Sagnir - 01.06.2004, Síða 73

Sagnir - 01.06.2004, Síða 73
■ BRAGI BERGSSON lingarnir sjálfir bruggi í geymslum og skúmaskotum með samþykki foreldra. Söluverð eins lítra af öli sem þessu er u.þ.b. 1.000.- krónur og ætla má að hægt sé að hafa góðar tekjur að iðju þessari. Til að gefa gleggri mynd af ástandinu má nefna að á þriðjudags- kvöldum sækja um 170-200 manns Fellahelli að jafnaði, en á föstu- dagskvöldum aðeins um 80 manns. Kannanir hafa leitt í ljós að sá hópur sem ekki kemur í Fellahelli á föstudagskvöldum er meira eða minna ánetjaður áfengisbölinu. Vegna sérstöðu okkar gagnvart unglingunum í hverfxnu teljum við okkur ekki geta brugðist því trausti sem við höfum áunnið okk- ur meðal þeirra með því að standa fyrir aðgerðum á opinberum vettvangi. Vitaskuld höldum við áfram okkar starfi meðal ungling- anna, með því markmiði að stemma stigu við böli þessu.43 ER HÆGT AÐ BYRGJA BRUNNINN EFTIR Á? Dagana 21.-26. júní 1975 var haldin ráðstefna norrænna félags- ráðgjafa í Reykjavík. Þar var kynnt skýrsla sem íslenskir félagsráð- gjafar höfðu unnið um Breiðholt 3. Skýrslan var skrifuð á „skand- inavísku" og virðist ekki hafa verið gefin út opinberlega. í skýrsl- unni var fjallað um hvernig hverfið var byggt upp og þá þjónustu sem átti að vera í hverfinu s.s. skóla, leiksvæði og heilsugæslu. Tal- að var um það sem var komið í hverfið árið 1975 og hvað ætti eftir að byggja og fullgera. Þriðjungur skýrslunnar fjallaði um þau fé- lagsvandamál sem fyrirfyndust í hverfinu og hvernig þau myndu aukast í framtíðinni: „de sociale problemer slik de opptrer idag i B. III, og sannsynligvis vil utvikle seg i framtida.**44 Gagnrýnt var að félagsíbúðir Reykjavíkurborgar í Breiðholti 3 voru allar staðsettar í Fellahverfinu. Skólarnir í Breiðholti 3 voru yfirfullir og fleiri nemendur voru í hverjum bekk en venjulega í skólum borgarinnar. Félagsráðgjafarnir komust að því að í Fella- skóla var fleiri nemendum beint til skólasálfræðings en í öðrum skólum og áttu t.d. 22,4% nemenda í 1.-7. bekk við námsörðug- leika að stríða og sóttu stuðningskennslu. í Breiðholtsskóla voru nemendurnir sem þurftu á stuðningskennslu að halda 13,7% en í Árbæjarskóla voru þeir aðeins 8%.45 Skýrslan sýndi fram á mikinn skort á félagslegri þjónustu í Breiðholti 3 og lýsti þeim vandamálum sem geta fylgt í kjölfar of hraðrar uppbyggingar hverfis. Félagsráðgjafarnir töldu að í framtíðinni myndi verða meira um félagsvandamál í Fellahverfinu heldur en venjulega ætti að búast við í nýjum hverfum. Aðalástæður þess töldu þeir vera að aldur- skúrfan í hverfinu væri ekki í jafnvægi því mikið væri af ungu fólki í hverfinu og að í Fellahverfinu væri nær eingöngu gert ráð fyrir fólki í láglaunastéttum. Tæplega 7% íbúa Breiðholts 3 voru eldri en 65 ára og 54,8% íbúanna voru undir 22 ára aldri. „Denne unat- urlige aldersfordelingen skaper ubalanse i befolkningen og leder til brudt forbindelse mellom generasjonene."* Ymsum athugasemdum var komið á framfæri í þessari skýrslu s.s. að mun fleiri börn væru í hverfinu en gert væri ráð fyrir. Fjallað var um þau vandamál sem myndu verða vegna þess í framtíðinni og þá neikvæðu umfjöllun sem hverfið fékk, bæði af þeim sem þar bjuggu og öðrum. Orsakir þess töldu félagsráðgjafarnir vera þann mikla fjölda blokkaríbúða sem komið var fyrir á litlu landsvæði auk þess sem Fellahverfið var í hugum fólks mikil mistök. Þeir töldu að í Fellahverfinu væri lágur „lífsstandard" og fólk myndi flytja þaðan um leið og því gæfist tækifæri til. Vegna þess hvemig Fellahverfið var uppbyggt, með félagsíbúðum og verkamannaíbúðum, myndi það einangrast frá öðrum hlutum Breiðholts 3 og hinum Breið- holtshverfunum.47 Þeir sögðu að í Fellahverfinu væru skemmdar- verk unglinga mun fleiri en í öðrum hverfum borgarinnar. Enn- fremur væri mikil misnotkun á áfengi og pillum í hverfinu.48 Skýrslan sýndi fram á mikinn skort á félagslegri þjónustu í Breið- holti 3 og lýsti þeim vandamálum sem geta fylgt í kjölfar of hraðrar uppbyggingar hverfis. Sú óeðlilega aldursskipting sem var í hverf- inu á fyrstu árum þess leiddi t.d. af sér mikið álag á barnaheimili og --------------------------------------\ ÞJÓÐSKJALASAFN ÍSLANDS LESTRARSALUR SAFNSINS ER OPINN VIRKA DAGA FRÁ KL 10-18. SÉRFRÆÐINGAR SAFNSINS VEITA RÁÐGJÖF VEGNA RANNSÓKNA- VERKEFANA Á SKRIFSTOFUTÍMA VIRKA DAGA 10-16. ÞJÓÐSKJALASFN ÍSLANDS Laugavegi 162 REYKJAVÍK S. 5903300 J FELLAPAKK IÐ í GETTÓINU" Sagnir 24 árgangur 04 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.