Sagnir - 01.06.2004, Síða 40

Sagnir - 01.06.2004, Síða 40
HERNAMIÐ höfðu ráðið Albaníu frá 1938 en fréttinni lauk á þessum orðum: Brezkar fréttir gera sem mest úr þessari uppreisn Albaníumanna en varast að minna á að þegar Mussolini hertók Albaníu fyrir rúmu ári síðan, þá sá brezka stjórnin enga ástæðu til að láta neitt slettast upp á vinskapinn við Mussolini fyrir slíkt... Það er því auð- sjáanlega ekki umhyggjan fyrir frelsi Albaníumanna, sem brezku valdhafarnir láta sig varða.25 Það liggur við að tónninn í Þjóðviljanum sé fjandsamlegri Bretum en Þjóðverjum vegna þess að Þjóðviljinn sýndi Bretum mun meiri áhuga og þá sérstaklega frelsisbaráttu Indverja. Stöku sinnum voru þó fregnir um að andstaða gegn Þjóðverjum á meginlandinu fór vaxandi. Harðorðastur var Þjóðviljinn í garð Þjóðverja þegar ís- lenskum togurum var sökkt af þýskum kafbátum. Þá var talað um níðingsverk gegn vopnlausum skipum.26 Mun algengara er að sjá fréttir um kúgun og ofríki Breta á Indlandi. I febrúar 1941 má t.d. sjá á forsíðu Þjóðviljans þessar tvær fyrirsagnir hlið við hlið: „Nazistar herða kúgunartakið á hollenzku þjóðinni“ og „Bretar herða kúgunartakið á indversku þjóðinni.“27 Þessi samanburður á breskri stjóm á Indlandi og þýskri stjórn í Evrópu er ekkert eins- dæmi.28 I raun voru Bretar sakaðir um að vera hálfgerðir fasistar sem sögðust berjast fyrir lýðræði með annarri hendi en berja það svo niður með hinni. Þegar Þjóðviljinn deildi eitt sinn á aðgerðir Breta hér á landi var svo ritað: Það eru til Englendingar og íslenzkir þjónar þeirra sem verja slík- ar aðgerðir með því að England sé að berjast á móti fasismanum. Það er ekki hægt að blekkja neinn heilvita og heiðarlegan mann með slíkum þvættingi. Hver trúir því að það England sem kúgar 300 milljónir Indverja á fasistavísu - það England, sem hefur Chamberlain og Halifax, beztu hjálparhellur Hitlers og Mussolini, í stjórn, - sé að berjast á móti harðstjórn.25 Það liggur við að tónninn í Þjóðviljanum sé fjandsamlegri Bretum en Þjóðverjum vegna þess að Þjóðviljinn sýndi Bretum mun meiri áhuga og þá sérstaklega frelsis- baráttu Indverja. Svo mætti lengi áfram telja. Það er greinilegt að afstaða Þjóðvilj- ans til styrjaldaraðila var ekki vinveitt, hvorki gagnvart Bretum né Þjóðverjum. Afstaða Þjóðviljans til Breta var þó mun harðari enda í samræmi við stefnu Kominterns að kommúnistaflokkar Evrópu ættu að taka „harða afstöðu gegn Bretum og fordæmdu heims- valdastefnu þeirra.“* Víkur nú sögunni nánar að því. HATAST VIÐ HERNÁMIÐ „Brezkur her réðst á ísland í gær, hertók Reykjavík og ná- grenni.“31 Með þessari fyrirsögn hófst sambúðarsaga Þjóðviljans og breska setuliðsins en Þjóðviljinn tók með fyrirsögninni fjandsam- lega afstöðu gagnvart hernáminu og allri umsýslan hersins hér á landi. í leiðara sagði: „Með valdi hins sterka hefur brezkur her ráð- ist inn í land vort, rofið hlutleysi þess, troðið sjálfstæði vort undir fótum.“32 Þessi orð voru upphafið að langri baráttu sósíalista gegn setuliðinu. Þá má nefna að fljótlega eftir hernámið fór Þjóðviljinn að kvarta undan því að dvöl hersins í Reykjavík yki loftárásahættu á landið og herinn ætti því að víkja úr Reykjavík.33 Fréttir af samskiptum breskra hermanna og íslenskra kvenna voru sjaldnast birtar undir jákvæðum formerkjum.34 í pistlinum „Setuliðið og sundlaugarnar“ var t.d. kvartað undan framferði setuliðsmanna við konur í sundlaugum borgarinnar og jafnframt hvatt til þess að þær færu ekki í sund á sama tíma og hermenn. Fréttin leiddi til þess að breska herstjórnin mótmælti fréttaflutn- 38 SAGNIR 24 ÁRGANGUH 04 AFSTAÐA ÞJÓÐVILJANS ingi Þjóðviljans í fyrsta en ekki síðasta sinn.35 Engu að síður er at- hyglisvert hvað „ástandið" fékk lítinn sess á síðum blaðsins miðað við önnur málefni sem urðu tilefni til árekstra við herinn. Fyrsta stórmálið í samskiptum við herinn kom upp í ágúst 1940 þegar íslenskur rafvirkjanemi, Sigurður Finnbogason, var handtek- inn af breska hernum fyrir að starfrækja stuttbylgjustöð sem var ólöglegt samkvæmt íslenskum lögum. Stuttu seinna handtóku Bretar annan íslending, Þórhall Pálsson, fyrir sömu sakir. í byrjun september voru Sigurður og Þórhallur fluttir út til Englands. Þjóð- viljinn sagði þær aðfarir Breta vera „ósvífið réttarbrot" þar sem mennirnir hefðu gerst brotlegir við íslensk lög og ættu því að vera dæmdir á Islandi og mál þeirra rannsökuð af íslenskri lögreglu.36 Hver sá sem ekki krefðist þess væri sekur um „hrein og bein föður- landssvik."37 Stutt var í samlíkingar við fasisma: Brezka stjórnin vill fá menn til að trúa því að hún sé að berjast fyrir lýðræði, fyrir persónufrelsi og mannréttindum. Sjálf hefur hún nú látið ræna hér tveimur Islendingum og flytja af landi burt á sama hátt og Hitler hvað eftir annað hefur látið ræna andfasistum erlendis og flytja þá til Þýzkalands.38 Um svipað leyti kvartaði Þjóðviljinn undan kartöflukaupum Breta en þeim var einnig jafnað við ofbeldi og kúgun. Var það merki um litla „þjóðhollustu að selja Bretum kartöflur“ og nógu slæmt væri „það ranglæti sem við verðum við að búa frá hálfu Breta, þó ekki séu þeir látnir éta okkur á húsgang."39 Breska herstjórnin hélt í byrjun október fréttamannafund þar sem hún kvartaði sérstaklega undan fréttaflutningi Þjóðviljans og sagði hann til þess fallinn að skapa illindi milli breska setuliðsins og Islendinga." Þjóðviljamenn létu sér ekki segjast við þessar skammir heldur létu sér „vel líka það vottorð, sem stjórn innrásar- hersins gefur honum. Þjóðviljinn hefur aldrei búist við að hervald, sem traðkar rétt og sjálfstæði vort undir fótum væri ánægt með blað, sem ekki hvikaði frá málstað íslenzku þjóðarinnar."41 Þegar Bretar hófu flugvallargerð í Reykjavík mótmælti Þjóðviljinn enn og sagði flugvöllinn stórauka árásarhættu á Reykjavík og bætti svo um betur: „Enn á ný skal Bretum sagt það, að íslendingar líta á allt þeirra framferði hér sem ofbeldi og brot á þeim hugsjónum sem þeir sjálfir segjast vera að berjast fyrir.“42 Þjóðviljinn kvartaði mjög undan bretavinnunni og taldi hana ekki mannsæmandi Ekkert handtak sem unnið væri í bretavinnunni væri þjóðinni í hag. Blaðið kvartaði undan opnum bflum sem not- aðir voru til flutninga, kvartaði undan lélegri aðstöðu vinnumanna við vinnuna en kvartaði undan uppsögnum um leið og sagði þær vera pólitísks eðlis.43 Einna verst varð þó orrahríðin vegna Spitfire- málsins en þá ætlaði breski herinn að nýta sér vinsældir Spitfire- flugvélarinnar eftir orrustuna um Bretland til þess að selja happ- drættismiða þar sem ágóðinn færi til kaupa á einni slíkri. Hins vegar var ólöglegt að starfrækja hér happdrætti án samþykkis ríkisstjórnar- innar. Þjóðviljinn blés málið út á forsíðu og lét að því liggja að ef verkamenn í Bretavinnunni keyptu ekki happdrættismiða þá yrðu þeir reknir: Kúgun sú, sem brezka herstjómin hér sýnir, er því alveg opinber og ófyrirleitin. Ef íslenzkir verkamenn dirfast að mögla við því að láta fé sitt í herkostnað til Breta, þá er uppsögn yfirvofandi... ís- lendingar eiga ekki að taka þátt í herkostnaði Breta. Brezka auð- valdið getur sjálft kostað sitt stríð. Með fjársöfnun hér til kaupa á flugvél handa brezka flugflotanum er beinlínis verið að gera ís- lendinga að hernaðaraðiljum, það er verið að fá þá sjálfa til að brjóta hlutleysi landsins.44 Stærsta átakamálið milli Þjóðviljans og setuliðsins breska var án efa dreifibréfs-málið svokallaða. Þegar Verkamannafélagið Dags- brún hóf allsherjarverkfall í janúar 1941 ákváðu sósíalistar að vél- rita og dreifa miða meðal breskra hermanna í því skyni að fræða þá um verkfallið. I lok dreifibréfsins stóð hins vegar þessi klausa: Hvað getið þið gert? Ef ykkur er skipað að framkvæma verk í TIL STÓRVELDA í SEINNI HEIMSST11'
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.