Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Síða 13

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Síða 13
ÞÝÐING ÚR FAUST 157 °g þegar náð er þrítugsaldri, þá er maður sama og nár. Bezt væri, ykkur a£ í tíma að taka. Mefistófeles Nú trúi ég fjandmn dragi sig til baka. Baccalaureus: E£ svo ég vil, þá enginn fjandi finnst. Adefistófeles til hliðar: Þú færð þeim pdti síðar betur kynnzt. Baccalaureus: Þá æðstu köllun æskan fann! Enginn heimur var, unz skúp ég hann, engin sól unz hóf ég hana úr mar, af hveli mánans fyr ei Ijóma bar. Þá dagur skin sitt breiddi á brautir mínar þá blómum jörðin vafði grundir sínar og allar stjörnur brostu blítt og rótt við bending mína á fyrstu nótt. Hver, nema eg, af yður fjötra sprengdi er oddborgarahugsun sárast þrengdi? En ég er frjáls, sem andinn innblæs mér, og eftir mínu hugarblysi fer, og skunda glaður, allra manna maki á móti sól, en rökkrið læt að baki. Fer. Adefistofeles: Þú frumleikshetja, far í þinni dýrð. Þér fellur víst sú staðreynd dla, að hér finnst engin vizka eða vdla sem var ei áður þekkt og skýrð. þó stendur oss ei hætta nein af honum, því hann að vörmu spori gætir sín. Þótt ungur lögur ólgi og gjósi að vonum á endanum fæst bezta vín. Til hinna yngri áhorfenda, sem ekki klappa. Þér klappið lof í lófa ei, ég læt þar gera börn sem vdja. En munið: Kölski er gamalt grey, því gömul verðið, hann að skdja.

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.