Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Page 31

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Page 31
EF SKRIFAÐAR HEFÐU VERIÐ DAGBÆKUR 175 Þarna lágu æmar, sem draugamir drápu, sem Aðalvíkingar sendu Vigfúsi presti í Ein- holti. Hérna stóð bærinn Bakki. Þama í þess- um litla hvammi átti Sigurður strákur í Húsavík barn með Þuríði stelpu í Hólum í logni og blíðu á leið frá guðsþjónustu á Breiðá á jóladagskvöld. Þá hefur þessi hvammur verið fagur. Þarna stóð Húsavík. Þar hefur verið gam- an að horfa út á sjóinn undir rauðu ágúst- tungli. Og þarna uppi undir fjallinu voru Hólar. Þar var stutt til berja. Og þangað hefur verið skemmtilegt að koma, áður en Þuríður varð vanfær. Svona hefði maður getað haldið áfram að fletta albúmunum hverju á fætur öðru, ef skrifaðar hefðu verið dagbækur, og þá hefði verið yndislegt að ferðast um Breiða- merkursand. Þórbergur Þórðarson. f--------------------------------------------------------------------------------------> Lágnœtti. Nú er sól i sjá, senn mun bún rísa vesturfrá. Hraðstreymar árnar hœgja á sér. Hv'dir i dúnsæng froskur hver. Ihugul kind og kýr með spé kœtast og stökkva tré úr tré. (Ókunnur höf., þýtt) Ég er leiður á ást, ég er leiðari samt á að ríma. En ■peningar hugnast mér aftur alla tima. Hilaire Belloc, þýtt. s______________________________________________________________________________________J TVÖ ERINDI

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.