Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Side 5

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Side 5
ÞÆTTIR 149 STEINN STEINARR: Formáli á jörðu Út í veröld heimskunnar, út í veröld ofbeldisins, út í veröld dauðans sendi ég hugsun mína íklædda dularfullum, óskiljanlegum orðum. Gegnum myrkur blekkingarinnar, meðal hrævarloga lyginnar, í blóðregni morðsins gengur sorg mín gengur von mín gengur trú mín óséð af öllum Djúp, sdr og brennandi. Óséð af öllum. Svo að ljóðið megi lifa, svo að andinn megi lifa, svo að guð megi lifa. með því hafi komizt los á hugi manna, sem ekki varð við ráðið. Jafnvel Sartre, sem sagði skilið við kommúnista vegna þessara mála, virðist hafa verið á þessari skoðun. Vafalaust er þetta rétt. Valdakerfi kommúnista þoldi ekki þann andblæ frjálsari hugsunar og endurskoðun- ar áður óvéfengjanlegra stað- reynda, sem eftirmenn Stalíns leyfðu þeim að njóta um stund. En það er furðuleg kenning í munni vestrænna kommúnista, að betra hefði verið að halda áfram að byggja stefnu flokksins á lyginni um Stalín. Þarna lýsir sér einmitt sá veikleiki hinna óskeikulu, að þeir geta aldrei hætt á að leiðrétta mistök sín. UNGVERJALANDSMÁLIN hafa gjörbreytt viðhorfi manna um allan heim til þeirra kommúnista, sem ekki hafa tekið hreinlega afstöðu gegn of- beldisverkum Rússa. Hér á landi, þar sem kommúnistar sitja í ríkis- stjórn, er þetta vandamál alvar- legra en með nokkurri annarri vest- rænni þjóð. Að það skuli ekki enn hafa orðið til þess, að kljúfa ríkis- stjórnina, stafar vafalaust öðru fremur af því, að í niðurlægingu sinni hafa kommúnistar orðið lítil-

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.