Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Qupperneq 61

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Qupperneq 61
BÓKMENNTIR 205 gæðum, og enginn heildarsvipur á eíni bók- arinnar. En það er ekkert handahóf á írá- mæla verk hans á annan mælikvarða en ganginum á þessum þýðingum, og þó þær séu ekki allar jafngóðar, vantar ekki heild- arsvipinn á handbragðið. Hér er skáld á ferðinni, snillingur eða snillingsjafni, og við lesturinn gefst lítil sem engin átylla til að ljóð annara skálda. Þeim sem kann frum- kvæðin utanbókar getur að vísu hér og þar komið á óvart hugsun, orðalag eða mynd, en þetta má næstum teljast galli á lesandan- um frekar en á kvæðinu eins og það stendur í þýðingunni. Hér er allt unnið af slíkum smekk, af slíku valdi á máli, stíl, blæ og bragarháttum, af slíkri leikni og lipurð, að þýðingin stendur með öllu á eigin fótum. Franskur pantoum, eins og í „Hljómum kvöldsins" eftir Baudelaire (þar sem endur- tekningarnar eru á snilldarlegan hátt lagað- ar eftir íslenzkum bragreglum), klassísk tví- henda og Alkæusarháttur, eins og í stöku Schillers og „Til skapanornanna" eftir Höld- erlin (sem þó ef til vill er ekki alveg galla- laus um bragarhátt), japönsk tanka og hækú, nútíma háttlausur — allt verður þetta góður íslenzkur skáldskapur í höndum þýðandans. Jafnvel tíræður öfugur tvíliður rímlaus — sennilega stirðasti og leiðinlegasti bragar- háttur, sem ort hefir verið undir á íslenzku, þó á enskunni sé hann óendalega liðugur og fjölbreytilegur — fer hér sumstaðar svo vel, að gera má sér háar vonir um Shake- speareþýðingar Helga. Hér skortir því ekki það, sem nauðsynleg- ast er Ijóðaþýðingum og framar öllu gefur þeim gildi: kvæðin eru vel ort á tungu þýð- andans. En þar með er ekki öll sagan sögð, því ljóðaþýðingar verða ekki fullmældar á þann mælikvarða, sem nægir á frumsamin ljóð: þær eiga sér uppruna, sem hægt er að hafa hendur á, og þeim uppruna eru þær háðar. Nema hann þýði bara sér til hugar- hægðar, skuldbindur þýðandi sig til að skila réttri mynd af frumkvæðinu, efni þess og anda, orðavali, hrynjandi, myndum, janfvel yfirtónum og aukamerkingum, tví- ræðninni (eða margræðninni) sem einatt liggur nærri kjarna ljóðrænunnar. (Orðið lýra, sem Helgi notar fyrir lyrik, felli ég mig illa við, en það er óðs manns æði að deila um slíkt.) Þessi skuldbinding er að vísu hugsjónin ein, því þetta er ekki hægt. Þýðandinn hlýtur að fella úr og bæta við. Með ýkjum má segja, að jafnvel óbundið listrænt mál verði ekki þýtt afsláttarlaust af einni tungu á aðra; um ljóðrænan skáldskap má segja þetta ýkjulaust. Ljóðræn „hugsun" ber að vísu sama svip um öll Vesturlönd, en þrátt fyrir allan menningarsögulegan og málfræðilegan skyldleika, ber ljóðræn tján- ing sinn svip með hverri tungu. Um hrynj- andi, um merkingarsvið orða, og ekki sízt tilviljandi líkingar í hreimi eða merkingu orða á milli (sem oft eru höfuðatriði í sam- hangandi myndsköpun og markvissu rími) ber engum tveim tungum saman. Það er af þessu, sem ég hefi haft lang- einlægasta ánægju af kínversku og japönsku kvæðunum í þessari bók. Fyrir mig kemur þar ekkert til greina nema fegurð ljóðanna sjálfra í þýðingum Helga, en þau mega heita hvert öðru fegurra, auk þess sem að þeim er mest nýnæmið, mest viðbótin við íslenzka ljóðagerð, mestur fróðleikurinn. Mann grunar að vísu, að „I stríðslok" eftir Taí Sjí-Ping gefi varla rétta hugmynd um frumkvæðið, svo rammíslenzk er þýðing Helga, en fyrir þann, sem ekkert þekkir til kínversks skáldskapar, er íslenzki blærinn á þessu ljóði auðvitað kostur en ekki galli. Öðru máli gegnir um kvæðin, sem þýdd eru úr ensku, en þeim er ég kunnugastur á frummálinu. Þar ber hver snilldarþýðingin af annarri merki þess, að hugsjónin er ekki í seilingarhæð. Samhengi myndanna í sonnettum Shakespeares, hryryandin í „Innisfree" eftir Yeats og „Lát það vera gleymt" eftir Söru Teasdale, orðaval í „Flóð- hestinum" eftir Eliot, jafnvel efnið í annarri sonnettunni eftir Wordsworth — um allt þetta er þýðingin svo frábrugðin frumkvæð- unum að máli skiptir, og það sumstaðar all- miklu. Má hér af samanburðinum læra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.