Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Side 47

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Side 47
TVÖ BRÉF UM ANDLEGT FRELSI 191 frelsisráðstöfun — knúin fram í nauðvörn gegn mannhættulegu einræði, til að lög- vernda almenn mannréttindi, þ. á. m. and- legt frelsi. 1 spurningunni, „Með hverju verður and- legt frelsi tryggt?", virðist því kenna uggs um það, að lýðræðið sé í hættu. Sé svo, hvaðan stafar þá sú hætta? Utan að — frá voldugum einræðisþjóðum? Eða innan að — frá gleymsku og yfirtroðslum lýðfrjálsra manna? Eru horfur á að „lýðurinn" reynist ekki vaxinn trausti og kostaboðurn síns eigin stjómarfars? Þá hefir einhver reiknað skakkt. Og ósjálfrátt verður manni að spyrja: Er þá hugsanlegt, að Jesús frá Nazaret hafi haft á réttu að standa um það, að innra andlegt frelsi sé hin eina viturlega og var- anlega trygging ytra frelsis, og um leið þeirra lífskjara, sem allir þrá (Matt. 6, 33)? Hætt er við, að kristnum mönnum jafnt sem heiðnum mundi þykja sú niðurstaða óað- gengileg, og munu þeir því einskis láta ófreistað að finna aðra lausn vandamál- anna. Hver eru þau? Um það kann sitt að sýnast hverjum. Hér skal aðeins á það bent sem vandamál, að í þjóðmenningu vorri ríkir undarlegur tvískinnungur. Hún ber kápuna á báð- um öxlum, og tekur það aftur með annarri hendi, sem hún gefur með hinni. Illgresinu hefir verið veitt málfrelsi og atkvæðisréttur á þingi komstanganna, og þykir það ekki nema góð kurteisi. Örfá dæmi: Sunnudagaskólar og kvikmyndahús eru álíka gamlar stofnanir með þjóð vorri. 1 19 tilfellum af 20 (segir einn bíóstjórinn mér) lítilsvirða kvikmyndimar það, sem skól- arnir kenna, en gylla það, sem þeir vara við. Heimilin, sem alltaf er verið að áminna um að vanda uppeldi hinna ungu, eiga í stöðugum erjum og útlátum vegna þessara sýninga. Hvers konar uppalendum, skoð- unarmönnum, lögreglu, valda þær mikilli fyrirhöfn, þótt lítt hrökkvi til. Af áhuga og fórnfýsi skipuleggur þjóð vor slysavamir. Mjög mörg slys og mikil félagsleg óhæfa stafar af áfengisnautn. Samt eiga vænstu menn það til, að mæla með áfengissölu í þágu menningarmála. Alþingi lögskipar áfengisvamir, þ. á. m. fræðslu um skaðsemi tóbaks og áfengis. Kostnað við þetta, og við öra fjölgun lög- regluþjóna til að hemja drukkna menn, er auðvelt að greiða með sölutekjum tóbaks og áfengis. Þjóðin hefir eignazt undraverðan þjón og þarfan — útvarpið. Það er fögur þjóns- dyggð að hlýða húsbónda sínum, og þó ekki alveg skilyrðislaust. Ábyrgð útvarpsins er mikil. Því að sem opinber menningar- stofnun setur það menningar- og réttlæting- arstimpil á allt, sem frá því fer. Samt virðist það hafa þann áhuga mestan, að gjöra öll- um til hæfis, í mjög víðtæku hlutleysi um það, hvers óskað er. Vilji fólkið bæn, fær það bæn. Vilji það léttúðarlestur, fær það hann Þeir, sem biðja um ágætustu sígild tónverk, fá ósk sína fúslega uppfyllta. Og þeir, sem girnast lægstu garganmúsik, fá skammt sinn svo að út af flóir. Það hlýtur að vera tilbrigðasamt starf að skella Passíusálmum ofan í glæpasögur og beljandi rótarjassi ofan í passíusálma. Eða að gangast fyrir flutningi úrvalserinda um hvers konar menningarefni og hampa jafn- framt ótömdustu framleiðslu innlends og er- lends gleðskapariðnaðar. „Af sama munni framgengur blessun og bölvun", og þótti ekki gott hér fyrrum. Einu sinni var óviti, sem bað móður síno um mjólk og fékk hana. Þá fór hann út í smiðju til föður síns og bað um blásýru, en fékk hana ekki. Gamli maðurinn var ekki hlutlaus í málinu. Maður hét Offeró, upphaflega sýrlenzkur hjarðmaður. Hann var trúr þjónn og mikil hetja. En engu skipti það hann, hvort hann þjónaði Kristi eða Kölska. Hann var því jafn ótrauður til hryðjuverka og líknarverka. Það vantaði nfl. einn punkt í Offeró — samvizkuna, greinarmun góðs og ills. Menningarstofnun á ekki að gera öllum til hæfis. Það er rangt að gefa barni blásýru, því að þá er ekkert

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.