Sagnir - 01.06.2004, Page 54

Sagnir - 01.06.2004, Page 54
UNDANHALD SAMKVÆMT ÁÆTLUN hefðu áður gert í Austur-Evrópulöndunum. Aðeins væri hægt að fallast á þetta ef fram færu frjálsar kosningar í öllu landinu. Slíkt gæti í raun aldrei átt sér stað í Norður-Víetnam og þ.a.l. væri þessi leið ófær.17 Styrmir sagðist hafa greint ritstjórum Morgunblaðsins frá tilfinn- ingu sinni fyrir Víetnamstríðinu þegar heim var komið og að upp frá því hafi blaðið smátt og smátt breytt um tón. Það hafi orðið að eiga sér stað hægt og rólega þar sem afstaða blaðsins í Víetnam- stríðinu hafi verið hluti af átökum Morgunblaðsins og Þjóðviljans og þar með baráttu Sjálfstæðisflokksins og Alþýðubandalagsins: „Það mátti ekki lýsa því yfir allt í einu að þetta stríð væri skandall.“'8 Þrátt fyrir þann pólitíska þrýsting sem af þessari stöðu hlaut að leiða segist Óli Tynes aldrei hafa orðið var við neina pressu frá ritstjórum blaðsins og heldur engan skoðanaágreining meðal blaðamanna Morgunblaðsins vegna Víetnamstríðsins.19 Af þeim vitnisburði að dæma var ekki þörf á slíkum þrýstingi. Persónuleg sinnaskipti Styrmis eru hugsanlega skýringin á því Á þessu tímabili var mikil togstreita milli stjórnmálamanna og herforingja í Bandaríkjunum um hvaða leiðir skyldi fara í Víetnamstríðinu. Sama togstreita einkenndi stefnu Morgunblaðsins haustið 1967. hversu óljós afstaða Morgunblaðsins virðist hafa verið frá degi til dags haustið 1967. Blaðið hafði augljóslega samúð með Robert McNamara, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem sagði loft- árásir aldrei geta skilað sigri í stríðinu og tók greinilega afstöðu með honum gegn herforingjum flotans sem vildu stórauka sprengjuregnið.20 Á hinn bóginn tók það undir með þeim leiðtogum Asíuríkja sem vildu halda lofthernaðinum áfram og vísaði til þess að þeir sem nær átökunum byggju gerðu sér „raunsærri grein fyrir málunum" en til dæmis almenningur í Bandaríkjunum og Evrópu sem talaði gegn stríðinu.21 Á þessu tímabili var mikil togstreita milli stjórnmálamanna og herforingja í Bandaríkjunum um hvaða leiðir skyldi fara í Víetnam- stríðinu. Sama togstreita einkenndi stefnu Morgunblaðsins haustið 1967. Vera má að hér hafi kallast á ritstjórar og blaðamaður sem hafði fengið nýja sýn á málið. Kannski var það hluti af hinu skipu- lagða undanhaldi að taka afstöðu með stjórnmálaleiðtogunum gegn hershöfðingjunum án þess að minnast á neina millileið. TEYGÐI TET-SÓKNIN SIG TIL ÍSLANDS? Að kvöldi 30. janúar 1968, þegar hefðbundinn nýársfagnaður Ví- etnama stóð yfir, hóf Viet Minh gríðarlega sókn og réðst á allar helstu borgir og bæi í Suður-Víetnam. Þessi leiftursókn varð hreyf- ingunni afar dýr en talið er að hún hafi þá misst um 50 þúsund manns auk gríðarlegs magns af hergögnum. Mannfallið í Banda- ríkjaher var um 2000 hermenn og tvöfalt meira í liði Suður-Ví- etnama.22 Þar að auki tapaði Viet Minh aftur flestum þeim svæðum sem hún náði með þessari leiftursókn og vonir um stjórnarbyltingu í Saigon brugðust algerlega. Viet Minh vann hins vegar sinn mikilvægasta áróðurslega og sál- fræðilega sigur með Tet-sókninni sem var kennd við nýárið. Flestir fjölmiðlar töldu atburðina sýna að staðhæfingar hershöfðingja um hernaðarlega yfirburði Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Suður-Víetnam ættu ekki við rök að styðjast. Tet-sóknin varð stjórnvöldum í Bandaríkjunum reiðarslag og jafnframt mikill álits- hnekkir. Sjálft sendiráð þeirra í Saigon varð fyrir árás og skæruliðar Viet Minh héldu því um stundarsakir. Þrátt fyrir að hersveitir Bandaríkjanna og Suður-Víetnama næðu að hrinda sókninni töp- uðu þær orrustunni í fjölmiðlum.23 52 SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04MORGUNBLAÐ Morgunblaðinu var brugðið í kjölfar Tet-sóknarinnar. í leiðara 2. febrúar 1968 sagði blaðið að þrátt fyrir látlausar sprengjuárásir á Norður-Víetnam og baráttu Bandaríkjamanna í Suður-Víetnam væri hernaðarstyrkur kommúnista enn mikill. Einnig væri ljóst að álitshnekkir Bandaríkjamanna væri mikill. Spurt var hvemig Bandaríkin gætu sannfært bændur í Suður-Víetnam um gildi vernd- ar þeirra fyrir ásælni kommúnista fyrst þeir gætu ekki varið sitt eig- ið sendiráð.24 Tveimur dögum seinna sagði Morgunblaðið að at- burðirnir sýndu að mat helstu sérfræðinga á hernaðarlegu stöðunni í Víetnam hefði hugsanlega ekki verið rétt. Ljóst væri eftir sókn kommúnista að þeir byggju enn yfir miklum styrk og að loftárásir á Norður-Víetnam hefðu ekki skilað tilætluðum árangri. Óttast var að reiði almennings í Bandaríkjunum vegna hinnar niðurlægjandi sóknar myndi kalla á aukinn þunga í hernaðaraðgerðum Banda- ríkjamanna. Um framhaldið sagði Morgunblaðið: Það sem mestu máli skiptir í Víetnam nú sem fyrr er að koma á vopnahléi en til þess að það megi takast þarf að finna sameiginleg- an grundvöll, sem hinir stríðandi aðilar geti mætzt á.25 Ekki þarf að efast um að sá sem hér hélt á penna hafði misst trúna á að Bandaríkin gætu unnið sigur í stríðinu um Víetnam. Hvernig stóð á þessum viðsnúningi frá árinu 1966? Ljóst er að andstaðan við stefnu Bandaríkjamanna í stríðinu hafði aukist á íslandi. Mun meira bar á þeirri mótspyrnu árið 1968 m.a. í gegnum Víetnamnefndina sem stofnuð var formlega á íslandi í apr- fl 1967 en innan Víetnamnefndarinnar ríkti ekki einhugur um hvernig og hverju bæri að mótmæla.26 Morgunblaðið sparaði ekki höggin á Víetnamnefndina og talaði um „nytsama sakleysingja" sem létu misnota sig. Styrmir Gunnarsson sagði að Víetnamnefnd- in og aðrir slíkir hópar hafi aldrei haft áhrif á afstöðu blaðsins held- ur hafi Morgunblaðið litið á þá sem hver önnur kommúnistasam- tök en ekki alvöru andstæðinga. Það var aðeins ef ritstjórum blaðs- ins fannst sem sjónarmið samtaka á borð við Víetnamnefndina hefðu einhver umtalsverð áhrif á almenningsálitið sem þeir brugð- ust við vegna hagsmuna Sjálfstæðisflokksins, vitandi að stefna blaðsins var lesin sem stefna flokksins.27 í ljósi þessa verður að draga þá ályktun að Tet-sóknin hafi rofið dálítil skörð í víglínu Morgunblaðsins sem var veikari eftir Banda- ríkjaför Styrmis en áður. Ritstjórninni var ljóst að Bandaríkjamenn gætu allt eins tapað stríðinu. Þess vegna er skiljanlegt að slegið væri á lægri nótur og talað um samningsgrundvöll sem báðir aðilar gætu sætt sig við í stað þess að Norður-Víetnamar yrðu að taka þeim samningum sem þeim byðust. FRIÐARBOÐ JOHNSONS OG NIXONS I byrjun aprfl árið 1968 tilkynnti Lyndon B. Johnson að loftárásir á Norður-Víetnam yrðu stöðvaðar, að frátöldum árásum á birgða- leiðir Viet Minh á hlutlausa beltinu, og að hann myndi ekki bjóða sig fram til forseta aftur. Að sögn gerði hann þetta til að enginn vafi léki á friðarvilja hans. Hann vildi að friðartilboðum hans yrði ekki tekið sem tilraun til þess að ná yfirhöndinni í kosningabaráttu í Bandaríkjunum heldur sem einlægum friðarvilja. Morgunblaðið fagnaði mjög tilkynningu Johnsons og lýsti henni sem hetjulegri og óeigingjarnri. Blaðið sagði jafnframt að ef stjórnvöld í Norður-Ví- etnam tækju ekki þessu boði yrði næsti forseti Bandaríkjanna knú- inn til að magna enn styrjöldina.28 í kjölfar yfirlýsingar Johnsons lýsti stjórnin í Hanoi sig fúsa til við- ræðna og jafnframt breyttust skilyrðin fyrir því að viðræður færu af stað. Stjórnin sagðist t.d. sætta sig við að Viet Minh yrðu veitt ein- hver pólitísk áhrif í Suður-Víetnam. í grein sem birtist í Morgun- blaðinu í apríl 1968 fór Stanley Karnow yfir stöðuna og velti fyrir sér hvert markmið Hanoi-stjórnarinnar væri með þessu. Karnow taldi hana ætla sér að endurtaka leikinn frá árinu 1953 þegar Ho Chi Minh hafði stungið upp á viðræðum í Genf. Þá höfðu Viet Minh hernaðarlegt frumkvæði og úrslitaorrustan hafði ekki farið OG VÍETNAM 1967
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.