Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Síða 34
32
JÖLAHELGIN
Grikkinn, sem má meisfari spænskrar myndiisfar.
1.
Meðan naturalisminn ríkti óskor-
að í myndlist Evrópu, var vegur
spænska málarans E1 Greco ekki til-
takanlega mikill. Verk hans voru í
engum sérstökum hávegum höíð.
Þau stóðust illa þann mælikvarða,
sem naturálisminn lagði á myndlist.
Því varð að vísu eklti neitað, að í
myndum þessa kynleg'a manns var
einhver villtur kraftur. En var það
ekki kraftur hins geðveika, hins
óða? Þannig spurðu sumir natural-
istar, og sú skoðun var um skeið
nokkuð útbreidd, að hinar máttugu
myndir E1 Grccos, sem brutu öll
lögmál „véruleikastefnunnar“, bæru
einkum vott um truflað sálarástand.
Aðrir vildu fara nokkru vægar í
sakirnar og skýra „galla“ myndanna
á þann veg, að listamaðurinn hafi
haft slæma sjón, ekki kunnað að
reikna út rétt hlutföll eða skort
alla nákvæmni til þess að gefa
myndum sínum samræmi og jafn-
vægi.
Lislamcnn og. gagnrýnendur síð-
ustu áratuga hafa dæmt E1 Greco
út frá allt öðrum forsendum, enda
cr dpmur þeirra flestra á þá leið,
að þessi gríski Spánverji sé einhver
stórbro na ti snillingur, sem uppi
hari vevið, hinar bcztu myndir hans
séu gæddar þeim' kynngikrafti, að
þar verði naumast bent á nokkra
idiðstæðu í gjörvallri málaralist
heimsins. Ilefur sennilega enginn
af snillingum fyrri alda haft meiri
áhrif á þróun málaralistar síðasta
mannsaldur cn þessi dularfulli
furðumaður í Tolcdo. Verður í eftir-
farandi línum sagt nokkuð frá ævi
hans og list og birtar eftir hann
fáeinar myndir, scm njóta sín þó að
sjálfsögðu hvergi nærri nógu vel,
þar eð ekki cru tök á að birta þær
í litum.
2.
Nafn lians var Domenico Theoto-
copuli, en Spánvei’jar kölluðu hann
E1 Greco, Grikkjann, og því nafni
er hann jafnan nefndur. Ilann er
fæddur á eynni Krít, en þar hafa
fundizt einna merkilegastar forn-
leifar í byggingarlist, höggmynda-
Málarinn E! Greco.
ist og skrautkeragerð, er bera þcss
órækt vitni, að þar hefur listmenn-
ing verið á mjög háu stigi til forna.
Krít hefur stundum vcrið nefnd
„eyja leyndardómanna“, og E1
Greco var að því leyti í samræmi
við ættbygð sína, að cigi hvílir
méiri leyndardómur yfir nokkrum
heimsfrægum málara síðari alda.
Um ævi hans er flest á huldu. Fæð-
ingarár er eigi vitað, en talið,
að liann sé fæddur á tímabilinu
1540—1550. í æsku mun hann hafa
dvalizt alllengi á Ítalíu, en' fram um
1570 er nálega ekkert um hann vit-
að. Það ár er hann nefndur i bréfi
E1 Greco: María mey.
nokkru. Ber bréfið með sér, að hann
er þá í Róm. Segir höfundur bréfs-
ins, að „þessi ungi Kríteyingur hafi
m. a. málað sjálfsmynd, sem vakið
hafi athygli og aðdáun listunnenda
í Rómaborg11.
Nú komst E1 Greco í kynni við
hinn mikla, ítalska snilling, Titian,
og gerðist lærisveinn hans. Þótt
Titian væri þá kominn yfir nírætt,
mátti heita að hann væri enn í fullu
fjöri, og mun honum hafa verið
ljóst, hvílíkar * snilligáfur bjuggu
með hinum unga Kríteyingi. E1
Greco málaði nú nokkrar myndir
undir handleiðslu Titians, lærði ým-
islegt af meistaranum, en fór þó
snemma eigin götur, enda var hann
engum manni líkur í list sinni. Leið
og eigi á löngu, unz hann komst
svo langt út af alfaraleið, að hann
tæki að hneyksla frómar sálir. Árið
1576, sama ár og Titian andaðist,
skýtur E1 Greco upp í borginni Tol-
edo á Spáni. List hans vakti þar
þegar í stað mikla athygli, og um
hana liófust ákafar deilur. í bréfi,
sem maður nokkur í Toledo ritar
þetta ár, getur hann komu þcssa
umtalaða málara til borgarinnar.
Kveður hann það almæli þeirra, sem
vit hafa á listum, að Grikkinn „sýni
í list sinni slíkar öfgar og rangfæri
veruleikann á svo herfilegan hátt,
að önnur eins ósköp hafi aldrei sést
í málaralist áður“. Bréfkafli þessi
gefur til kynna, hvernig ýmsir hafa
litið á þennan nýja og óvenjulega
listamann. En heimildir greina
einnig frá hinu, að E1 Greco hreif
marga unga málara með list sinni
og myndaði þegar spænskan mál-
araskóla. Nokkrir hinna eldri list-
dómara dáðust einnig að myndum
lians, eins og eftii’farandi saga vott-
ar:
Skömmu eftir að E1 Greco sett-
ist að í Toledo, var hann beðinn að
mála altaristöfiu í dómkirkju borg-
arinnar. Þegar verkinu var lokið,
reis ágreiningur um greiðsluna til
listamannsins. Ráðamenn dómkirkj-
unnar voru óánægðir og vildu ekki
greiða nema lítilræði fyrir verkið.
E1 Greco fékk þá umsögn nokkurra
listamanna borgarinnar um mál-