Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Page 70
TímaritiÖ Nýtt Helgafell
og Arbók skálda
Þessi tvö címarit eiga meðal annars það sameiginlegt
að Magnús heitinn Asgeirsson átti drýgstan þátt í að
hrinda þeim af stokkum með útgefanda. Það þótti því
viðeigandi að láta þau fylgjast að áfram, og fá nú allir
áskrifendur Helgafells Árbókina, sem ein kostar kr.
75.00, í kaupbæti. Arbókin er nú, og verður framveg-
is að því leyti með nýju sniði, að aðeins nýtt efni, áður
óprentað, er birt þar. Er ekki ólíklegt að ung skáld fram-
tíðarinnar birti þar sínar fyrstu sögur og ljóð, og að
hún eigi fyrir sér að verða eitt hið ástfólgnasta rit bók-
elskra manna á Islandi. Fyrirhugað er og að áskrifend-
ur tímaritsins fái í framtíðinni ýms merk rit og bækur
með sérstökum kjörum.
Bendið vinum yðar á að gerast áskrifendur að Helgafelli.
Utanáskriftin er NÝTT HELGAFELL, Box 156.