Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Qupperneq 28

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Qupperneq 28
172 NÝTT HELGAFELL breyta stundum um farveg. Breyta ekki vötnin á Breiðamerkursandi stundum líka um farveg?. Jú, þetta vissu allir. En enginn vissi, hvar Breiðá rann, þegar bærinn var til. Það var auðvitað af því, að þetta hafði aldrei verið mælt og aldrei skrifað. Þegar þessi merka jörð, þar sem Kárahella sást fram að tortím- ingunni, var að leggjast í eyði, þá átti hrepp- stjórinn í Öræfunum að fara þangað austur og hafa mann með sér og langan streng og mæla vegalengdina frá baðstofudyrunum á Breiðá að ákveðnum stað austan í Breiða- merkurfjalli neðarlega og hlaða þar góða vörðu og sigta vel út áttina. Það var ekki nóg að segja, að hávestur frá Breiðá sé á svokölluðum Miðaftanstindi syðst á Breiða- merkurfjalli, þó að þar hafi verið haldinn miðaftann frá Breiðá. Miðaftanstaðir og önnur eyktamörk eru ekki í réttum áttum. Þau eru of snemma. Fólk kann betur við að ljúga að sér um eyktamörkin. Það hefði verið gaman að finna eitthvað líkt þessu í dagbók hreppstjórans: 1620, 4. okt. „Mældi í dag með 50 faðma löngum streng, ásamt vinnumanni mínum, Ingimundi Sigurðssyni, hvar bærinn Breiðá er, og mældist þannig: Frá baðstofudyrunum á Breiðá í beina línu í austasta énda Bæjar- skers austan í Breiðamerkurfjalli eru 20814 faðmur. Hlóðum þar vörðu. Stefna hávestur, miðuð út frá pólstjömunni. Miðaftann frá Breiðá er dálitlu sunnar, á svo nefndum Miðaftanstindi, syðst á Breiðamerkurfjalli." En hreppstjórinn hefði þurft að gera svo- lítið betur, til þess að það yrði ennþá vissara í framtíðinni, hvar bærinn Breiðá stóð. Hann hefði átt að miða einhvern klett eða hól við annan klett eða hól í suðvestri eða eitthvað þessháttar í norðvestri, ef hægt væri að finna svoleiðis mið heiman frá bænum. Ef það var ekki hægt, þá átti hann að reyna fyrir norðan eða sunnan bæinn, og ef hann hitti þar á mið, þá hefði hann átt að mæla með strengnum frá miðunarstaðnum að bað- stofudyrunum og skrifa þetta líka nákvæm- lega í dagbókina. Og svo hefði hann líka átt að mæla Kára- hellu, sem Kári Sölmundarson bar heim að bænum og þar var sýnileg allt fram að tor- tímingunni. Hann hefði átt að mæla þykkt hennar og lengd og breidd og hvað hún var mikil allt í kring. Þá hefði verið hægt að reikna út núna, hvað Kári var sterkur og hvort haim hefur verið sterkari en Steinn afi minn, sem gat hangið á lofti í snæri á litlafingrinum. Þetta hefði hreppstjórinn í Öræfum getað gert allt á einum degi. Þá gætum við sagt núna nákvæmlega, hvar Breiðá hefur staðið og kannski fundið Kárahellu. En hreppstjór- inn gerði ekki þetta, af því að menn voru ekki skapaðir með nóga vísindalega hugsun og skildu ekki sögu þjóðarinnar. Hvílík dýrð að ferðast um Breiðamerkur- sand, ef maður hefði haft svona dagbækur alla leið frá landnámstíð. Yfir þetta byggð- arlag, sem nú er týnt úr sögu íslands. Það hefði verið eins og fletta mörgum albúmum, fullum af allslags myndum. Þá hefði mað- ur alltaf getað verið að segja við sjálfan sig alla ferðina yfir sandinn: Þama var þetta og þetta, þetta var svona og svona, þarna gerðist þetta og þetta. Þama stóð Borgarhóll og þama var hóllinn, og borgin þarna, ja- há! Þetta hefur verið dálítið öðruvísi en fólk hefur haldið. Þarna vom Brennhólar, og þama sást loginn, nákvæmlega þama. Þarna stóð Fellssel. Þar var mikil mjólk og mikið smjör og mikið skyr og margir ostar og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.