Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Side 4

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Side 4
148 NÝTT HELGAFELL hvort logctr þeirra tilíinninga, sam- úðar, skelíingar og réttlótrar reiði, sem kviknuðu af árásinni á Ung- verja, munu til einskis brenna. Megna þeir að ylja og hughreysta hina fræknu ungversku þjóð eða svíða svo hramm bjarnarins, að hann létti á henni taki? Tekst þeim að opna augu þeirra, sem trúað hafa á sæluríkið í austri eða halda opnum augum þeirra mörgu, sem ætíð gleyma grimmd rándýrsins, jafn- skjótt og það hættir að láta skína í tennurnar. VIÐBRÖGÐ ÞEIRRA, sem fylgt hafa kommúnistum að málum og trúað á það þjóðfélag, sem reynt hafði verið að byggja í Ungverja- landi, hafa verið með ýmsu móti. Sumir hafa af fullri einurð sagt skil- ið við fyrri jábræður sína. Aðrir hafa hins vegar fylgt leiðtogum sínum og kennt fasistaöflum um byltingu hinnar ungversku alþýðu. Flestir virðast þó ætla að reyna þann með- alveg að gagnrýna aðferðir Rússa, en kenna mistökum nokkurra leið- toga um það, hvernig fór. Varla er hægt að drepa á þessi mál, án þess að ræða þetta sjónarmið stuttlega. Vissulega skiptir það höfuðmáli hvort það er kerfið sjálft, sósíalism- inn, sem á sökina eða aðeins nokkr- ir blindir valdamenn. En hvar skal draga þar mörk á milli? Er það ekki hluti kerfisins, hverjir veljast til að stjórna því og þó einkum, hvaða tak- mörk völdum þeirra eru sett? Er það ekki sök hins ættgenga konung- dóms, að óhappamenn og var- menni fengu hvað eftir annað í hendur örlög heilla þjóða? Þar sem ríkir einræði manns eða flokks, eins og í löndum kommúnismans, er ekki aðeins hætta á, að harðstjórar, eins og Stalín komist til valda, heldur er þar ekkert vald til, sem geti stöðvað þá í illvirkjum sínum. Það væri synd að segja, að lýð- ræðisskipulagið tryggi þjóðum góð- ar eða vitrar ríkisstjórnir, en styrkur þess liggur í dýpri skilningi á mann- legum breyskleika en felst í nokkru öðru stjórnarfari. Komist valdasjúkir og hættulegir menn til valda, er yfir- leitt hægt að losna við þá á friðsam- legan hátt, áður en þeir hafa unnið verulegt tjón. Munurinn hefur komið skýrt fram að undanförnu. Hvað sem segja má um árás Breta og Frakka á Egypta, með eða móti, vakti hún harðar deilur heima fyrir og fordæmingu Sameinuðu þjóðanna, sem varð til þess, að stjórnir þeirra sáu þann kost vænstan að beygja sig. Rússar hafa hins vegar virt að vettugi boð Sam- einuðu þjóðanna á sama hátt og þeir láta sig engu skipta álit um- heimsins og frelsiskröfur hinna und- irokuðu þjóða. Því verða þjóðir heimsins að horfa aðgerðarlausar og máttvana á þann harmleik, sem fram fer í Ungverjalandi. Þar um verður engu breytt nema með heims- styrjöld og ósegjanlegu böli fyrir allt mannkyn. Að áliti margra kommúnista voru það mistök, að afhjúpa grimmd og harðstjórn Stalíns, vegna þess að

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.