrópu. Einnig var veitt undanþága sem takmarkaði atvinnurekstrarákvæði út- lendinga í landinu. Eftir mikil fundahöld og skýrslugerðir um freð- fisksmálið í Bretlandi féllust Bretar á að felldur yrði niður 10% tollur á freðfiskflökum og takmarkanir á innflutningsmagni freð- fisks til Bretlands. Norðurlandaþjóðirnar veittu íslendingum mikla aðstoð í tengsl- um við aðildina að EFTA. Sökum þess hve markaðurinn á Norður- löndum var lítill fyrir íslenskar afurðir var gerður samningur um tollfrjálsan kvóta fyrir íslenskt lambakjöt á Norðurlöndunum. Einnig var stofnaður Norræni iðnþróunarsjóðurinn sem var ætlað að styrkja stöðu íslensks iðnaðar með auknu fjármagni til uppbygg- ingar og endurskipulagningar. Áhersla var lögð á að auka sam- vinnu á sviði iðnaðar og viðskipta milli íslands og hinna Norður- landanna. Samningaviðræðum íslands við EFTA lauk í október árið 1969 og skömmu síðar var kosið um það á Alþingi hvort ísland ætti að ger- ast aðili að samtökunum. Með tillögunni greiddu atkvæði 34 þing- menn stjórnarflokkanna, allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins auk þriggja þingmanna Alþýðubanda-lagsins. Á móti voru 7 atkvæði alþýðubandalagsmanna en 17 þingmenn Framsókn- ar-flokksins sátu hjá. Stjórnvöld hvers EFTA-ríkis samþykktu svo aðild íslands á næstu mánuðum og þann 1. mars 1970 öðlaðist samningurinn um aðild íslands að Fríverslunarsamtökum Evrópu gildi. Lúðvík Jósefsson. VRÓPU / U M HVAÐ V A R DEIIT? sagnir Argangur 04 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.