Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Síða 45

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Síða 45
TVO BREF UM ANDLEGT FRELSI Frá Friðriki A. Friðrikssyni og Níels Dungal FrelsiS þarf sinn ræktunarreit I. Andlegt frelsi er einkum tvenns konar: 1) ytra andlegt frelsi, sem landslög veita, þ. e. skoðanafrelsi, málfrelsi, prentfrelsi o. fl., og 2) innra andlegt frelsi, sem fer eftir vitsmuna- og siðgæðisþroska hvers manns. Ytra andlegt frelsi er auðskilið. Saga þess er flestum læsum mönnum kunn — saga baráttu og blóðugra fóma, allt þar til að ríkisvaldið dró vígtennurnar úr katólska rannsóknarréttinum og brennubrjálæði mót- mælenda. Nú virðist nýr kapítuli vera að gerast í þessari sögu við það, að ríkisvald mikilla þjóða tekur aftur upp hið margfor- dæmda hátterni klerkaveldisins forðum. Það eru einkum höfundar og hugsuðir trúarbragðanna, er gert hafa sér títt um hið innra andlega frelsi. Það er torskildara en hitt og á ýmsa lund torsóttara, enda ekki sérlega eftirsótt. Meistarinn frá Nazaret fyrirgerði engu nema lífinu með því að boða áheyrendum sínum þess konar frelsi. Hvorki skildu þeir það né vildu. — Tilveran er lögmálsbimdin og mannsand- inn um leið. Það virðist ekkert rúm vera fyrir algert frelsi. Þeir, sem trúa á skapara, hafa jafnvel sumir látið sér detta í hug, að skaparinn væri á einhvern hátt bundinn af tilgangi sinna eigin handaverka. Innra andlegt frelsi mannsins felur ávallt í sér bindingu. Að leysast frá því, sem lægra er, er að bindast því, sem æðra er. málum og öðrum greinum. Vegna þess að við erum smáþjóð, verðum við að gera meiri kröfur til sjálfra okkar en ella, og við megum ekki vanrækja skyldur okkar gagn- vart þeim heimi, sem við erum órjúfanlega tengdir í blíðu sem stríðu. Rödd okkar er f---------------------------------------- Nýtt Helgafell fór fyrir nokkru þess á leit við fáeina nafnkunna menn, að þeir létu í ljós álit sitt á því, hvað sé andlegt frelsi og hvernig það verði tryggt. Hér birtast tvö bréf um það efni, sem ritinu hafa borizt. s._______________________________________J ,,Hið sanna lögmál frelsisins" er siðferðilega bindandi. I víðkunnri og afdrifaríkri yfir- lýsingu Marteins Lúters á kirkjuþinginu í Worms, 1531, varpar hann viðjum páfavalds og kirkjuþinga af samvizku sinni, en bindur hana jafnframt orðum ritningarinnar, sem í hans augum er Guðs orð. Orð Meistarans: „Sannleikurinn mun gjöra yður frjáls" — kjörorð Háskóla Is- lands — vísa til vegar um það, að innra andlegt frelsi er í eðli sínu binding við æðstu og algerustu hugsjón mannsandans, sann- leikann. Þetta var aldamótaskáldunum hugleikið efni. Þorsteinn Erlingsson segir „harðstjórum himins og jarðar" upp hollustu til að gerast þegnskyldur sannleikanum. „Þér vinn ég, konungur, það sem ég vinn". Annað skáld (mig minnir St. G. St.) segir um sannleikann: „Og sjálfur Guð má sig fyrir honum beygja". Þetta er óþýðlega sagt, en rökrétt — ef um það væri að ræða, að annarhvor, Guð eða sannleikurinn, beygði sig fyrir hinum. Annað mál er það, að um- mælin verða að tilefnislausum orðaleik, ekki sterk, en á hana verður hlýtt, ef mann- dómur fylgir máli okkar. Stórþjóðimar geta boðið heiminum birginn, en við verðum að treysta á réttsýni og samhug frjálsra þjóða. J. N.

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.