Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Síða 7

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Síða 7
ÞÆTTIR 151 skilið af alþjóð vegna víðsýni og skilnings á menningarverðmætum. En því miður er þetta varla rétt skýring. Hitt virðist miklu sennilegra, að dálæti stjórnmálamannanna á blaðamönnum og umhyggja fyrir blaðaútgáfu, stafi af því hve ná- tengd öll blaðamennska er nú orðin stjórnmálabaráttunni.Blöðin eru fyrst og fremst pólitísk málgögn, og eru engir menn leiknari í þeirri list að blanda hæfilegum skammti af póli- tík inn í hvert málefni en hinir æfðu stj órnmálaritstj órar höfuðblaðanna. KOSNINGIN til menntamálaráðs er gott dæmi um það, hve allsráð- andi hin flokkslegu sjónarmið eru nú orðin í öllum málum, jafnvel þar sem ætla mætti, að allt annað mat ætti við. Nú hlutu kosningu í þessa mikilvægu stofnun Haukur Snorra- son, Helgi Sæmundsson, Magnús Kjartansson, Birgir Kjaran og Vil- hjálmur Þ. Gíslason. Fyrir utan út- varpsstjórann, sem virðist orðinn nokkurs konar kúgildi í mennta- málaráði, eins og svo víða annars staðar, hafa allir þessir menn fyrst og fremst flokkslega tryggð sér til ágætis, en einmitt þess vegna ætti að varast að setja þá til slíkra starfa. Menntamálaráði eru falin mörg vandasöm mál til úrlausnar, sem ekki eiga neitt skylt við stjórnmál, en krefjast atbeina þeirra manna, sem þjóðin á réttsýnasta og skyggn- asta á andleg verðmæti hverju nafni, sem nefnast.. Og það skiptir því ekki minnstu máli, að þar sitji þeir menn einir, sem alþjóð treystir til að dæma í hverju máli af sann- færingu og þekkingu en ekki flokks- legri þjónustu. Sem betur fer hafa margir ágætir forystumenn í and- legu lífi íslendinga setið í mennta- málaráði á liðnum árum, t. d. Pálmi Hannesson, Sigurður Nordal, Guð- mundur Finnbogason, Árni Pálsson, Kristján Albertsson, Barði Guð- mundsson, Valtýr Stefánsson, Krist- inn Andrésson. Fjarri fer því að allir þessir menn hafi verið ópólitískir, en það sem máli skiptir er, að þeir hafa haft annað fremur sér til ágætis til slíkra starfa en flokkshollustuna eina. Það er ekki nema mannlegt, að stjórnmálamenn kjósi fylgismenn sína til þeirra embætta, sem þeir ráða. Hitt verða þeir að varast að meta þá til starfa eftir pólitískri þægð einni saman. Með því verða stjórn- málin áður en varir að þeirri mein- semd, sem eitrar allt þjóðlífið. Á fáu veltur gengi þjóðarinnar fremur en á starfi og þroska hinna pólitísku leiðtoga, en það er ekki neinum til velfarnaðar, að þeir reyni að hafa áhrif á þau málefni, sem aðrir eru þeim færari að ráða fram úr. Hefðu menn ekki borið meira traust til menntamálaráðs, sem hefði t. d. verið skipað eftirtöldum mönnum: Kristjáni Eldjárn, Þórarni Björnssyni, Sigurði Þórarinssyni. Einari Ólafi Sveinssyni og Jóni Sigurðssyni frá Kaldaðarnesi, svo nokkur nöfn séu nefnd. Höfum við efni á að hafna þjónustu slíkra manna vegna þess eins, að þeir eru ekki nógu glögg- skyggnir á hinar flokkslegu þarfir?

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar: 4. hefti (01.12.1956)
https://timarit.is/issue/368248

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

4. hefti (01.12.1956)

Gongd: