Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Page 26

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Page 26
170 NÝTT HELGAFELL hurfu úr lofti og Breiðamerkurjökull færðist í aukana og fór að vaða lengra og lengra yfir sléttuna milli Fells og Fjalls, til suðurs, austurs og vesturs, og Fjall féll í eyði og jökulhellan lagðist að fjallinu og allt í kring- um fjallið og hélt ferð sinni ófram lengra niður sléttuna, og þegar ég var orðinn óhorfandi að þessari tortímingu, var all-löng jökulleið frá Fjalli fram á jökulbrún. 1 Fjalli, sem nú var kallað Breiðamerkurfjall, hafði ekkert verið eftir skilið, sem minnti á manna- bústað, nema eitt kuldalegt örnefni. Það var Bæjarsker. Þar í grenndinni mun bær- inn hafa staðið, sennilega í krika eða bug suðaustanundir fjallinu. Og herferðin hélt áfram. Vötnin undan jöklinum breyttu allri Breiðármörk í sand- auðn, tók af jörðina Breiðá, og að lokum lagðist jökulkápan yfir bæjartættumar og lét ekki staðar numið fyrr en lengra niðri á sandinum. Og með falli Fells var eyðilegg- ingin fullkomnuð og allir bæir orpnir sandi og dauða á landflæmi, sem talið var tíu tíma lestargangur og nú hét Breiðamerkur- sandur. Syðra fjallið, sem ég sá upp fyrir jökul- brúnina, heyrði ég kallað Ærfjall. Það var einkennilegt að kenna svona stóran hlut við eina á. Það hljóta að vera örlög í því. Það var umlukt jökli. Þó að það væri næstum hálftímagang fyrir sunnan Breiðamerkur- fjall. Jökullinn var meira að segja svo langt genginn fram, að það var um fimmtán mín- útna gangur frá Ærfjalli fram á jökulbrún. Mér fannst mikil saga fólgin bak við sum örnefni. Það hefur samt kannski ekki verið. En mér fannst þetta, og óg gat ekki haldið mér frá að hugsa um örnefni, og ég held ég hafi hugsað mest um Ærfjall af öllum ör- nefnum. Ærfjall! En hvað þetta hljómar ein- kennilega. Það hefur hlotið að vera eitthvað sérstakt með þessa á, úr því heilt fjall er kennt við hana. Hefur hún fundizt þarna dáin? Kannski lagzt út af undir kletti eða moldarrofi til að deyja? Eða dagað uppi í svelti? Eða hrapað til bana? Eða kannski gengið þar úti einn eða fleiri vetur? Eða haft þann sið eins og vitrar kindur að fela sig í haustgöngum og fundizt þama í eftirleitum? Eða strokið þangað snemma á vorin og bor- ið þar lambinu sínu og fundizt so í alreyfi í vorgöngum? Eða verið búin að týna ein- hverju af ullinni? Hvernig ætli hún hafi ver- ið á litinn? Skyldi hún hafa verið hornótt eða kollótt? Hvað skyldi hafa dátérazt, þeg- ar byrjað var að kalla fjallið eftir henni? Hver ætli hafi átt hana? Hvar skyldi hann hafa átt heima? Hvernig ætli sá náungi hafi litið út? Skyldi hann hafa dáið á undan ánni eða hún á undan honum? Ætli sálirn- ar úr þeim séu einhvers staðar til núna? Hver fékk bringukollinn? Eða það hefur verið nefnt eftir mörgum ám, sem hafa verið hafðar þar frá Fjalli? Svona hélt ég áfram að spyrja, en þetta vissi enginn. Það var ósköp að vita, hvað fólk var búið að týna miklu af því, sem gerzt hafði í byggðinni, og ég skildi vel, eftir að ég byrj- að að halda dagbók, að það var af því, að það hafði aldrei skrifað neitt hjá sér. Þess vegna væri nú flest allt gleymt, sem komið hafði fyrir. Og ég hugsaði: Prestamir og hreppstjóramir eiga að halda stórar dag- bækur yfir allt, sem fyrir kemur, prestamir yfir mannlífið, hreppstjóramir yfir dýralífið og náttúrulífið. Svo eiga þeir að senda pró- föstum og sýslumönnum dagbækumar allt- af þegar þær eru útskrifaðar, og þeir eiga að geyma þær í læstum kistum. Þá týndist ekki það, sem gerzt hefur í sveitunum. Þá

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.