Sagnir - 01.06.2004, Page 31

Sagnir - 01.06.2004, Page 31
■ HRAFNHILDUR RAGNARSDÓTTIR tískan flokk Inga Lára hefur fyllt er erfitt að segja til um. Víst er að blöðin vildu skipa hana með íhaldsmönnum og ýtti samvinna Bandalags kvenna og Sjálfstjórnar undir þá trú. í kosningunum vitnaði Dagsbrún, blað jafnaðarmanna, í fund einn þar sem Inga Lára hafði látið þau orð falla að „það væru menn á lista Alþýðu- flokksins, sem væru óhæfir til þess að sitja í bæjarstjórn."37 Sam- kvæmt þessu hafði hún ekki mikla trú á forsvarsmönnum Alþýðu- flokksins en ekki er víst að þessi orð séu til marks um ímugust hennar á jafnaðarstefnunni sjálfri. Árið 1914 skrifaði Inga Lára grein um sænsku kvenréttindakonuna Ellen Key, sem hún hafði mikið dálæti á, og sagði frá hvernig hugur Key hefði beinst í átt að jafnaðarstefnunni þótt hún hafi ekki gengið í flokk jafnaðarmanna. Um og eftir 1880 hefðu gengið yfir miklir byltingartímar og rutt hefðu sér til rúms „tvær stefnur, hvor annari skyldar og báðar næsta þýðingarmiklar - jafnaðarmanna- og kvenfrelsisstefnan."38 í skrifum Ingu Láru í 19. júní kom einnig fram aðdáun á jafnaðar- stefnunni en fylgjendur þeirrar stefnu höfðu m.a. unnið að réttind- um kvenna í nágrannalöndunum. Hún þýddi greinar úr blaði sænskra jafnaðarkvenna og birti í blaði sínu og fylgdist vel með allri þróun og kvenréttindabaráttu þar í landi.39 Allt pólitískt starf kvennalistanna snerist um að bæta kjör kvenna og þeirra sem minna máttu sín. Ég tel því að ekki sé hægt að flokka sjónarmið Ingu Láru út frá hinni karllægu flokkaskiptingu og hún sýnir engin merki þess að falla undir neinn sérstakan flokk. Málefni kvenna voru hennar baráttumál fyrst og síðast og allt annað var aukaatriði. Næstu bæjarstjórnarkosningar voru haldnar árið 1922 og ollu úr- slit þeirra miklum vonbrigðum meðal kvenna. Þær tvær konur sem áttu sæti í bæjarstjórn urðu frá að hverfa og engin kona kom í stað þeirra. Víst er að konur áttu erfitt uppdráttar í bæjarstjóm en þegar þær tóku til máls var þeim veitt „hrottaleg ofanígjöf" og skammaðar fyrir heimtufrekju. Ekki bætti úr skák að borgarstjórinn sem gæta átti fyllsta hlutleysis var ekki hliðhollur konum* LANDSKJÖRIÐ 1922 - KONA KOSIN Á ALÞINGI í FYRSTA SINN Eftir kosningaúrslitin árið 1922 skrifaði Inga Lára í 19. júní að hinir pólitísku listar höfðu „sparkað“ konum af listunum. Meðal þeirra fimm fulltrúa sem frá áttu að fara vom tvær konur sem setið höfðu í tvö og fjögur ár. Önnur þeirra var Jónína Jónatansdóttir, ötull fylgismaður jafnaðarmanna og stofnandi og formaður lang- fjölmennasta kvenfélagsins, verkakvennafélagsins Framsóknar. Hin var Inga Lára sjálf sem setið hefði lengst af utan flokka. Bandalag kvenna hafði fyrir kosningar sent öllum listum í framboði áskorun um að setja konur svo ofarlega á lista hjá sér að þær kæmust líklega að. Svörin voru á þá leið að þegar væri búið að skipa menn á lista eða að enga konu hefðu þeir fundið er þeim líkaði.4' Inga Lára segir Bandalag kvenna hafa haldið fund með fulltrúa- ráði sínu og stjórnum allra kvenfélaganna nokkru fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar þegar ljóst var að engin kona myndi sitja í næstu bæjarstjórn. Á fundinum kom upp sú ósk að konur byðu fram sér- lista en engin ákvörðun var um það tekin heldur kosið í kosninga- nefnd. Horfið var frá þeirri hugmynd þar sem skammur tími var til stefnu og skorti þær þar að auki fjármagn. Nokkrum dögum fyrir kosningarnar boðaði kosninganefnd kvenna til almenns kvenna- fundar þar sem lýst var yfir óánægju með kosningafélög bæjarins og samþykkt var að undirbúa sig vel undir næstu kosningar. Inga Lára taldi nýafgengnar kosningar endurspegla vel viðhorf karl- mannanna. Þeir væru enn svo trúaðir á undirlægjuhátt kvenna að þeir ætluðust til að þær héldu áfram að vinna fyrir þá jafnvel eftir að þeim hefði verið sparkað.42 Fall kvenna úr bæjarstjórn var þannig helsti hvatinn að sérstöku framboði þeirra við landskjörið 1922. Allt bendir til þess að konur hafi átt sífellt erfiðara uppdráttar á hinu opinbera sviði. Kvenréttindakonur létu þó ekki deigan síga og buðu fram í sérframboði það ár, nú til Alþingis. Þær komu einum NNAR 19. JUNÍ / H V fulltrúa að, Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konu sem sest hefur á okkar háæruverðuga þing. Inga Lára og tímarit hennar 19. júní léku veigamikið hlutverk í kosningabaráttunni og var hún helsti stuðningsmaður Ingibjargar.43 Kvennaframboðið til Alþingis var í nafni áðurnefndrar kosninga- nefndar en ekki í nafni Bandalags kvenna. Kosningaaldur var bundinn við 35 ár. Kosið var um þrjá þingmenn til átta ára og fóru kosningarnar fram í júlí 1922. í byrjun voru skiptar skoðanir meðal kvenna um framboðið og ágreiningur varð við Kvenréttindafélagið sem fannst Bandalag kvenna ganga inn á sitt verksvið. Eftir að Ingibjörg komst inn á þing átti KRFÍ þó góða samvinnu við hana.44 Inga Lára var þegar farin að huga að kosningabaráttunni í ágúst 1921 þegar hún skrifaði í blað sitt að ef konur vildu leiða einhver málefni til sigurs þá yrðu þær að bindast samtökum. Nú höfðu kon- ur verið með kosningarétt og kjörgengi í sex ár: Á þeim tíma hafa farið fram kosningar bæði í kjördæmum og landskjör. En hvar voru konurnar? Hvergi. Jú, þær komu á kjör- fund og kusu menn, sem þær engan þátt höfðu átt í að yrðu í kjöri. Annað gátu þær ekki gjört. Með kjördæmaskiftingu þeirri sem nú er, er með öllu óhugsandi að kona nái kjöri í eins manns kjördæm- um, eða jafnvel tveggja. Öðru máli ætti að vera að gegna um lands- kjörið, eða kosningu í Reykjavík, nú eftir þingmannafjölgunina.45 Hér kemur a.m.k. ein skýring á framboði kvenna í landskjöri 1922 en þær töldu að fjölgun þingmanna yki möguleika þeirra. Inga Lára segir ennfremur að konur hljóti að vilja eigin fulltrúa á þing og óskar þess að konur taki kosningarnar til íhugunar og noti 19. júní til að ræða málið.46 Ekki er hægt að sjá að nokkur kona hafi sent inn grein um málið og engin umræða varð um framboð kvenna til Alþingis í næstu tölublöðum. Það gæti útskýrt hvers vegna Inga Lára birti þýdda grein úr blaði sænskra jafnaðarkvenna í marshefti sínu 1922 þar sem sagði að konur væru ekkert nema skylduræknin á heimilinu en gleymdu að rækja skyldu sína utan þess. Uppeldinu væri þar um að kenna. Ungum stúlkum væri um of beint að hjúskap en nú fari tala ógiftra kvenna sífellt hækkandi og konur þyrftu að huga betur að framtíðarstörfum sínum utan heimilis. Þar myndu þær kynnast þeim hindrunum sem yrðu á vegi þeirra í starfi og myndu þ.a.l. fá meiri áhuga á opinberum málum og löggjöf. Öll félagsmálalöggjöf væri þar að auki í ólagi og þar ættu konur að láta til sín taka.47 í sama hefti skrifaði Inga Lára grein þar sem hún spurði konur hvert stefndi. Konur hafi ekki nýtt aukin réttindi sín nógu vel og sagði hún það fara „um þetta eins og margt annað sem vinst án fyr- irhafnar þess er njóta á - vér möttum það ekki eins og skyldi. Rétt- indi þessi urðu ekki til að örfa krafta vora, vekja áhuga vorn né ábyrgðartilfinningu. Vér vöknuðum alls eigi við þá köllun, sem í þeim var fólgin.“48 Inga Lára var ekki ein um þá skoðun að konur hefðu fengið aukin réttindi fyrirhafnarlaust. Staðhæfingin á þó við engin rök að styðjast því íslenskar konur þurftu að berjast fyrir auknum réttindum en baráttan stóð ekki yfir eins lengi og í mörg- um öðrum löndum. Inga Lára rifjaði svo upp hinn mikla kosningasigur kvenna í bæj- arstjórnarkosningunum 1908 og sagði þar hafa verið tekin upp mörg nauðsynleg málefni sem ekki hefðu verið tekin upp ef karl- menn hefðu einir skipað bæjarstjórn. Engar konur sitji aftur á móti í bæjarstjórn nú og svo muni það verða a.m.k. næstu tvö árin, kon- ur standi því í sömu sporum og þær gerðu fyrir 1908: „Hvernig stendur á þeirri afturför?“ Inga Lára taldi fylgi við kvennalistana hafa farið dalandi því konur hafi ekki fylgt þeim nógu vel eftir. í staðinn hófu þær samvinnu með karlmönnunum sem ekki hafi gagnast konum sem skyldi. Frá sjónarmiði karla væru „konurnar ekki nógu fylgispakar í flokkapólitíkinni, sem þeir sjálfir fyrir- skipa.“49 Inga Lára taldi þetta konum til hróss en þá stóðu þær frammi fyrir þremur valkostum: „að ganga með í kjósendahjörð- inni hugsunarlaust eins og sauðkindin, sem fylgir forustusauðnum í ER VAR HÚN? SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.