Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Page 22
166
NÝTT HELGAFELL
myrkri og vöntun á mótorvélum. Einu sinni
raðaði hann ljáum á milli Fells og Reyni-
valla og lét eggjarnar snúa skáhallt upp
og að Felli, til þess að óvættirnar kæmust
ekki austur að Reynivöllum, og þuldi yfir.
Og þetta var engu vitlausara hjá Eyjólfi
gamla en krossar og signingar kirkjunnar
gegn óhreinum öndum.
Þegar maður horfði frá Hala á suðurenda
Fellsfjalls, gein við manni dimm gjá, sem
byrjaði neðst í klettunum og náði langt upp
eftir þeim lóðrétt, og sýndist ganga djúpt
inn í fjallið. Það var líkast því sem fremsti
hluti þess væri klofinn frá aðalfjallinu.
Það hvarflaði lengi vel aldrei að mér að
gera mér grein fyrir, hvernig þessu væri
varið. Fellsfjall var listaverk og þessi gjá
var nauðsynlegt atriði í listaverkinu, sem
maður átti að hafa augnagaman af, en
ekki að reyna að skilja.
Svo vildi mér til happs, sem ég hafði
alltaf trúað, að væri það óhugsanlegasta í
heiminum fyrir algerðan öreiga eins og mig.
Ég eignaðist stórt kort úr enskum togara,
sem strandaði. Það var kort af íslandi og
hafinu kringum landið. Þá gerðist eitthvað
innan í mér, sem ég myndi hafa kallað
endurfæðingu, ef ég hefði þá vitað, að slík
gerbreyting væri til.
Ég reif mig á fætur snemma á morgnana
til að skoða þennan dýrgrip, og ég sat hálfa
og heila dagana niðursokkinn í að stúdera
hann. Það var meiri unaðurinn. Þe’tta var
ekki aðeins stórkostlega fræðandi. Útlit
kortsins var líka heillandi og göfgandi.
Þarna sá ég dýptina á sjónum kringum
allt landið og langt út frá landinu, merkta
með fögrum tölustöfum, grunnin, djúpin,
bankana, álana, boðana, skerin, og landið
sjálft mpð ótal fjörðum, víkum, vogum,
nesjum, skögum, töngum, fjöllum, fljótum,
stöðuvötnum, bæjum, eyjum, hólmum og
nokkrum jöklum og flóum. Þetta var eitthvað
annað en litla Islandskortið í. Alþýðubók-
inni, sem ég hafði orðið að bjargast við allt
að þessu. Og þarna sá ég í fyrsta sinni mis-
vísninguna á kompásnum. Ég vissi þá ekki,
að þetta væri misvísning. Ég hélt, að svona
ættu áttirnar að vera, eins og þær voru
sýndar á kompásunum á kortinu, norðrið
og suðrið á þeim væru rétt norður og rétt
suður, norðrið og suðrið í Suðursveit væri
gömul vitleysa, og þá líka austrið og vestrið
og allar áttir þarna á milli, allt ein hringa-
vitleysa, allar klukkur og öll eyktamörk
ein regindella, klukkan orðin rúmlega eitt,
þegar sólin var yfir vestra rennuhúsinu á
Breiðabólsstað, í staðinn fyrir að manni hafði
alltaf verið sagt, að þá væri hún tólf, mið-
aftanstaður ekki framarlega á Fellsfjalli,
heldur góðan kipp fyrir framan það, allur
sjóndeildarhringurinn hrokkinn upp af
standinum eins og kvörnin á Hala, þegar
henni var malað hranalega. Djöfull er nú
búið að Ijúga að manni um áttirnar. Og
ætli það sé ekki sona með fleira.
Þessi skyndilega bilun á sjóndeildar-
hringnum var engin smáræðis yfirhelling
fyrir ungling, sem eftir mikil heilabrot og
hlægilegagerandi miðanir og mælingar,
þóttist hafa hrundið af sér fávitahættinum
með því að hafa fyrstur manna í þessu
blessaða byggðarlagi fundið réttar áttir.
Og allt hrundi í rúst um leið og hann leit
á kompásana á trollarakortinu. En lærðu
mælingameistararnir hljóta að hafa rétt fyrir
sér, og ég verð að gera mér að góðu, að
mannorð mitt verði að engu fyrir stað-
reyndum, þekkingunni, sannleikanum.
Þessi óvænta þekking leiddi mig út í nýtt