Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Side 57

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Side 57
BÓKMENNTIR UM NÝJAR BÆKUR NÝTT HELGAFELL mun í þessum dálkum leitast við að birta smám saman ritdóma um merkustu bækur ársins 1956, góðar og vondar. Engar nákvæmar skýrslur eru til enn um bókafjölda ársins, en ætla má með vissu, að hann sé ekki minni en nokkur undanfarin ár, og sízt minna af vondum bókum en áður. Um það tjáir ekki að sak- ast, því að jafnvel hin versta bók á sér einhverja formælendur, eí ekki lesendur, þá ritdómara. Hins vegar eru nokkrar bæk- ur sem komu út nú fyrir jólin, sem þola samjöfnuð við hvaða bækur sem er undan- farin ár og sérstök ástæða er til að fagna. Ég nefni Kuml og haugfé eftir Kristján Eld- jám, ritgerðir Einars Ól. Sveinssonar, ljóð Steins Steinarrs, Steinamir tala eftir Þór- berg Þórðarson, Ljóð frá liðnu sumri eftir Davíð Stefánsson, ljóð Guðmundar Böðv- arssonar og nýja útgáfu á ljóðum Matthías- ar. Á HINN BÓGINN verður að harma það, að ekki skuli hafa komið út í þýðingu fleiri góðar leynilögreglusögur, en raun ber vitni, úr því að talsvert er gefið út af þýddum reyfurum á annað borð. Ég á samt ekki við að slíkar sögur hefðu átt að sitja fyrir endur- útgáfum á frægum ástasögum eins og t. d. Cymbelínu hinni fögru og Felsenborgarsög- unum. EN ÚR ÞVl að ég nefndi nokkrar athyglis- verðar bækur íslenzkar, get ég ekki stillt mig um að minna sérstaklega á eina nýja bók, úr því að ekki er kostur á ritdómi um hana að þessu sinni. Það eru smásögur Geirs Kristjánssonar, Stofnunin, fyrsta bók höfundar. Sögurnar eru yfirleitt mjög vel gerðar og stíllinn gáfulegur og vandaður. En það sem gefur bókinni sérstakt gildi er hið sérkennilega og ekki alþýðlega höfund- rrskap, sem lýsir upp sögurnar. ÓLlKU MÁLI gegnir um annað byrjenda- verk, sem svo verður að kallast, Heimsbók- menntasögu Kristmanns Guðmundssonar, enda þótt höf. sé frægur maður í annarri grein. Hér verður ekki að þessu sinni birtur ritdómur um bókmenntasögu þessa. Um fyrra bindið var áður ritað lítillega í þessum dálkum, vegna blaðaskrifa um vafasama heimildanotkun höf. Fæ ég ekki betur séð en þau hljóti að standa óbreytt, enda þótt höf. hafi nú birt heimildaskrá með síðara bindinu. Ég vildi aðeins gera athugasemd við þá staðhæfingu, sem komið hefir fram bæði f auglýsingum og ritdómum, að bókin bæti úr brýnni þörf og að það hafi ekki ver- ið ,,vanzalaust" eins og nú er tízka að taka til orða, að eiga ekki slíka bók. Ég fæ ekki séð að okkur hafi verði nein sérstök nauð- syn á heimsbókmenntasögu meðan erlend bókmenntasaga er að heita má hvergi kennd á öllu landinu og almenningur (sem höf. telur sig skrifa fyrir) hefir svo rýran kost bóka af því tagi sem getið er um í bók-

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.