Sagnir - 01.06.2004, Side 77
fluttist hún árið 1783. Þótt innihald bréfanna á báðum tímabilum
sé merkilegt þá er efni þeirra svo ólíkt að ótrúlegt er að um sömu
manneskjuna sé að ræða. Á fyrra tímabilinu fjalla bréfin mest um
búskap og fjármálabasl. Á seinna tímabilinu eru bréfin m.a. frá- j
bærar heimildir um ísland á styrjaldartímabilinu, frá frönsku bylt-
ingunni 1789 allt til loka Napóleonsstyrjalda 1815.
Þrjú sendibréf hafa fundist til Guðrúnar og voru tvö þeirra frá !
föður hennar, Skúla Magnússyni, rituð 1773 og 1783 en það þriðja
frá Jóni Ásgrímssyni ritað 1778.10
„GÓÐKVENDI GÖFUGT VAR...“
Guðrún Skúladóttir eldri fæddist 17. janúar 1740” en lést í Viðey
á sjötugasta og sjöunda aldursári þann 20. júní 1816. Samkvæmt ^
óprentuðu handriti eftir Hannes Þorsteinsson ólst Guðrún að ein-
hverju leyti upp hjá hjónunum í Miðgrund í Skagafirði og erfði síð-
an jörðina eftir þau.12
Guðrún giftist Jóni Snorrasyni sýslumanni í Skagafirði 23. júlí j
1760 þá tvítug að aldri „og hélt Skúli veizlu þeirra virðulega í Við-
ey og gerði dóttur sína vel úr garði.“13 Svo vel að Guðrún fékk tvö
hlutabréf í Innréttingunum í heimanmund frá föður sínum og er
hún eina konan sem vitað er um að hafi átt þar hlutabréf.14
Talsverður aldursmunur var á þeim hjónum eða sextán ár þar :
sem Jón var fæddur 1724 en Guðrún árið 1740. Jón lést 47 ára að j
aldri þann 15. júní 177115 eftir aðeins ellefu ára hjónaband þeirra.
Allar heimildir eru samhljóða um að þau hafi ekki átt nein börn
sem lifðu.16 Eftir að Guðrún varð ekkja bjó hún áfram í Skagafirði
allt þar til hún fluttist suður og settist að hjá föður sínum í Viðey
árið 178317 þá 43 ára að aldri.
Jón var sonur þeirra Snorra Jónssonar prests og Kristínar Þor- j
láksdóttur að Helgafelli. Hann lauk stúdentsprófi frá Skálholts- j
skóla 1747 og fór þaðan í vinnu til Finns Jónssonar verðandi bisk-
ups. Árið 1752 hélt Jón til náms í Kaupmannahöfn og útskrifaðist ;
þaðan þremur árum seinna. Hann skrifaði m.a. akuryrkjuritið De ;
agricultura Islandorum (1757) en það er á latínu. Um Jón var þó j
sagt að hann hafi verið „lærður maður og vel að sér, en hinn mesti j
drykkjusvoli og fóru embættisverk hans öll í ólagi og fjárskil með
versta móti.“18 Jón varð sýslumaður í Hegranessýslu þann 6. júní
1757 og hélt hann þeirri sýslu til æviloka.
Jón og Guðrún bjuggu fyrst á Ökrum til ársins 1764 en þaðan
fóru þau að Hofi á Höfðaströnd.19 Hjónaband þeirra var ekki gott 1
og má telja að það hafi ekki síst verið vegna ráðskonu þeirra hjóna, j
Ingibjargar Ólafsdóttur,20 en við hana hafði Jón haldið fyrir hjóna-
band sitt og hélt því áfram eftir að hann kvæntist.21 „Hafði [Guð-
rún] erft svo mikið af skaplyndi föður síns, að hún þoldi eigi að
virðingu sinni væri misboðið, enda þótti hún kvenskörungur og j
merkiskona um flesta hluti."22 Ef til vill hefur sambúð þeirra goldið
þess að hjónabandið var barnlaust. Ekki eru heldur til heimildir
um að ráðskonan hafi orðið ófrísk eftir Jón.
LÆRDÓMSKONA HIN MESTA
í ævisögu Skúla eftir Jón Aðils segir um menntun barna hans:
Veitti Skúli börnum sínum öllum hið bezta uppeldi og voru dætur
hans betur að sér í ýmsum greinum, en títt var um íslenzkar konur
á þeim tímum. Einkum var Guðrúnu eldri... við brugðið eigi ein- j
ungis fyrir hannyrðir, heldur jafnvel fyrir lærdóm. Kunni hún bæði
dönsku og þýzku og var víðlesin, og þótti fáheyrt um þær mundir.23 j
Enn fremur segir í ævisögu séra Jóns Steingrímssonar eldprests j
um Guðrúnu:
Það fyrsta eg catechiseraði, varð fyrir mér af ungmennunum
Guðrún dóttir Skúla fóveta. Var hún svo skörp, að ei sá fyrir, hvor
betur mundi hafa, þá eg spurði út úr, svo eg mátti þá strax leggja að
mér að studera þá iðju, að ei yrði til minnkunar.24
Af þessu má sjá að Jón var fermingarfræðslukennari Guðrúnar25
Það er greinilegt að mönnum þótti mikið til koma hversu vel lesin
og greind Guðrún var.
Bréf Guðrúnar eru skrifuð á ótrúlega góðri íslensku miðað við
/ .6ÓÐKVENDI GÖFU
hvað önnur sendibréf frá sama tíma eru yfirleitt dönskuskotin. Það
kemur þó fyrir að inn slæðast orð sem eiga danskan uppruna eins
og sjá má hér: „sendi þér nokkuð, til að láta farva,26 fyrir mig,
og..."27
Eins og fram hefur komið nutu öll börn Skúla þeirra forréttinda
að menntast og þá einnig stúlkurnar hvort sem því var að þakka að
hann var landfógeti eða hversu óvenjulegur maður hann var. Ekki
fer á milli mála að Guðrún bar af öðrum íslenskum konum á þess-
um tíma fyrir lærdóm sinn og þekkingu. Eftirfarandi tilvitnun
bendir einnig til þess að Guðrún hafi verið vel að sér í íslendinga-
sögunum. í bréfi til Sveins Pálssonar læknis frá 16. ágúst 1789 ritar
hún: „og er ég svo eins og nafna mín, þeim verst, ég unni mest...“2s
Þessi fleygu orð sótti Guðrún til nöfnu sinnar Ósvífursdóttur í Lax-
dælu.29
„HÚN VAR HANDVYRÐAKONA MIKIL“30
Guðrún var þekkt fyrir fleira en menntun sína og sagði Espólín
þetta um hana í Sögu frá Skagfirðingum: „Hún var handvyrðakona
mikil.“ Handavinna hennar var m.a. gerð að umtalsefni í erfiljóði
sem ort var um hana:
Handiðnir, hugvit, dygð
og hárra kosta nægð
lands útum breiða bygð
bárust með hennar frægð;
hún bæði kunni’ og kenndi
kvennprýðina með spekt og þægð.31
I texta á undan erfiljóðinu segir: „Hún kunni handvirðir kvenna
bezt á íslandi um sína daga.“32 Guðrún þótti mjög fær hannyrða-
kona og má enn fremur sjá það í bréfi frá Guðríði Magnúsdóttur til
bróður síns Finns Magnússonar þar sem hún skrifar um hannyrðir
dóttur sinnar: „ekkert hefi ég séð eins fallegt, hvorki eftir Guðrúnu
sálugu Skúladóttur...“33 Þótt stúlkan nyti skyldleikans við er ólík-
legt að Guðríður hefði borið verk hennar saman við verk annarra
kvenna nema þær væru þekktar fyrir myndarskap í handavinnu.
Eftir Guðrúnu er m.a. varðveittur hökull sem hún saumaði fyrir
kirkjuna í Viðey og er hann geymdur á Þjóðminjasafni.34
Eftir að Guðrún fluttist til Viðeyjar nefndi hún vinnustofu sína
nokkrum sinnum í bréfum sínum og kallaði hana Annnki.35 Þar var
greinilega mikið að gera og margt brallað. Handavinnuna gerði
Guðrún oftar en ekki að umtalsefni og sagði t.d. í bréfi til Sveins
Pálssonar læknis þann 24. ágúst 1790: „Hér með fylgja nú enn síðir
hvítir sokkar, og máski þeir verði fúnir, þegar til yðar koma, því
þeir eru nú að þorna..."36 í bréfi til Gríms Jónssonar, 16. ágúst 1812,
kemur í ljós að Guðrún hefur verið að lita garn í vefinn sinn og var
hún hrædd um að ná ekki að ljúka því sem hún átti: „svo ég gæti lit-
að mér nokkuð í vefinn minn. Nú er ég, að keppast við, að vefa og
eyða upp, öllu því ég á, af útlenskum lit, áður en ég dey eða verð
svo ónýt, að ekkert get unnið."37 Ekki virðast hafa verið margar
stundir sem Guðrún var iðjulaus þótt hún sjálf segi annað: „Ég ætl-
aði að senda yður sokka, en þeir liggja hálfprjónaðir, hindrar mig
stundum letin, en stundum annríkið..."38 Það er því augljóst að
Guðrún var kjarnakona til handanna en athyglisvert er að Guðrún
fjallar svo til ekkert um handavinnu sína í bréfunum til föður síns
sem skrifuð voru á árunum 1774-1776. Ástæðu þessa er líklega að
leita í því að á þeim árum hafði hún nóg að gera við að hafa umsjón
með jörðum föður síns í Skagafirði og bar ábyrgð á ýmsu sem hún
gerði ekki eftir að hún var flutt í Viðey.
„MEDICAMENTUM1139
Þegar Guðrún fór að eldast fór hún að hafa áhyggjur af heilsu
sinni og minntist hún á það í bréfunum. Hún fékk einhvers konar
lyf frá vini sínum Sveini Pálssyni lækni og fannst það hafa gert
nokkuð gagn. Hún fjallar um það í bréfi frá 16. ágúst 1789:
Ég drakk af því sopa minn, kvöld og morgun, meðan það entist,
og á meðan á því stóð, og nokkrar vikur þar eftir, var ég nokkuð
minnisbetri, en áður, svo víst er það, að sú náttúra fylgir því. Svo ef
ég hefði fengið það strax, þegar ég missti minnið, þá máske það
G T V A R "I SAGNIR 24 ARGANGUR 04 75