Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Síða 50

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Síða 50
194 NÝTT HELGAFELL frelsi manna. Kirkjan hefir fyrirskipað fang- elsanir, pyndingar og líflát, ekki síður en verstu einræðisherrar og böðlar mannkyns- ins. Þetta vald hefir ekki mátt gagnrýna, vegna þess að allar trúarstefnur skjóta sér á bak við helgidóm, sem engum leyfist að gagnrýna. Raunverulega er ófrelsi kommún- istaríkjanna náskylt ófrelsi kirkjuvaldsins. Kommúnisminn er orðinn átrúnaður, með trúarsetningum, sem engum leyfist að gagn- rýna og jafnmikil helgispjöll að gagnrýna orð Marx og Lenins eins og í kaþólsku kirkj- unni að gagnrýna orð Jesú og páfans. Hvorttveggja getur ekki endað með öðru en að halda sannleikanum niðri og þjóna lyg- inni, enda eru næg dæmi til þess að sanna þá þróun, ekki síður í Moskva en í Róm. Persónulegt frelsi getur aldrei verið fullkomið, vegna þess að menn eru ekki fullkomnir. En það á ekki að takmarkast af neinu nema lögum þjóðfélagsins, jafnframt því sem það hlýtur að takmarkast af siða- lögmáli þjóðarinnar og drengskap og hátt- vísi einstaklingsins. Fullt frelsi væri í því fólgið, að hver maður gæti gert það sem honum sýndist, án tillits til annarra, en menn langar til svo margs, sem myndi skaða aðra, að þjóðfélagið verður að vernda sig gegn slíkum ágangi. En hver maður og hver fjölskylda verður að eiga rétt á að lifa lífi sínu án íhlutunar stjórnarvaldanna, nema að svo miklu leyti sem almennings- þörf krefst, svo sem framlaga til rekstrar þjóðarbúsins osfrv. Hinsvegar verður einka- líf manna að vera friðheilagt, þannig að hvorki lögregla né aðrir fulltrúar hins opin- bera hafi heimild til þess að fara inn í heim- ili manna, hlusta á einaksamtöl eða opna bréf manna. Hámark ófrelsisins ríkir þar sem stjómin hefir sínjósnandi leynilögreglu í þjónustu sinni, sem opnar bréf, hlustar á símtöl og kemur segulbandstækjum leynilega fyrir til þess að geta heyrt einkasamtöl manna. Þá er persónulegt frelsi afnumið og allir lifa í ótta, ekki aðeins þegnarnir, heldur einnig valdamennirnir og einræðisherrann jafnvel hræddastur af öllum, svo að allir eru hræddir við alla. Þá er að því komið að lífið er ekki þess virði að lifa því. Hvernig á að tryggja frelsið? Þeim sem misst hafa frelsi sitt, finnst þeir hafa glatað æðstu gæðum lífsins. Hinir, sem ávallt hafa lifað í frelsi, kunna ekki að meta það. Menningarþjóðirnar verja verulegum hluta tekna sinna til þess að verja frelsi sitt út á við. En við gerum ekki neitt, nema þá helzt það, að heimta að sá her hypji sig á brott sem er tilbúinn að verja frelsi vort gagnvart verstu frelsiskúgurum vorra tíma. Skammsýni ýmsra svokallaðra stjómmála- manna nálgast oft flónsku og mætti nefna þess mörg dæmi, en hér er hún miklu nær því að vera glæpsamleg landráðastarfsemi. Stjómmálamennimir ráða utanríkispólitík vorri, en þeir gera það aðeins samkvæmt umboði kjósenda sinna. Þegar mikið liggur við er eðlilegt að þjóðin sé spurð, hver vilji hennar sé. Þannig var að farið, þegar við skildum við Danmörku. Um síðustu kosning- ar var aðallega deilt um það, hvort herinn skyldi fara burt af landinu eða ekki. Þjóðin svaraði því jákvætt. Nú hafa allar aðstæður breytzt og væri því ekki úr vegi, að hún yrði spurð á ný um vilja sinn. Því að meðal stjómmálamannanna getur gætt sjónarmiða, sem ekki eiga beinlínis skylt við hag þjóðar- innar. Hér er frelsi allrar þjóðarinnar í hættu, og það er sannarlega ástæða til þess að hún sé aðspurð um vilja sinn. Það er miklu meiri ástæða til þess að hafa atkvæða- greiðslu um frelsismál þjóðarinnar. Áfeng- inu var hægt að smygla inn í landið, en glötuðu frelsi smyglar enginn inn. 1 Sviss eru ávallt þjóðaratkvæðagreiðslur um öll mál sem mikilsverð eru fyrir þjóðina alla. Með þessu móti tekur þjóðin öll þátt í að ráða málum sínum, finnur að hún á sinn þátt í valdinu, finnur að hún er frjáls. Þetta gætu fleiri þjóðir lært af Svisslendingunum, meðal þeirra við. En það þyrfti að komast inn í stjómarskrána, að viss fjöldi kjósenda eða viss fjöldi þingmanna gæti heimtað þjóðar- atkvæði, því það er skerðing á valdi stjóm-

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.