Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Page 29

Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Page 29
SIÐGÆÐI OG EILÍFT LÍF 75 framhaldslíf fyrir höndum, ef þeir eignast af- kvæmi, ef minningin um þá geymist í hug- um manna að þeim látnum, og sumir mundu jafnvel telja sig eiga framhaldslíf fyrir hönd- um, ef verk þeirra hafa áhrif á það sem ger- ist eftir andlát þeirra sjálfra. Ef við teljum fullnægingu einhvers af þessum skilyrðum nægilega réttlætingu þess að staðhæfa, að „við lifum eftir dauðann", munu allflest okk- ar eiga framhaldslíf fyrir höndum. Við verð- um að þrengja merkingu orðsins „framhalds- líf", svo að við komum augu á hið raun- verulega vandamál. Með „framhaldslífi" verður átt við líf vitundarinnar að lokinni starfsemi líkamans. Þetta „líf" verður að vera mitt líf, þitt líf, líf Jóns og Árna, en það getur það einungis talizt, ef minningar úr þessu lífi flytjast með okkur yfir þrep dauðans. Við getum ekki sagt, að við „lifum eftir dauð- ann", ef minningar tengja okkur ekki þessu lífi, því við verðum að minnast þess, að skrokkinn höfum við misst. Segja má um mann, sem tapar minninu, að hann sé sami maðurinn eftir sem áður, vegna þess eins, að sami líkaminn heldur áfram tilvist sinni. Við getum þess vegna ekki sætt okkur við, að við getum talizt „lifa eftir dauðann", ef slíku lífi er lýst sem samruna við einhvers konar alheimssál, sem gleypir einstaklings- eðlið með öllu. Kenning um slíkt framhalds- líf er ekki einungis „vonarsnauð vizka", heldur er vafasamt, að setningin „ég mun lifa eftir dauðann" hafi nokkra merkingu, ef þessi er hugmynd okkar um framhalds- líf, því orðið „ég" virðist hér hafa misst merkingu sína. I venjulegri merkingu orðs- ins mundi slíkt „framhaldslíf" merkja, að ég lifi ekki eftir andlátið. Nú kimna menn að malda í móinn og segja: „En hvað um sálina, væni minn? Höfum við ekki sál, sem er að baki vitundinni, en er hvorki vitund né líkami? Getur ekki verið, að sálin lifi af dauða líkamans? Ef til vill flytzt hún í annan líkama." Nú skulum við gera ráð fyrir, að Björn trúi á sálnaflakk. Björn: Þú ert í raun og veru Napoleon, Páll minn. Páll: Ekki minnist ég þess að hafa gert neitt það, sem mér er sagt, að Napoleon hafi gert. Bjöm: Þú getur nú verið Napoleon samt. Páll: Hef ég kannske misst minnið og gleymt öllu, sem ég gerði, þegar ég var Napoleon? Björn: Það má vel vera. Páll: Þú átt við, að ég hafi lifað öll þessi ár, allt frá því Napoleon fæddist, þótt ég muni ekkert eftir því? Björn: Nei, nei, skilurðu ekki, að þú hefur sálina hans Nap- oleons? Hún hefur flutzt í þig. Páll: Þú átt þá við, að á einhvem háít hafi ég erft per- sónleika Napoleons? Ég hélt þó svo væri ekki. Bjöm: Þú ert auli. Þú getur líklega haft sálina hans Napoleons, þótt þú munir ekki eftir neinu, sem fyrir Napoleon bar, skrokk- urinn á þér sé annar og skapgerð þín ólík. Skilur þú ekki, að sálin er ofar þessu öllu? Páll skilur ekki, hvað Björn á við. Getur nokkur láð honum það? Jafnvel þótt við gæt- um gefið staðhæfingu Bjöms merkingu, er augljóst, að Napoleon varðar litlu fram- haldslífið, sem hann á í Páli. Nú kunna sumir að segja, að rangt sé að gera ráð fyrir, að framhaldslíf sé framhaldslíf í tíma, hið raunvemlega framhaldslíf sé líf sáiar- innar utan og ofan við allan tíma. Þetta virðist hafa það í för með sér, að í framhalds- lífi gerist aldrei neitt, og er því vafasamt, hvort réttlætanlegt er að kalla það líf. Sumir kristnir menn virðast hugsa sér eilífðina þessu líka, en þeir byggja trú á slíkt líf á opinbemn, og telja oft mannlegri hugsun of- vaxið að ráða hinn mikla leyndardóm. Hér mun þetta mál ekki rætt á trúarlegum grund- velli, enda er tilgangslaust að beita hvers- dagslegum rökum gegn þeim, sem byggja trú sína á opinbemn og trúarlegri reynslu. Grein hefur nú verið gerð fyrir því, hvers vegna ég tel réttlætanlegt að takmarka notkim orðsins „framhaldslíf" við framhalds- líf vitundarinnar tengt minningum úr þessu lífi. Geta menn leyst gátuna miklu? Ég vil eindregið taka undir orð höfundar á bls. 121: „Engin heimspeki getur leyst gát- una um framhaldslíf einstaklingsins. Til þess þarf reynsluþekkingu." Höfundur getur þess

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.