Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Síða 15

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Síða 15
FAR VERÖLD, FAR VEL 159 farið að rofa til, alvitundin ofurlítið að njóta sín, lengstu stráin eiga það jafnvel til að bregða fyrir sig blístursómynd, klappi golan þeim á kollmn um leið og bón ekur yfir þau fram, eins og á þessari stundu bæ- inn, sem raunar þegar er birgur af fóðri og á bóndi þó enn töluvert óslegið, — renn- ír þrúðvagni sínum yfir gróandi grös og gengið líf án þess að eiga sér takmark, ek- ur alleiðir og leiðarleysur að engum leiðar- enda, margvís, magnþrungin en þó á stundum raunamædd snertir hún beina- berri hendi og nákaldri einstæðinga þá, er vaka og óvart fyrir verða, allt fas hennar mildilegt en miskunnarlaust. Það er langt síðan þau systkinin þurrk- uðu út úr veröldinni allt sem var nokkurs virði og skildu hana eftir í eyði og tóma, galtóma og raunar verra en tóma, því það var eins og hún aldrei hefði annað verið. Það viðhorf snarsnerist sem betur fór í höndunum á þeim og honum fyrirvara- lítið, nýr heimur og áður ósénn reis af grunni: litir, ilmur, eldur sólar um allar jarðir í sunnanþey sárljúfra minninga — auk einhvers sem orð ná ekki yfir. Vésteinn hafði af varfærni gengið frá koddanum að baki sér og sat upp við dogg í bóli sínu, vansvefta jafnaðarlega eyddi hann nóttunni alloft þann veg, einkum er golan elti vindinn og vindurinn goluna í vægu tunglskini. Það er svo miklu hægara að hugsa á nóttunni en á daginn, er draum- órar ýmissa atburða reka hver annan í nornadans sveiflandi sólarloga, allt á tjá og tundri svo að ósenmleiki hvers atviks keppir við óskiljanleikann en hvorugur sigrar, lífið allt slíkt sem rýnt sé yfir lygna tjörn undir sólu, allt eitt ghtrof — geng- ið að eilífu í sömu andránm og það er skynjað. Enda er dagvindurinn allur ann- ar, ákafinn og eirðarleysið áberandi: víma virkra daga segir til sín, — líklega er það ljósbruninn sem æsir hann og elur upp í honum strákinn: á daginn sinnir hann ekki Vésteim vini sínum, svo nnkið er víst, lætur sem hann viti ekki af honum, þýtur um þök af kaldúð og kæruleysi, mælir ekki orð við aðra en þá sem eru á kreiki utan- bæjar. Dagstundirnar eru Vésteim óhægar til undirbúnings, næðið fer undan á flótta, langbezt að kúra og lofa huganum að reika en varast eins og heitan eld að sleppa ljós- flóðinu og leyndum unaði athafna alltof nærri, að ekki rísi af kvíði er nótt og myrk- ur eiga örðugt með að slökkva. Um að gera að lina ekki líftakið eina, handfestu hrelldrar sálar á þeirri vitund og vissu, að hvað hann sjálfan snertir hefur hann orð- ið að láta og látið allt það sem dagsins er lönd og leið, til hans á dagurinn ekki aft- urkvæmt, ekki fullur dagur, sú gata er gró- in, brýr allar brotnar eða hrundar: dagur- inn lokað land — tungumál í gleymsku fallið. Handa Vésteini vár ekki annað eftir en nóttin: skyldi nokkurn gruna, hvað hún getur verið væn og viðkunnanleg? Hann á sér þakglugga rétt yfir rúminu sínu, tvær smárúður hvora upp af annarri, svo litlar, að þá er hann að næturlagi þíðir hélu af neðri rúðunni kemur hann naumast við báðum lófunum í einu. Stærri er glugg- inn hans ekki, en það er ósköp góður gluggi, þeim er vel til vina, glugginn er hans einkaeign: ekki einu sinni vindar næturinnar eru honum nákomnari; hann er sannfærður um eða svo til, að glugg- ínn muni sakna hans, þegar hann er allur; það getur varla annað verið. Hann er sem

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.