Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Page 64

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Page 64
208 NÝTT HELGAFELL Það var guman að fá loks að kynnast þessum manni, sem svo fáir þekktu áður nema af list hans. Eins og Einar Jónsson hvarf hann snemma að því ráði, að ,,grafa sig niður hér heima", til þess að ,,fá ekki allt og alla yfir sig.” Nú er heilsan þrotin, komið „á leiðarend- ann", að því að hann sjálfur segir. Allt líf hans hefur verið yfirlætislaus trúmennska við sjálfan sig og list sína. Kristján Albertsson. Prósaljóð Jón úr Vör: Þorpið. Önnur útgáfa, aukin. Heimskringla, Rvík, 1956. Þetta eru átthagaljóð. En bilið milli þeirra og hefðbundinni átthagaljóða íslenzkra, sem dæmigerðust að kalla mætti í Blessuð sértu sveitin mín, er svo breitt, að ekki sér á milli. Það mætti æra óstöðugan að freista að brúa það bil með nákvæmum samanburði. Tvennt stingur þó í augu ef litið er á víxl á kvæði eins og Blessuð sértu sveitin mín og ljóðaflokk Jóns úr Vör. f stað náttúrulýsing- ar er komin mannlífslýsing, í stað sonar- legrar lofgjörðar þegnlegt andóf. Og í öðru lagi hefur höfundur Þorpsins varpað frá sér heimanfegnnu veganesti íslenzkrar ljóð- hefðar, „skáldlegu" máli, bragarháttum, stuðlum og rími. Að nokkru marki er leyfilegt að gera greinarmun efnis og forms í hefðbupndnum, háttbundnum ljóðum, af því að þess er jafnan kostur að bera saman ljóð, sem ort hafa verið um ólík efni í sama formi. En í ljóðum Jóns úr Vör er efni og form óað- greinanlegt: efnið er formið. Að því leyti er eðlilegt að meta suma kosti þeirra eins og kosti góðs prósa. Ljóð í óbundnu máli myndu sumir kalla þau, en það er slæmt hugtak, af því að jafnvel hinn versti prósi er varla óbundinn. Prósaljóð er nothæfara um ósér- greinanleg ljóðform. I eftirmála lýsir höfundur „efni" ljóðannna með þessum skemmtilegu orðum: „Allsstað- ar er farið frjálslega með staðreyndir, enda þótt hvergi sé í aðalatrðium hvikað frá hinu rétta." Mér er til efs að nokkurt annað skáld hafi gert grein fyrir ljóðrænum skáldskap sínum á þennan hátt. Samt er þessi „prósaíska" yfirlýsing óbrigðull lykill að ætlun höfundar og skáld- skapargildi ljóðaflokksins. Engum myndi að vísu detta í hug að rekja „atburði" Ijóð- anna til Patreksfjarðar í því skyni að stað- festa sannsöguleika þeirra, né mannlýsing- ar Jóns til fólks, sem bjó í því þorpi fyrir 20 —30 árum. Hins vegar getur enginn notið Ijóða Jóns úr Vör, nema hann kunni að meta hina þrautseigu viðleitni hans til að láta hljóðlátan, hversdagslegan veruleika „gerast" í Ijóði, án þess að gera hann „skáldlegan". Og undrist jafnframt, hve höfundi fatast sjaldan, jafnvel þegar mjóst er á mununum, að Ijóðræn tilfinning þorni upp í frásögninni. Aftur kemur fyrir, að hann yrkir rómantískan hugarburð og bregzt listin (eins og í kvæðinu Við land- steina). En þó að sum kvæðin gjaldi þess, að höfundur tekur á sig of langan krók til að forðast hefðbundinn, skáldlegan hugsunar- hátt, bera þau í heild vott um heilbrigða, ótruflaða sjálfstæðiskennd, sem leitar eigin brautir. Veröld þessara ljóða er smá og takmarkast meir af efninu, sem er samtíð þeirra, ótengd fortíð og framtíð, heldur en staðnum, þorp- inu. En hún er óvéfengjanleg, jafnvel þótt hún hyrfi með öllu, nema í vitund skáldsins: Enginn slítur þau bönd sem hann er bundinn heimahögum sínum. Móðir þín fylgir þér á götu, er þú leggur af stað út í heiminn en þorpið fer með þér alla leið. K. K.

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.