Sagnir - 01.06.2004, Page 64
ORLAGASAGA
ÚR ÍSLENSKRI SVEIT
Erfiðlega hefur gengið fyrir Arnbjörgu að fóta sig innandyra vegna blindu sinnar.
LEYFI VEITT TIL SKILNAÐAR AÐ BORÐI OG
SÆNG
Vegna Napóleonsstyrjalda dróst afgreiðsla málsins á langinn og
eftir brottför Jörundar hundadagakonungs frá íslandi árið 1809 var
Magnús Stephensen skipaður í embætti stiftamtmanns. Hann veitti
Jóni og Ambjörgu leyfi til skilnaðar að borði og sæng í apríl 1810
og setti eftirfarandi skilmála varðandi framfærslu Arnbjargar:
Bágborið ástand heimilisins og ýkt
barnaómegð lýsti örvæntingu fjölskyld-
unnar en örlög þeirra voru undir því
komin að þau hefðu dygga ráðskonu sem
gat annast bæði Arnbjörgu og bömin.
At han forsörger sin Kone og fælles Börn vel og personligen,
saalænge hun forventer fælles Boe udskiftet og deres Ægteskab
aldeles ophævet eller Boet kommer til lovlig Skifte og Deling.32
Jón fékk því aðeins leyfi til skilnaðar að borði og sæng en slíkt
leyfi veitti honum ekki rétt til að kvænast aftur. Fyrst varð hann að
fá lögskilnað sem fékst eingöngu með því að fara dómstólaleiðina
með áðurnefndum ástæðum en konungur einn gat þó veitt slík leyfi
eins og áður segir.
JÓN SKRIFAR TIL DANAKONUNGS
I október 1810 skrifaði Jón því bréf til konungs þar sem hann bað
um allranáðarsamlegt leyfi til að mega skilja við konu sína og gift-
ast ráðskonu sinni, Guðrúnu Oddsdóttur, sem verið hafði konu
hans og börnum svo góð. Jón gerði í fyrstu grein fyrir fengnu leyfi
frá amtmanni um skilnað að borði og sæng við Arnbjörgu konu
sína og vitnaði síðan í samkomulag þeirra hjóna um að hann mætti
giftast ráðskonu sinni ef hann lofaði að framfæra konu sína til
dauðadags. Jón sagðist ekki geta séð að það væri á móti náttúruleg-
um lögum að halda tvær konur á heimilinu svo framarlega sem þær
væru báðar samþykkar því og lofi hann að framfæra þær báðar."
Meðfylgjandi var einnig bréf sýslulæknisins sem vottaði hið dap-
urlega heilsufar Arnbjargar og afrit af leyfisbréfi Magnúsar Steph-
ensen, frá árinu 1810, fyrir aðskilnaði að borði og sæng að
ógleymdum samningi þeirra hjóna.
Bágborið ástand heimilisins og ýkt barnaómegð lýsti örvæntingu
fjölskyldunnar en örlög þeirra voru undir því komin að þau hefðu
dygga ráðskonu sem gat annast bæði Arnbjörgu og börnin. Ef svo
færi að þau misstu ráðskonuna stæðu þau frammi fyrir þeim mögu-
leika að búið yrði bjargþrota og fjölskyldan myndi lenda sundruð á
sveitinni. Sveitastjórnir höfðu samkvæmt lögum rétt til að ráðskast
með ómaga en á 18. og 19. öld var mjög algengt að fjölskyldur væru
leystar upp ef þær urðu bjargþrota. Sagnfræðingurinn Gísli Ágúst
Gunnlaugsson telur að neikvætt viðhorf almennings til
62 SAGNIR 24 ÁRGANGUR '04 H
ÓNASKILNAÐUR
Á F Y R R
H L U T A
9
A