Sagnir - 01.06.2004, Page 50

Sagnir - 01.06.2004, Page 50
RÁÐHERRA OG LANDRITARI yrði ráðherra eftir að nýja stjórnarskráin gengi í gildi.47 Klemens taldi sjálfur að eftir dauða Benedikts Sveinssonar á miðju þingi 1899 hafi hann verið foringi þingsins út það þing.48 Hann hafði ver- ið forseti neðri deildar síðustu þrjú þingin og fannst honum því Að sögn Klemensar hafði Ólafur skrif- að honum og Þórhalli Bjarnarsyni, sýslumanni Borgfirðinga, og beðið þá að komast að því í „kyrrþey", hvort hann ætti fylgi að fagna í flokkunum. geta „vel búist við að verða skipaðaður ráðherra, að Ólafi Hall- dórssyni frágengnum..."4’ Hins vegar hafði hann vakið tortryggni meðal sumra samflokksmanna sinna vegna áhuga hans á að stofna nýjan flokk sem mundi sameina andstæðingana, og víst er að hann gat ekki fylgt Heimastjórnarflokknum í öllum málum. Þetta varð ekki til þess að auka vinsældir hans í flokknum. Víst er að Alberti hafði boðið Ólafi, skrifstofustjóra í íslensku stjórnardeildinni í Kaupmannahöfn, ráðherratignina fyrir þing 1903. Ólafur vildi gjarnan þiggja hana.50 Að sögn Klemensar hafði Ólafur skrifað honum og Þórhalli Bjarnarsyni, sýslumanni Borg- firðinga, og beðið þá að komast að því í „kyrrþey“, hvort hann ætti fylgi að fagna í flokkunum. Niðurstaðan var sú að „það var ekki nærri því komandi, hvorugur flokkurinn vildi aðhyllast hann.“ Ólafur neitaði þá „afdráttarlaust“ að taka að sér ráðherraembætt- ið. Að sögn Klemensar gerði hann „enga tilraun til þess að ná í embættið. Hinsvegar hafði Hannes allar klær úti til að ná í ráðherratignina." Eftir að Ólafur var úr leik hafði Hannes verið valinn ráðherrra, „en með því skilyrði, svo er óhætt að orða það, að hann tæki mig sem landritara, og að því gekk Hannes óðara...“ skrifaði Klemens.51 Klemens hefði sjálfsagt þegið ráðherratignina eins og flestir aðrir þingmenn Heimastjórnar- flokksins. Hann átti eftir að þiggja ráðherraembætti síðar á ævinni. Talsvert önnur mynd af þessari atburðarás birtist hjá Hannesi Þorsteinssyni, sem var enginn vinur þeirra bræðra, Klemensar og Finns. Að sögn hans hafði Hannes sagt kunningjum sínum: að dr. Finnur hafi róið ákaft í stjórnina ytra að gera Klemens bróður hans að ráðherra, en því hefði orðið afstýrt á þann hátt, að Hannes varð að skuldbinda sig til að taka hann fyrir landritara og kvaðst vera óánægður með það, en annars hefði ekki verið kostur. Hannes Þorsteinsson heldur áfram:52 Það hefði því fallið mörgum illa að fá hann [Klemens] fyrir ráð- herra, og þótti nógu leitt, að Hannes varð að taka hann sem land- ritara, enda varð víst samvinnan milli þeirra aldrei með fullum trúnaði að því er mér þóttist skynja. í bréfum Hannesar til Klemensar hér að framan kemur allt önnur mynd fram, hann vill endilega fá hann sem landritara. Enda, hvernig sem honum hefur verið innanbrjósts, er ekki hægt að búast við öðru. Sjálfur skrifaði Klemens að: sagt var að Hannesi hafi ekki verið meiri en svo um það gefið að fá mig, og víst er um það, að þetta var mjög á móti höfðingjaklíkunni í Reykjavík ... Samvinna okkar Hannesar var optast mjög góð, hann fór sjaldan bak við mig, en þó kom það fyrir... Síðar skrifaði hann eftir að Hannes lét af embætti: „Við skildum samvinnuna með besta samkomulagi og höfum verið bestu vinir síðan.“53 Árið 1903áttu eftir að verða átök innan flokkksins varðandi hver skyldi verða ráðhera. Þá var Alberti sent bréf , þar sem allir voru taldir upp sem í Heimastjórnarflokknum væru og sú ósk framborin að Alberti veldi ráðherra úr þeim flokki sem hefði meirihluta á Al- þingi. Þetta er upphaf þingræðis á Islandi.54 ÞINGMENNSKAN - VONBRIGÐI Klemens var mjög tregur, eins og kemur fram í bréfunum, að leggja niður þingmennskuna sem var honum „harla kær“ og ekki var það að skapi Klemensar „að þjóna hinum og þessum ráðherr- um.“ Virðist hann, eftir að hafa litið yfir farinn veg, hafa séð eftir því að taka þetta embætti: hefði mig grunað þá, að jeg yrði fyrir öðrum eins vonbrigðum jafnvel í Hannesar tíð, en einkum og sjer í lagi í tíð Björns Jónsson- ar, og að staða mín yrði eins örðug og hún varð, hefði ég aldrei tek- ið í mál að taka landritarastarfið að mér. Embættisstörfin í Eyjafirði voru honum „kærust“ og hann sá eftir því að hafa yfirgefið héraðið „þótt hærra embætti væri í boði.“55 Hallgrímur Hallgrímsson, ævisagnaritari hans, er sammála Klem- ensi í túlkun sinni: „Líklega mun Klemens þó ekki hafa unað sér við landritaraembættið. Hann varð að leggja niður þingmennsku ..." Mun Klemens ekki hafa kunnað vel þeirri hlutleysisafstöðu í stjórnmálunum, er embættinu fylgdi, enda var hún eigi eðlileg skapi hans.56 Hann hafði verið „atkvæðamaður á alþingi“ en senni- lega ekki notið sín „eins vel sem þingmaður og sem embættismað- ur.“ Klemensi er svo lýst:57 Hann var mikill vexti og rammur að afli öllu hinn höfðinglegasti ásýndum og þótti mjög sópa að honum og hann var yfirvaldslegri en almennt gerist. Er það haft eftir þýzkum ferðamönnum, er sáu hann, að hann líktist mest prússneskum liðsforingja að útliti og framgöngu. Hann hafði sterka rödd og var hinn áheyrilegasti ræðu- maður. Þegar Klemens var sýslumaður í Eyjarfirði, samdi hann sig mjög að siðum bænda á ýmsan hátt, og líkaði það vel. Hann var gleði- maður mikill og sló ekki hendinni á móti gæðum lífsins. Hann tók jafnan mikinn þátt í veizlum og samkvæmum, en hann var þó fyrst og fremst sívinnandi starfsmaður. Klemens Jónsson gegndi landritaraembættinu í þrettán ár, öll þau ár sem embættið var við lýði. Það var lagt niður árið 1917 þegar fyrsta þriggja ráðherra stjórnin var skipuð. Klemens sneri sér þá að fræðistörfum en síðan aftur að þingmennsku. Hann var þingmaður Rangæinga 1923-27, atvinnumála-og samgöngumála 1922-24 og fjármálaráðherra 1923-24. En fyrst og fremst var hann embættis- maðurinn, landritarinn á heimastjórnartímabilinu. vísanir 1 Þessi grein er að stofni til eins og sú sem birt var í Morgimblaðinu 1. febrúar 2004 í sérblaði, Morgun- blaðið. Heimastjórn 100 ára. Sagnfræðinemar skulu hafa það í huga við lestur greinarinnar að höfundur er barnabarn Klemensar Jónssonar. 2 í ísafold stóð t.d. að margir hefðu verið óánægðir með að fá Hannes en : „Sannleikurinn er sem sé sá, að fulltrúar þjóðarinnar á síðasta þingi gátu ekki komið sér saman um neitt ráðherraefni...", Berg- steinn Jónsson, Tryggvi Gunnarsson. Athafnamaður og bankastjóri, IV. bindi. Reykjavík, 1990, bls. 480. 3 Kristján Albertsson, Hannes Hafstein. Æfisaga, I. bindi, II. útgáfa, Reykjavík, 1985, bls. 332. 4 Sama heimild, bls. 357. 5 Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson, ís- landssaga til okkar daga, Reykjavík, 1991, bls. 321. Sjá ennfremur Kristján Albertsson, Hannes Haf- stein, 1. bindi, bls. 356-58. 48 ÍAGNIR 24 ÁRGANGUR 04 AFSTAÐA ÞJOÐVILJANS TIL STÓRVELDA í SEINNI HEIMSST'j
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.