Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Síða 39
MILLILIÐUR ALLRA MILLILIÐA
183
Ég hefi talað um þetta þriðja hlutverk
peninganna eins og það horfir við hverjum
einstakling. En síðasta athugasemdin í því
sambandi gefur tilefm til nánari athugun-
ar á viðhorfinu milli þessa „samnefnara
verðmætanna" og þjóðarheildannnar. Eg
ætla nú að fara fram á nokkra andlega
áreynslu af lesendum mínum. Ég ætla að
biðja ykkur að hugsa ykkur mjög annar-
legt þjóðfélag, þar sem skattamálunum
væri einkennilega komið fynr. Ég er ekki
guðfræðingur og ætla því ekki að tala um
Paradís, þar sem mér er sagt af kunnug-
um, að engir skattar séu á menn lagðir, en
þetta hugarfóstur mitt er þjóðfélag, þar
sem skattarnir hvíla jafnt á öllum atvinnu-
greinum, engir framleiðslu- eða neytenda-
styrkir eru veittir, engin mnflutnings- eða
útflutmngshöft, enginn bátagjaldeyrir, en
á hinn bóginn er þar gjaldeyrir, sem fyrir-
varalaust má fá skipt í hvaða erlendan
gjaldeyri sem er.
í þessu einkennilega þjóðfélagi, sem ég
var að lýsa, myndu peningarnir sem sam-
nefnari verðmætanna segja nákvæmlega til
um það, hvermg hafa mætti mestan ver-
aldarauð upp úr vinnu þjóðarinnar á hverj-
um tíma. Ég sagði ,,nákvæmlega“, en það
er náttúrlega ekki alveg rétt, því að óviss-
an um afla og afrakstur á annan bóginn og
um markaði á hinn væri ekki horfin. Ég
hefði átt að segja ,,eins nákvæmlega og
orðið getur“. Við fengjum þarna greinilega
leiðbemingu um það, hvermg verkaskipt-
mg okkar við aðrar þjóðir ætti að vera,
þannig að báðir aðiljar hefðu hag af henni,
og innanlands myndum við framleiða það
til eigin þarfa, sem ódýrara væri að fram-
leiða hér en að kaupa frá öðrum löndum.
Ég er ekki að gera áróður fynr þessu
undarlega landi, sem ég hefi venð að lýsa.
Ég er aðeins að benda á, að með fullkom-
lega frjálsum viðskiptum sýnir verðmæl-
írinn, peningarnir, okkur, hvermg við eig-
um að koma fram hinni fullkomnustu
verkaskiptingu innávið og útávið, hvermg
við fáum nýtt starfsorkuna bezt, ef ekki
er haft annað í huga en fjárhags-sjónar-
miðin, Hitt er mér vitanlega ljóst, að
margt fleira getur konuð til greina. Menn-
íngarleg sjónarmið geta valdið því, að æski-
legt sé að styrkja einn atvinnuveg á ann-
ars kostnað. Einng getur nokkuð verið
leggjandi í sölurnar, til þess að gera at-
vinnulífið fjölbreyttara og vera betur sjálf-
bjarga, ef umheimurinn gengur af göfl-
unum einu sinm enn. Þótt rannsókn leiddi í
ljós — en það tel ég alls engar líkur til þess
að hún gerði — að með frjálsri verkaskipt-
ingu við aðrar þjóðir borgaði sig ekki að
reka neinn atvinnuveg á íslandi annan en
fiskiðnað, ættum við vissulega ekki allir að
hverfa að þeirn atvinnugrein og hætta bú-
skap og iðnaði. En hitt ættum við að gera
okkur ljóst, að með því að styrkja einn
atvinnuveg á annars kostnað öðlast þjóðin
í heild minni veraldarauð, þjóðartekjurnar
verða minm, það kemur minna til skipta.
Og þá er að meta, hvort það er vegið upp
með auknu öryggi andlegu og efnalegu,
því að vissulega væri mikið öryggisleysi
því samfara að stunda aðeins eina atvinnu-
grein.
Hér á landi höfum við á undanförnum
árum verið að fikta við verðmælinn, þang-
að til hann er hættur að sýna það, sem hon-
um er ætlað frá sjónarmiði þjóðarheildar-
mnar. Ef um innlenda framleiðslu til inn-
anlandsneyzlu er að ræða, er ekki lengur
að því spurt, hvort hún fái staðizt í sam-