Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Page 9

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Page 9
ÞÝÐING ÚR FAUST 153 í augnaholur hausskeljanna og hroða gömlu potcbrotanna. í slíkri móðu, myglu og ryki æ munu flugur verða á kviki. Smcygir sér í feldinn. Æ, lof mér enn að axla þig, mitt skinn! Ég er að nýju húsbóndinn. En lítið hefur nafnið þó að þýða, ef þeir ei finnast, sem mór skulu hlýða. Hann hringir klukkunni, sem kveður við með hvell- um og skerandi hljómi svo að göngin nötra og all- ar hurðir hrökkva upp. Handgenginn lærisveinn skjögrar inn langan og myrkan ganginn: Hvaða voða gnýr og gangur! gnötrar stigi og múrinn langur, rúður skjálfa, gluggar glitra glampar fyrir innan titra. Steingólf brestur, steypast niður stórar kalk- og malarskriður. Allt var læst, en allar hurðir cpna þessir fyrirburðir. Hvað þá? Risi í fornum feldi Fausts! Slík sýn mig aldrei hrelldi!

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.