Sagnir - 01.06.2004, Page 69

Sagnir - 01.06.2004, Page 69
víða við á byggingarmarkaðnum, en undir lok áratugarins var fyrir- tækið lýst gjaldþrota.10 Islendingar höfðu fylgst með því hvernig nágrannaþjóðirnar reistu stór íbúðahverfi eftir lok síðari heimsstyrjaldar. Þar voru að- ferðum fjöldaframleiðslu beitt til að útrýma húsnæðisvanda eftir- stríðsáranna. Hérlendis stóðu menn fastir í handverksaðferðum og áhersla var lögð á að menn byggðu sjálfir yfir sig. Verktakafyrir- tækið Breiðholt h/f sem stóð að byggingu flestra húsanna í Fella- hverfinu var brautryðjandi á sviði nýrra byggingaraðferða þar sem t.d. færanlegir byggingarkranar á teinum voru notaðir í fyrsta sinn. Fljótlega kom fram gagnrýni á þær einhæfu byggingaraðferðir sem nýttar voru við byggingu blokkanna í Fellahverfinu, en þær voru notaðar bæði í Austur- og Vestur Evrópu. Flestar blokkirnar urðu fyrir vikið keimlíkar og hverfið fékk á sig neikvæðan stimpil, blokkirnar voru sagðar líkjast minkabúum og vera steypuklefar fyrir verkalýðinn." FJÖLDAFRAMLEIÐSLA Á ÍBÚÐARHÚSNÆÐI Byggingarframkvæmdir í Fellahverfinu hófust haustið 1969 og í árslok 1970 voru fyrstu íbúðirnar á vegum FB afhentar. Næstu ár var haldið áfram og var framkvæmdum þar að mestu lokið árið 1975. Á rúmlega 5 árum voru byggðar 886 íbúðir í 18 fjölbýlishús- um.“ Skipulagshöfundar hverfisins og arkitektar ákváðu að hanna langar blokkir sem væru án uppbrota þannig að hægt væri að beita byggingarkrönum á hagkvæmari máta. Hámarkssparnaður átti svo að nást með því að byggja eftir endilöngu hverfinu lengsta hús á ís- landi sem skyldi vera 320 m langt fjölbýlishús með 200 tveggja og þriggja herbergja íbúðum. Áætlaður íbúafjöldi í húsinu var 700-800 rnanns.'3 Guðmundur J. Guðmundsson sagði í ævisögu sinni að margt hafi gengið á afturfótunum við byggingu Breiðholtsins: Húsin reyndust misjafnlega og margvísleg mistök voru gerð við framkvæmdirnar. Mestu mistökin voru líklega að byggja lönguvit- leysuna í Fellahverfinu. Það var sérviska arkitekta sem vildu byggja lengstu blokk á Norðurlöndum. Byggðin í Efra-Breiðholti er alltof þétt og það stórspillti hverfinu. í raun voru þetta stórfurðuleg mistök hjá arkitektunum því þeir höfðu miklu meira landrými í efra en neðra hverfinu. Ýmsu var ábótavant til að byrja með í Fellahverfinu, gangstígar, leiktæki og þjónusta voru oft seint á ferð i hverfinu. Guðmundur hélt áfram og sagði að í „stað fallegs hverfis kom ljótt hverfi. En byggingarhraðinn var mikill og það skipti máli. Þetta gjörbreytti öllu ástandi í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæð- inu.“14 Við steypuvinnuna voru notuð ný dönsk stálmót sem ekki þurfti að eyða miklum tíma í að slá upp. Innveggir og loft voru steypt í sérstökum einangruðum stálmótum, sem gerði það að verkum að hægt var að vinna við þau í frosti. Útveggir voru úr steyptum ein- ingum sem höfðu verið forsteyptar í verksmiðju og komu því á staðinn fullfrágengnar og tilbúnar til uppsetningar. Með þessari nýju tegund stálmóta, ásamt því að nota hraðsement í steypuna, var hægt að stytta byggingartímann til muna. Umhverfis blokkirnar voru síðan lagðir teinar og á þeim gengu kranar sem notaðir voru til að færa mótin til og koma blautsteypunni á sinn stað.15 Þessi nýja byggingartækni, fjöldaframleiðsla steypueininganna og notkun stálmótanna þótti merkilegur áfangi í atvinnusögu íslend- inga. Þeir voru þriðja þjóðin í heiminum sem tók að nota dönsku stálmótin áður en full reynsla var fengin af þeim. En þau reyndust vel við íslenskar vetraraðstæður. Þessi nýja tækni varð til þess að koma meiri festu á atvinnulífið. Hægt var að vinna að byggingar- framkvæmdum árið um kring, sem gerði það að verkum að eftir- spurn eftir iðnaðarmönnum minnkaði á sumrin og tryggði þeim jafnframt öruggari vinnu yfir vetrartímann.16 ÚTHLUTUN ÍBÚÐANNA Um sumarið 1970 lauk úthlutun 100 íbúða en ríflega 300 umsókn- ir bárust. íbúðirnar hefðu þurft að vera a.m.k. 150 til þess að full- nægja eftirspurn þeirra umsækjenda sem höfðu mesta þörf fyrir nýtt húsnæði. Af umsækjendunum var áberandi mikið af ungum hjónum með kornabörn, en einnig var talsvert af eldri hjónum. Þarna fengu húsnæði margir sem hefðu á engan hátt komist af eig- in rammleik í viðunandi húsnæði.17 Kaupendur íbúðanna áttu að greiða 20% kostnaðarverðs í fjórum jöfnum afborgunum fyrstu fjögur árin, en 80% kostnaðarverðsins var í formi íbúðaláns til 33 íbúum Fellahverfisins fjölgaði því hratt á skömmum tíma, en verslanir, skólar og önnur þjónusta voru seinna á ferð. ára sem fylgdi hverri íbúð.18 Húsnæðiskostnaður í húsum FB var minni en almennt tíðkaðist á þessum tímum. Þannig hafði stór hóp- ur Reykvíkinga fengið þá kjarabót sem að var stefnt, að aðstoða láglaunafólk við að eignast íbúð með góðum lánskjörum.19 Sumarið 1972 var búið að úthluta 599 íbúðum af þeim 1250 sem átti að byggja. Þá voru 600 umsækjendur um þær 94 íbúðir sem í boði voru.20 Stuttu fyrir jól voru síðustu íbúðir úr fjórða áfanga Fellahverfisins afhentar. Með fjórða áfanga er átt við blokkirnar við Völvufell og Unufell en þá hafði FB afhent alls 707 íbúðir. í maí sama ár var byrjað á uppsteypu í stálmót á fimmta áfanga eða 320 m langri blokk sem í voru 200 tveggja og þriggja hebergja íbúð- ir. Húsið stendur við Fannarfell, Gyðufell og Iðufell með alls 20 stigagöngum. Áætlað var að uppsteypuninni lyki á árinu en tafir urðu á verkinu vegna verkfalls rafvirkja svo ekki tókst að ljúka nema um 90% af uppsteypu hússins fyrir áramót.21 Með því að skoða þetta eina ár má glöggt sjá þvflíkur hraði var á verkinu hjá FB að geta afhent 300 íbúðir á einu ári. Gríðarleg eftirspurn var þó enn eftir íbúðum þrátt fyrir byggingarhraðann. íbúum Fellahverfis- ins fjölgaði því hratt á skömmum tíma, en verslanir, skólar og önn- ur þjónusta voru seinna á ferð. SVEFNHVERFI EÐA ÚTHVERFI? Þann 20. nóvember 1969 var haldinn fundur í borgarstjórn og í fundargerðinni kom eftirfarandi fram: Borgarstjórn er ljós nauðsyn þess, að sem bezt sé búið að þeim borgarhverfum, sem reist eru í verulegri fjarlægð frá aðalkjarna borgarinnar. Telur borgarstjórnin, að slík hverfi eigi ekki að vera einungis dvalar- og svefnstaðir fólksins, sem þar býr, heldur beri að stefna að því, að þau geti orðið samfélagslegar einingar, sem séu sjálfum sér nógar að vissu marki, með því að þar sé séð fyrir nokkrum atvinnumöguleikum og þó sérstaklega félagslegum og menningarlegum þörfum íbúanna.22 Til þess að fullnægja félagslegum og menningarlegum þörfum íbúa Árbæjar- og Breiðholtshverfanna vildi borgarstjórnin „stuðla, með forustu sinni og fjárframlögum, að byggingu ... menningar- og félagsmiðstöðva í báðum þessum fjölmennu fbúðahverfum, svo fljótt sem auðið er...“2-’ Af þessu má sjá að hugur borgarstjórnar var sá að koma í veg fyrir að hverfin myndu einangrast og verða ein- göngu svefnhverfi. En svo er að sjá að lítið hafi verið gert til þess fjórum árum síðar, þann 4. október 1973. Þá lagði Alfreð Þorsteins- FELLAPAKKIÐ í GETTÓINU" sagnir 24 árgangur 04 67
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.