Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Page 36

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Page 36
34 JÓLAHELGIN E1 Greco: Hinn heilagi Jakob. E1 Greco: Guðspjallamaðurinn. þeim, er eftir hann liggja. Málverk- in eru saga hans. Sú saga er stór- fengleg og vitnar öllu rituðu máli betur um það, hversu mikill per- sónuleiki og stór andi hann var. Nokkur brotabrot af dómum sam- tíðarmanna hafa einnig geymzt, og geta hjálpað til við að skýra mynd hans. Hann hefur verið manna fjöl- hæfastur. Pacheco, tengdafaðir Velasquez, lýsti E1 Greco á þessa leið: „Hann var ekki við eina fjöl- ina felldur. Hann fékkst við heim- speki, höggmyndasmíð og bygging- arlist Og ég held, að í öllum þessum greinum hefði hann getað komizt jafnlangt og í málaralist“. Hann var strangur gagnrýnandi, bæði við sjálfan sig og aðra. En stolt hans hefur stundum orðið að hofmóði. Einhverju sinni var hann spurður, hvaða álit hann hefði á Michel- angelo. Hann svaraði þegar: „Mic- helangelo er góður maður, en hann kann ekki að mála“. Á höggmynd- ir hans minntist hann ekki. Þótt E1 Greco dveldi á Spáni um nálega 40 ára skeið, samdi hann sig aldrei til fulls að siðum Spánverja. Hann var hreykinn af því að vera Grikki, og virðist hafa litið niður á Spánverja, talið þá siðlitla og úr- kynjaða. Svo lítið þótti honum koma til spænskrar menningar, að hann hirti aldrei um að læra mál þjóð- arinnar til neinnar hlítar. Þegar hann fór úr jafnvægi á skapsmun- um, og það bar ósjaldan við, hellti hann yfir mótstöðumenn sína langri bunu af grískum skammaryrðum, sem enginn skildi. Og ræður hans — en E1 Greco var ræðumaður með afbrigðum voru ævinlega krydd- aðar grískum orðum og setningum. En afstaða E1 Greco til landsins Spánar var öll önnur en viðhorf hans til spænsku þjóðarinnar. Feg- urð Spánar hreif listamannssál E1 Greco. Þar sá hann línur og liti, sem kornu anda hans á flug. Lands- lagsmyndir hans, sem eru ekki margar, eru sumar stórfengleg lista- verk, hafa veitt honum fullan þegn- rétt meðal fremstu málara Spán- ar, enda hefur einn listdómari um hann sagt: „Þótt E1 Greco væri grískur að uppruna og fæddur a eynni Krít, er hann eigi aðeins i hópi spænskra málara, heldur er liann máske spænskastur þeirra allra“. 5. Málaraskóli sá, sem E1 Greco myndaði á fyrstu árunum eftir komu sína til Toledo, varð hvorki fjölmennur né langær. Lærimeist- arinn var of sérstæður og fjarn alfaraleiðum til þess að margir fet- uðu beint í fótspor hans. En áhrif hans á liina ungu málarakynslóð Spánar voru eigi að síður mikil, svo að almennt er hann talinn fað- ir spænskrar málaralistar. Áður hafði myndlist á Spáni fvrst og fremst verið aðkeypt list. Þegar konungurinn eða aðallinn vildi skreyta hallir sínar með listaverk- 1 k

x

Alþýðuhelgin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.