Sagnir - 01.06.2004, Side 71

Sagnir - 01.06.2004, Side 71
■ BRAGIBERGSSON tala um Efra-Breiðholtið og aðallega Fellahverfið ekki síst vegna þess hve einsleitt það var. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands íslands og Verkamannafélagsins Dagsbrúnar til margra ára, sagði að það hefði sérstaklega verið Vísir sem birti hrikalegar árásir á þessa framkvæmd. Byggingarframkvæmd þessi hafi hins vegar haft mjög mikil áhrif á húsnæðisverðið á markaðnum og þau öfl sem hefðu þar hagsmuna að gæta „veltu sér því upp úr öllum vandræð- um, blésu þau upp og létu öllum illum látum."28 Menn byrjuðu snemma að kalla hverfið nöfnum eins og „Gólanhæðir" og „Gasa- svæðið" og var staðsetningarinnar sérstaklega getið í blöðum þegar ofbeldisverk voru framin í Breiðholtinu. Aftur á móti ef sambæri- legur atburður átti sér stað annar staðar í borginni var aðeins sagt að hann hefði gerst í Reykjavík. Guðmundur sagðist þá ekki vera viss um hvernig á þessu stæði en gaf þó í skyn að þetta væru „ein- hverjir fortíðarfjötrar fjölmiðlanna og þeir virðast alltaf þurfa ein- hvern blóraböggul."29 Árið 1971 lýsti Ólafur Ragnar Grímsson þeim áhyggjum sínum að á íslandi væri að verða til stéttskipt þjóðfélag. Hann óttaðist að með byggingu Breiðholtshverfanna væri verið að safna saman þeim lægst launuðu til þess að búa í þessum hverfum en hinir efna- meiri byggju annar staðar. Hann sagðist hafa tekið eftir þessari þróun í skemmtanahúsum borgarinnar. Honum virtist sem skemmtistaðir borgarinnar væru stéttskiptir. Það færi eftir stétt hvort fólk sótti skemmtanir á Hótel Sögu eða Naustinu eða skemmtu sér á Röðli og Þórscafé. Honum fannst þessi þróun mjög óæskileg og spurði „hvernig taka ætti á skipulagsmálum í framtíð- inni til að hindra, að þetta gerðist, svo að ekki yrði útrýmt því ís- landi sem við þekkjum."30 Mörgum var umhugað um hvað myndi koma fyrir fólkið sem byggi í þessum húsum sem væru „gámhýsi", „steypuklefar" og líkt- ust „minkabúum" og „kartöflugeymslum.“ 31 Ýmsir töldu að fólk- ið sem byggi í þessum háhýsum færi bráðlega að líta á sig sem ann- ars flokks borgara og að það myndi tileinka sér einhverja mállýsku, eins og átti sér stað í hverfunum sem Bretar byggðu fyrir iðnverka- fólk á sínum tíma.32 í Fellahverfinu var þó ekki fundin upp sér mál- lýska og íbúar þar litu ekki á sig sem annars flokks borgara. MEÐ AUGUM ÍBÚANNA „Upp í Breiðholt? Nei takk. Þangað fer ég ekki, allsstaðar ann- arsstaðar vildi ég búa, nema þar.“33 Fullyrðingar á borð við þessar voru einkennandi fyrir hug margra gagnvart Fellahverfinu á átt- unda áratugnum. Margar blaðagreinar voru skrifaðar um Breið- holtið á þeim tíma og í sumum þeirra fengu íbúar hverfisins líka að segja frá. Þrátt fyrir að ýmislegt vantaði í hverfið var fólk skilningsríkt á að allt tæki sinn tíma og sagði t.d. að þetta stæði „allt til bóta. Við fáum ekki allt á einu bretti!"34 Setningar eins og „eftir því sem ég er lengur hér kann ég betur við mig“ lýsa hugsunum fólksins sem bjó í hverfinu. Mörgum hefur liðið vel þar ef marka má einn íbúann sem segir að „hér er ósköp gott og rólegt að vera. Við kjósum ekkert frekar annan stað til að búa á. Breiðholt er ekkert verra hverfi en hver önnur í Reykjavík."35 Þegar spurt var um óknytti og annað slíkt sagði einn íbúinn að það væri „lítið um slíkt. Það var miklu meira þar sem við vorum áður.““ Árni Gunnarsson skrifaði í Vísi árið 1975: Mikið hefur verið undan því kvartað, að þegar greint er frá óhappaverkum og óknyttum í Breiðholti sé alltaf sérstaklega getið hvar þau hafa orðið. Breiðhyltingar hafa verið óþarflega viðkvæm- ir fyrir þessum fréttum. Þeir skyldu hafa það í huga, að Breiðholt er margfalt stærra en nokkurt annað borgarhverfi, og þar býr margfalt fleira fólk. Því er líklegt að slíkir atburðir verði fleiri þar en annars staðar. En þeir skyldu einnig hafa í huga, að hlutfallslega þarf lögreglan að hafa minni afskipti af þessu hverfi en öðrum borgarhverfum, þó miklu minni séu.37 FELLAPAKKIÐ I G Á þessum árum virðast glæpir ekki hafa verið fleiri í Breiðholtinu en í öðrum hverfum Reykjavíkur. Þetta sést þegar skoðuð voru mál sem Hæstiréttur íslands fjallaði um á árunum 1967-1974. Mála- flokkar sem lagðir voru til grundvallar voru margvíslegir, allt frá smáglæpum og þjófnaði til morða og nauðgana. Ölvun við akstur, falsanir og tékkamisferli voru ekki talin með og öllum afbrotum í miðborginni er sleppt. Af alls 62 glæpum sem fóru fyrir Hæstarétt er að finna meiri háttar glæpi, þrjú morð og þrjár nauðganir en einnig smærri mál t.d. þegar Hæstiréttur úrskurðar eða framlengir gæsluvarðhald brotamanna. Glæpirnir eru því margvíslegir í úrtak- inu og þegar þeir eru skoðaðir kemur í ljós að einungis einn glæpur var framinn í Breiðholti á þessum tíma.38 Þessi eini glæpur átti sér stað þann 14. janúar 1973 þar sem vopn- aður maður ruddist inn í íbúð í Fellahverfinu með haglabyssu og vann hroðaleg illvirki. Hann var að lokum yfirbugaður af íbúa í blokkinni sem missti annan fótinn í átökunum. Árásarmaðurinn hlaut 8 ára fangelsisdóm.39 Á fundi borgarstjórnar 18. janúar 1973 var ákveðið að veita manninum sem missti fótinn í átökum við árásarmanninn viður- kenningu upp á 150. þúsund krónur. „Við gerum það í nafni samborg- ara okkar allra og felum borgarstjóra að sjá um afhendingu þessarar viðurkenningar borgarstjórnar."40 Á þessum sama fundi var lögð „Upp í Breiðholt? Nei takk. Þangað fer ég ekki, allsstaðar annarsstaðar vildi ég búa, nema þar.“33 Fullyrðingar á borð við þessar voru einkennandi fyrir hug margra gagnvart Fellabverfinu á áttunda áratugnum. fram tillaga um að „löggæzla í Breiðholtshverfum verði aukin þeg- ar í stað og komið upp sem fyrst löggæzlumiðstöð í þessum hverf- um með svipuðu sniði og nú er í Árbæjarhverfi." Tillagan var sam- þykkt með nokkrum breytingum s.s. að fjölga í lögregluliði borgar- innar og „bæta aðstöðu til ýmis konar félagsstarfsemi í Breiðholts- hverfum t.d. íþróttaaðstöðu og aðstöðu fyrir æskulýðsstarfsemi.“41 Svo virðist sem ekki hafi verið vanþörf á því að bæta aðstöðu fyr- ir börn og unglinga í Fellahverfinu því dæmi voru um að unglingar í hverfinu á aldrinum 12-13 ára væru byrjaðir að neyta áfengis og drekka kökudropa og spritt. Þetta mun hafa byrjað um 1973. Þá söfnuðust unglingar úr Fellahverfinu fyrir utan Tónabæ. Peningana sem þeir áttu fengu þeir ýmist hjá foreldrum eða unnu fyrir þeim. En einnig stálu þeir úr búðum þ.e. fóru út í búð fyrir foreldra sína en stálu vörunum og hirtu peninginn. „Þeir sem koma í Tónabæ virðast hafa ótakmörkuð fjárráð. Hafa efni á að kaupa sér leigubíl úr úthverfunum niður í Tónabæ og aftur uppeftir og kaupa sér veit- ingar inni á Tónabæ.“ Þetta sagði Valur Þórarinsson um það leyti sem Fellahellir opnaði árið 1974.42 Drykkja unglinganna í hverfinu virðist hafa haldið áfram því í bréfi til Æskulýðsráðs Reykjavíkur 1977 lýsir starfsfólk útideildar og Fellahellis áhyggjum sínum vegna áfengisdrykkju unglinganna: Undanfarnar vikur hefur áfengisneysla unglinga (13-16 ára) auk- ist til muna í Breiðholti III. Þykir okkur starfsfólki Fellahellis og Breiðholtsdeildar útideildar brýnt að greina Æskulýðsráði Reykja- víkur nánar frá ástandinu. Unglingarnir hafa mjög mikla möguleika á að verða sér úti um efni til ölgerðar og brugga úr þeim áfenga drykki með allt að 10- 15% áfengismagni. Undanfarna föstudaga hefur ástandið verið þannig, að stór hópur unglinga (13-16 ára) hefur safnast saman við kvöldsölustaði í Fella- hverfinu og haft um hönd mikið magn heimagerðs öls. Svo virðist sem einhverjir standi að dreifingu á bruggi og spyrja má hvort ung- E T T ó 1 N U SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04 69
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.