Sagnir - 01.06.2004, Qupperneq 103

Sagnir - 01.06.2004, Qupperneq 103
Einstaka staðhæfing í grein Hildar er vafasöm. Hún segir t.d.: „þrátt fyrir að Balbo hafi verið stjórnmálamaður er hans ekki minnst sem slíks, heldur fyrir afrek hans sem flugmanns" (bls. 33). Síðar kemur fram að „hann fékk flugmannsrétt- indi í júní 1927 og var árið eftir orðinn foringi ítalska loftflotans“ (bls. 33). Greinilegt er að sú ráðning var pólitísk og síðara starf Balbos sem flugmálaráðherra þjónaði fyrst og fremst pólitísk- um tilgangi, að „sýna heiminum færni og kraft ítalska flughersins", eins og Hildur bendir raunar á (bls. 33). EFST Á BAUGI Sagnfræðin skiptist í mörg sérsvið og lítil sam- staða er oft á milli sagnfræðinga um það hvaða rannsóknir eigi að teljast „efstar á baugi“ þá og þá stundina, þótt vissulega megi greina tísku- sveiflur í sagnfræðinni eins og öðrum vísinda- greinum. Ritstjórar 23. árgangs Sagna reyna ekki að skilgreina hvað sé efst á baugi með því að bjóða upp á „þemahefti“, það er fremur að fjöl- breytnin fái að njóta sín. Atburðir líðandi stundar eru greindir í tveimur viðtölum. Annars vegar er rætt við Magnús Þor- kel Bernharðsson, sem hefur kennt sögu Austur- landa nær við háskóla í Bandaríkjunum. Magnús er manna fróðastur um sögu Iraks og því upplagt að tala við hann í ljósi þeirrar skuggalegu stöðu sem nú ríkir í alþjóðamálum eftir að Bandaríkin hernámu írak með stuðningi íslendinga og fleiri þjóða. Einnig er rætt við Orra Vésteinsson lektor í tilefni af því að nú hefur verið tekið upp nám í fornleifafræði við sagnfræðiskor Háskóla íslands. Þá eru nokkrir viðmælendur beðnir um að segja skoðun sína á málþingum og er það bæði fróðleg og skemmtileg lesning. Ekki er hægt að leggja fræðilegt mat á viðtölin, þau eru fyrst og fremst blaðamennska og ber að dæma sem slík. Þau eru hins vegar jákvætt innlegg í blaðið, brjóta upp formið og koma í veg fyrir að það verði of líkt ritgerðasafni. En vitaskuld þarf að vanda til verka og tekst það því miður ekki alltaf. Sem dæmi um villur má nefna að talað er um sögu „Abbasid-keisaradæmisins" í viðtalinu við Magnús (bls. 31) en þar er vitaskuld verið að vísa til kalífa af ætt Abbasar. Ekki er tímasetning þar heldur nákvæm. HVERNIG HEFUR TEKIST TIL? Athygli vekur að margir höfundar, sennilega meirihluti þeirra, styðjast við munnlegar heimild- ir, og þá einkum viðtöl. Það vekur upp spurningar um það hvernig búið er um hnútana og gengið frá heimildunum. Notkun viðtala leggur sagnfræðing- um óneitanlega skyldur á herðar, ef slíkur vitnis- burður á að hafa eitthvert gildi verður hann að vera aðgengilegur öðrum sagnfræðingum og erfitt að sjá hvernig það er hægt án þess að upptökur að viðtölum séu geymdar einhvers staðar. Ekki verð- ur þó séð af greinum hvort höfundar hafa viðhaft slík vinnubrögð. Um stíl flestra greinanna í Sögnum er það að segja að hann er þægilegur, átakalít- ill og ekki mikið um tilraunastarfsemi. Nokkuð er um klisjustíl í sumum greinun- um. Hann birtist í setningum eins og: „Internetið er því það sem koma skal“ (bls. 80). Einnig er hvimleitt þegar klifun og endurtekningar á sjálfsögðum hlutum ein- kenna stíllinn, t.d. þegar sagt er: „Mismunandi túlkunaraðferðir leiða til ólíkra nið- urstaðna" (bls. 73) eða þegar rætt er um að „taka netið í sína þjónustu og láta það vinna fyrir sig“ (bls. 81). Þess konar stíl ber að varast. Ekki eru heldur allar myndlíkingar vel heppnaðar. Á bls. 9 kemur fram að Reyn- ir Oddsson hafi „marga fjöruna sopið“ í kvikmyndagerð en skömmu síðar fær reykvískur fjölskyldufaðir „að súpa seyðið“ í kvikmynd Reynis, Morðsögu. Á bls. 33 er tilvitnun á ensku birt óþýdd og er það bagalegt, ekki síst þar sem greint er frá samræðum tveggja ítala sem væntanlega hafa ekki farið fram á ensku. Ritgerðir í 23. árgangi Sagna eru þroskuð verk, eftir M.A.-nema eða B.A.-nema á lokastigum náms. Þær standast fyllilega samanburð við hvaða sagnfræðilegu greinar sem er, enda hafa þær hér verið ræddar sem slíkar og ekki hikað við að gagnrýna það sem getur talist álitamál. SKRÁ YFIR RITGERÐIR í SAGNFRÆÐISKOR OKTÓBER 2003 - FEBRÚAR 2004 STÚDENTAR ÚTSKRIFAÐIR 25. OKTÓBER 2003 B.A.-RITGERÐIR: íris Ellenberger: -vrsirjo í 't.olea -ui’i >nr .cytj;-- nu d k.vji -;i 1944-2000. (Leiöbeinandi Guðmundur Jónsson). Hrafnhildur Ragnarsdóttir: (Leiöbeinandi Sigríður Matthíasdóttir) Hugrún Ösp Reynisdóttir: hvaö var deilt? (Leiðbemandi G-uðmundur Jónsson) Unnur María Bergsveinsdóttir: Forlög þín hafa veriö mér mikið umhugs- unarefni1 C'rlðg 247 einstaklinga ó seinni hluto 19. aldar (Leiðbeinondi Gísli Gunnarsson). Þóra Pétursdóttir: Þjóöernishyggja í íslenskri fornieifafrœði ó 19. og 20. öld. (Leiðbeinendur Guömundur Hólfdanarson og QrriVésteinsson). STÚDENTAR ÚTSKRIFAÐIR 28. FEBRÚAR 2004 B.A.-RITGERÐIR: Hilma Gunnarsdóttir: .. ; "r.YJuor:durskoður,in Aóferðir og huq- myndir í sagnfrœöi ð óttunda og níunda áratug tuttugustu aldar. (Leið- beinendur Gfsli Gunnarsson og Sigurður Gylfi Magnússon) Orri Jóhannsson: (Leiðbeinandi Sveinbjörn Rafnsson;, Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir: ar , , , mi; anna. (Leiðbeirtandi Gísli Gunnarsson) Valdimar Stefánsson: íslendinga saga Sturlu bórðarsonar Ættarsaga eða þjóðarsaga? (Leiöbeinandi Gunnar Karlsson). M.A.-RITGERÐIR: Guðrún Alda Gísladóttir: Gripir úr Þjórsárdal. (Leiöbeinendur Colleen Batey og Orri Vigfússon). MSÖGN UM 23 Á R G A N G S A G N A SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04 101
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.