Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Page 12

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Page 12
156 NÝTT HELGAFELL Mefistofeles: Til þess að fræðast tími að vísu fer, til þess að fræða búnir virðizt þér. Þau ár, sem hafa á undan gengið, þér ærna reynslu sjálfsagt hafið fengið. Baccalaureus: Svei, svei! reynsla! Hismi og hjóm, hneyksli frjálsum anda, 'blekking! Játið: öll er ínnantóm og einskisvirði mannleg þekking. . . Mefistofeles cftir stundarþögn: Mér fannst þetta alltaf. Fífl ég ávallt var. Baccalaureus: Það var þó orð af viti! I fyrsta sinn, sem veit ég tala þannig gamalt skinn. Mefistofeles: Ég leitaði eftir gulli í gröfnum sjóði en geigvænt kolarusl ég þaðan bar. Baccalaureus: Þér skuluð játa að skallinn yðar, góði, er skorpinn, eins og holu kúpurnar. Mefistofeles: Æ, vinur, ófínt þykir þess kyns tal. Baccalaureus: Á þýzku er sama lygi og kurteist hjal. Adefistofeles, sem hefur sífelit mjakað stól sínum lengra fram á sviðið, ávarpar áhorfendur: Hér uppi má ég lofts og ljóss ei njóta. Þér lofið mér hjá yður sæti að hljóta? Baccalaureus: Það djarft mér finnst, er skröggur elliær vill eitthvað vera, samt til einskis fær. Allt mannlegt líf er blóð og blóðrás ör, það blóð sem hraðast streymir: æskufjör. Það blóð er lifandi afla ólguhaf, sem ávallt glæðir lífið lífi af. Þar hrærist allt, og allt, sem velli hélt, er alið þar, en gömlum fauskum skellt. Og strax vér höfum hálfa veröld unnið, en hvað hafið þér gert? Draumavefinn spunnið íhugað, dottað, melt og vöngum velt. Já, víst er ellm áþekk sýki kaldri óráðsblandið dauðafár,

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.