Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Qupperneq 9

Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Qupperneq 9
FORSPJALL 55 þarf ekki á vísindamönnum að halda — lét múgurinn sér vel líka. Vér, sem nú lifum, höfum fengið að reyna, hve þunn er sú skel sið- menningar, sem skilur jafnvel hinar menntuðustu þjóðir frá fullkomninni villimennsku. Þau verðmæti, sem vér metum mest, kunna því að verða fótum troðin, áður en varir, ef slak- að er á þeim kröfum um frjálsa stjórn- arhætti og virðingu fyrir lögum, þekkingu og mannréttindum, sem vestrænt lýðræði hvílir á. Hannes Pétursson: Garður blárra augna Fróðlegt en grátt væri að gista garð þinna bláu augna, ormagarð þinna augna, ægilegan að sögn; þeim sem þig hafa kyssta er þar búinn staður að deyja tærast upp, týnast í þögn. Ef yrði mér vægðarlaust varpað í válegan garð þinna augna, hvort dyggði mín dálitla harpa?

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.