Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Page 66
MYNDLIST
Afmælissýning Þorvalds Skúlasonar
Það er vafalaust mikill sannleiki í þeim
fullyrðingum, að mörg hinna beztu lista-
verka heimsins séu ekki sérlega frumleg,
í þrengstu merkingu orðsins. Þó fáum dyljist
hlutdeild viss frumleiks í allri góðri list,
virðist það ekki vera lífsnauðsynlegur eigin-
leiki listaverks, að það hafi gagngerð ný-
mæli að flytja heiminum. Óhjákvæmilega
kemur þó að því fyrr eða síðar, að ekki er
hægt að fá fólk til að hlýða lengur á ákveðn-
ar kenningar, nema nýr háttur á málflutningi
komi til, eða jafnvel að sjálf kenningin hafi
misst áhrifamátt sinn, sjálft temað orðið svo
útþvælt að fleiri tilbrigði um það hljóti að
verða innantómt orðagjálfur, kjarninn orð-
inn svo útþynntur. Á sýningum Þorvalds
Skúlasonar hættir mér alltaf við vangavelt-
um af þessu tagi, og það fremur af tveim
ástæðum en einni. Áhrif þeirra meginstefna
í listum, sem fara um löndin hverju sinni
með miklu ofbeldi oft og tíðum, speglast
mjög áberandi í list málarans á hinum ýmsu
tímum, en þó alltaf með þeim hætti, að það
sem einkennir list Þorvalds öðru fremur er
einmitt frumleikinn. Þetta kunna að þykja
nokkuð mótsagnakendar hugleiðingar, en
engu síður arfleifð langrar samfylgdar við
listamanninn og verk hans. Hinar fjölþættu
gáfur Þorvalds, skörp dómgreind hans og
hárnæmur smekkur varna honum þeirrar
freistingar að sjá hlutina með annarra aug-
um eða skynjun, en þó er hann svo við-
kvæmur fyrir veðrabrigðum, að hver nýr
andblær að sunnan fer eldi um sál hans
og taugar. Og Þorvaldur er svo nátengdur
samtíð sinni, almennu lífsstríði hennar engu
síður en andlegum hræringum, að streng-
irnir á hörpu hans eru eins og opin kvika.
Þessi yfirlitssýning staðfestir talsvert áber-
andi þá skoðun að list Þorvalds sé fljótt á
litið ósamfelld, og stundum dálítið á reiki.
Einstaka myndir eru svo glampandi að
frumleik og heillandi ástríðu, að þær ryðja
bókstaflega öllu um koll í hugarrúmi áhorf-
andans, en aðrar hvetja til rólegrar yfirveg-
unar sakir markvissrar nostursemi og kunn-
áttusamlegs handbragðs, en í þeim virðist
minna af þeim lífskrafti og ferskleika, sem
verulega orkar til þess að vekja hástemdan
fögnuð og sælutilfinningu með áhorfendum.
Enn aðrar virðast dálítið kaldhamraðar
fingraæfingar.
Þessi fjölbreytta sýning, sem Félag ísl.
myndlistarmanna mun hafa efnt til í því
skyni að heiðra listamanninn á fimmtugsaf-
mæli hans, markar að einu leyti tímamót í
kynningu á verkum hans: Öllum má vera
ljóst er skoðað hafa sýninguna opnum huga
að Þorvaldur er að nálgast hin miklu vega-
mót lífs síns, er honum tekst að fullu að
sameina í einu verki sína sterku og heil-
brigðu passjón og frumlega skynjun, sinni
þjálfuðu sjón og hárfína smekk.
R.J.