Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Qupperneq 33

Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Qupperneq 33
SIÐGÆÐI OG EILÍFT LÍF 7ð íyrir höndum, sem sé sííelld þróun, þótt jafn- vel þetta sé vafasamt, enda mun reynast erfitt að trúa þessu, ef öll skynsamleg rök mæla gegn því. Við hljótum að komast að þeirri niðurstöðu, að gagnrök höfundar gegn hinum vísindalegu rökum séu alls engin gagnrök, heldur óskhyggja klædd í nýjan búning, og víst er um það, að ánægjulegt væri að geta gert ráð fyrir eilífu lífi, sem væri flutningur af einu tilverustigi á annað æðra. Því er nú ver og miður, að við getum ekki lagt tilverunni lög samkvæmt því, sem okkur virðist æskilegast. Fyrr á öldum sönn- uðu menn tilveru guðs með því að benda á, að við höfum hugmyndina um fullkomna veru, en við gætum ekki haft þá hugmynd, ef hinn fullkomna vera ætti sér ekki raun- verulega tilvist. Veilan í þessari röksemda- færslu er augljós, en svipuð veila virðist felast í öllum rökum gegn framhaldslífi, sem reist eru á eðli siðgæðisins. Brynjólfur Bjarnason er ekki sá fyrsti, sem reynir þessa leið, því Immanuel Kant réttlætti trú á ann- að líf á svipuðum grundvelli. Röksemda- færsla hans er eitthvað á þá leið, að endan- legt takmark skynsemigæddrar veru sé heilagleikinn, en til þess að öðlast óendan- lega gæzku þurfi óendanlegan tímal). I lífi sínu verður því hver siðgæðisvera að gera ráð fyrir eilífu lífi. Ég minnist á þetta, svo mönnum verði ljóst, að Brynjólfur Bjarnason þarf ekki að blygðast sín fyrir andleg skyld- menni sín í þessu efni. Hér verð ég þó að skipa mér í flokk með Hume gegn þeim Brynjólfi og Kant. Þótt ég geti ekki fallizt á skoðanir höf- undar Gátunnar miklu, hvet ég menn þó eindregið til að lesa bókina. Gáfur höfundar og hæfileikar til heimspekilegrar hugsunar leyna sér ekki. Tveir höfuð gallar eru þó á verkinu. I gagnrýni sinni ræðst Brynjólfur á kenningar, sem nú eiga litlu fylgi að fagna og tiltölulega auðvelt er að gagnrýna. Ennfremur gefur síðasti kaflinn verkinu öllu áróðursblæ, sem veldur því, að erfitt er að gera sér grein fyrir, hvort höfundur er í sannleiks — eða atkvæðaleit. Edinborg, vorið 1957 1) Kenning Kants er að sjálfsögðu miklu ílóknari en þessi orð gefa til kynna. Hrafnsunginn minn svarti Þoka, þú sem lymskast um jörð mína á loðnum skóm, aldrei get ég fyrirgefið þér þetta úriga myrkur. svo rómur hans verður litlaus eins og fúin mold, eða eins og drjúpandi vatn í helli fullum af holgóma bergmáli. Það er enginn fugl á flögri. Ekki blik af væng, enginn fugl í mó eða mýri, nema þá kannski þessi hljóðvillti hrafnsungi, heimagangurinn minn svarti sem étur úr trogi, eiginlega ekki fugl. Og þó: dýrin veiðiglöðu snuðra í tröðunum, snuðra í mýrinni, snuðra að fuglinum mínum svarta sem hoppar í blánni, °g ber stein í nefinu, nokkurskonar kristal úr kletti, Og dýrin veiðiglöðu snuðra í tröðunum. Kroppar þeirra eru mjúkir og stroknir. Það gljáir á kroppa þeirra eins og flauel í sólskini, þessa veiðiglöðu mjúku kroppa. En þau ná honum aldrei. Aldrei alveg. Því, fyrr en þófar þeirra hafa lostið vængi hans, tunga þeirra numið hve brjóst hans er heitt, hefur þessi fugl, þessi vafasami svarti fugl, flögrað uppá öxl mér til að hvísla orði um póli- tíkina og regnbogann. Jón Jóhannesson

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.