Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Page 35

Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Page 35
SAMKVÆMT BÓKASKRÁ Bóksalafélags íslands Bókaskrd , t t voru gefnar ut um það bil 210 bækur her a landi 1956 eða svipuð tala og nokkur undanfarin ór. Framan af órinu, sem líður, hefir útkoma bóka verið dræm eins og venja er til fyrri hluta árs. Þeirri venju verður tæplega brugðið, fyrr en menn taka að lesa bækur sjálfir í stað þess að gefa þær öðrum. Og við munum enn sem fyrr vera mestu bókaútgefendur heims. En hvaða bækur lesum við og hvemig lesum við bækur? Með öðr- um og stærri þjóðum skiptast lesendur í hópa eftir smekk; hér liggur í augum uppi, að skiptingin er fábreyttari og bók, sem svarar kostnaði nær til hlutfallslega fleiri manna. Nú er það svo, að hin árlega íslenzka bókaskrá bendir til fremur lágs samnefn- ara í smekk, en hins vegar er vitað, að bækur eins og Brekku- kotsannáll og Steinarnir tala eru einhverjar vinsælustu bækur með þjóðinni, svo að tekin séu nýleg dæmi. M. ö. o.: sama fólk sem metur Halldór Laxness og Þórberg Þórðarson hefir gaman af Margit Söderholm eða Mika Waltari. Þórbergur og Halldór eru listamenn að hæsta smekk; Söderholm og Waltari reyfarahöf- undar, sem hafa orðið snortnir af bókmenntum. Sérmenntun Is- lendingsins, orðlistin, sem gerir hann að aðdáanda hinna miklu íslenzku stíl- og málsnillinga, nær ekki til hinna útlendu reyfara- höfunda, og hann stendur varnarlaus fyrir þeim. MENNTAMÁLARÁÐ hefir undanfarin ár staðið fyrir ódýrri bókaútgáfu, sem er styrkt af al- mannafé. Ætla mætti, að tilgangur forlagsins væri sá að efna til nýmæla í bókaútgáfu og koma á framfæri nauðsynlegum bókum, sem óháðum útgefendum væri um megn Bókaútgáía Menningarsjóðs

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.